Fréttablaðið - Serblod

Barna­vernd á tím­um kór­óna­veiru

Stór­auk­inn fjöldi til­kynn­inga hef­ur kom­ið frá al­menn­ingi til barna­vernd­ar. Um 1.200 til­kynn­ing­ar bár­ust í fyrra beint í gegn­um neyð­ar­núm­er­ið 112 vegna gruns um of­beldi gegn börn­um.

-

Við er­um öll al­manna­varn­ir er stef sem lík­lega hvert ís­lenskt manns­barn þekk­ir í dag, frasi sem hef­ur hljóm­að und­an­far­ið vegna heims­far­ald­urs sem eng­in þjóð hef­ur far­ið var­hluta af. Slag­orð al­manna­varna minn­ir okk­ur á mik­ilvaegi sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sam­vinnu – en það er ein­mitt þannig sem við get­um, sem sam­fé­lag, unn­ið okk­ur í gegn­um vána. Á tím­um fjölda­tak­mark­ana, sam­komu­banna, heima­vinnu, jólakúla og ferða­laga inn­an­húss, haeg­ist á hraða hvers­dags­ins og virð­ist líf­ið jafn­vel á stund­um hafa svo gott sem stöðv­ast. Fólk er hvatt til heima­veru og heim­il­ið, auk síns hefð­bundna hlut­verks, hef­ur orð­ið griðastað­ur gegn ósýni­leg­um vírus.

En heim­il­ið er ekki öll­um það skjól sem það aetti að vera. Til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar­nefnda fjölg­aði ár­ið 2020 um 15,6% frá því sem var 2019. Þetta er meiri fjölg­un á milli ára en sést hef­ur und­an­far­in ár, en á tíma­bil­inu 2015-2019 fjölg­aði til­kynn­ing­um um 7,3% að með­al­tali á milli ára.

Hlut­falls­lega hef­ur fjölg­un­in ver­ið mest vegna of­beld­is, en til­kynn­ing­um vegna of­beld­is fjölg­aði um rúm 25% 2019-2020. Mest hef­ur aukn­ing­in ver­ið vegna lík­am­legs of­beld­is ann­ars veg­ar og til­finn­inga­legs of­beld­is hins veg­ar og nem­ur sú aukn­ing 25-30% á landsvísu. Ef til­kynn­ing berst vegna barns sem tal­ið er að beitt sé til­finn­inga­legu of­beldi, er sér­stak­lega skráð hvort um er að raeða heim­il­isof­beldi, en það er þeg­ar barn verð­ur vitni að of­beldi á milli fjöl­skyldu­með­lima. Slík­um til­vik­um fjölg­aði um taep 15% á milli ára.

Mik­ilvaegi al­menn­ings í barna­vernd

En þar með er að­eins hálf sag­an sögð. Barna­vernd­ar­nefnd­ir treysta á til­kynn­ing­ar frá al­menn­ingi og stofn­un­um en ör­fá mál á ári eru tek­in upp að frum­kvaeði barna­vernd­ar og til­kynn­ing­ar ber­ast ekki barna­vernd­ar­nefnd­um í tóma­rúmi. Síð­ast­lið­in fimm ár hafa 0,5-0,7% til­kynn­inga borist frá barn­inu sjálfu, og í um 7-8% til­vika til­kynntu for­eldr­arn­ir sjálf­ir. Aðr­ar til­kynn­ing­ar ber­ast frá fólki og stofn­un­um sem standa barn­inu naerri og eru ann­að hvort að sinna sinni laga­legu eða sam­fé­lags­legu skyldu, að leyfa barni að njóta vaf­ans. Þriðj­ung­ur til­kynn­inga síð­ast­lið­in fimm ár hef­ur borist frá stofn­un­um sem koma að þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur, þar af helm­ing­ur frá skóla­stofn­un­um.

Mik­ilvaegi al­menn­ings í barna­vernd varð kannski hvað ljós­ast núna ár­ið 2020, þeg­ar við­vera í skól­um var minni, íþrótt­a­starf­semi í lág­marki og heima­ver­an meiri. Ár­ið 2020 fjölg­aði til­kynn­ing­um frá aett­ingj­um um 44% og frá ná­grönn­um fjölg­aði þeim um 35% frá því sem var ár­ið 2019.

Ef lit­ið er til til­kynn­inga sem bár­ust til Barna­vernd­ar í Reykja­vík sést að eðli til­kynn­inga sem bár­ust frá ná­grönn­um og al­menn­um borg­ur­um ár­ið 2020 tók sér­stak­lega mikl­um breyt­ing­um frá ár­inu áð­ur, en til að mynda voru til­kynn­ing­ar vegna of­beld­is þar tvö­falt fleiri ár­ið 2020 en ár­ið 2019.

Barna­núm­er­ið 112

Í fyrra bár­ust um 1.200 til­kynn­ing­ar til barna­vernd­ar­nefnda beint í gegn­um neyð­ar­núm­er­ið 112. Þar að auki berst fjöldi til­kynn­inga til lög­reglu sem eiga upp­runa sinn hjá áhyggju­full­um sam­borg­ur­um sem hringja í neyð­ar­núm­er­ið til þess að til­kynna um at­vik eins og grun um heim­il­isof­beldi, há­vaða á heim­ili eða jafn­vel grun­sam­legt akst­urslag. Neyð­ar­lín­an gegn­ir þar með veiga­miklu hlut­verki sem milli­lið­ur fyr­ir al­menn­ing, sem ósk­ar eft­ir að­stoð lög­reglu, oft án þess að vita frek­ari deili á hverj­ir það eru sem eiga í hlut eða hvort barn sé á heim­il­inu. Í slík­um til­vik­um til­kynn­ir lög­regl­an mál­ið til barna­vernd­ar sé þess þörf.

Það er sam­vinnu­verk­efni að vernda börn­in okk­ar og þar gegn­ir al­menn­ing­ur jafn mik­ilvaegu hlut­verki og stofn­an­ir. Við er­um vissu­lega öll al­manna­varn­ir – en við er­um líka öll barna­vernd.

Höf­und­ur grein­ar er Eva Dögg Sig­urð­ar­dótt­ir, sér­fra­eð­ing­ur í grein­ingu tölu­legra gagna hjá Barna­vernd­ar­stofu. Grein­in er byggð á grunni grein­ing­ar­vinnu sem unn­in er fyr­ir mið­stöð of­beld­is­mála sem hef­ur það markmið að halda ut­an um upp­lýs­ing­ar er varða of­beldi gegn börn­um.

 ??  ?? Eva Dögg Sig­urð­ar­dótt­ir, sér­fra­eð­ing­ur í grein­ingu tölu­legra gagna hjá Barna­vernd­ar­stofu.
Eva Dögg Sig­urð­ar­dótt­ir, sér­fra­eð­ing­ur í grein­ingu tölu­legra gagna hjá Barna­vernd­ar­stofu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland