Ekki láta barnið líða fyrir vafann
Árið í fyrra var, að sögn Sigurðar Arnar Magnússonar, metár í fjölda tilkynninga og þeim fjölda barna sem komu inn á borð Barnaverndar Reykjavíkur. Þá vörðuðu 5.316 tilkynningar 2.217 börn.
Barnavernd Reykjavíkur fór í umtalsverðar breytingar á starfsemi sinni árið 2019. Bráða- og viðbragðateymi Barnaverndar Reykjavíkur kom til árið 2019 vegna umfangsmikilla kerfisbreytinga hjá nefndinni í Reykjavík. Áður fyrr unnu þrjú teymi innan nefndarinnar, þ.e. könnunarteymi, meðferðarteymi og fósturteymi. „Teymin voru orðin það stór, að þörf var á að brjóta þau upp í þau fimm teymi sem eru í dag. Nú er meiri sérhaefing innan hvers teymis. Þá er sérstakt unglingateymi, sérteymi sem einblínir á stuðning og meðferð fyrir yngri börn, svo eitthvað sé nefnt. Í okkar deild starfa sjö fagaðilar með viðeigandi menntun og reynslukröfur,“segir Sigurður Örn Magnússon, deildarstjóri bráða- og viðbragðsteymis.
Metár í fyrra
„Við fáum um 4.000-5.000 tilkynningar á borð til okkar á ári er varða 1.800-2.000 börn. Árið
2020 var metár í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur og í fjölda barna sem tilkynningarnar snerust um. Þá voru tilkynningarnar 5.316 talsins og vörðuðu
2.217 börn. Árið á undan vörðuðu
4.677 tilkynningar 1.978 börn sem sýnir fram á talsverða aukningu. Við höfum aldrei séð svo háar tölur en þetta hefur líka verið þungt ár fyrir marga. Tilkynningar koma allt í senn frá almennum borgurum, skólum og leikskólum og um helmingur kemur frá lögreglu.“
Engar Grýlur
Bráða- og viðbragðateymið leggur mat á hvert mál fyrir sig. „Við gaetum ávallt meðalhófs í okkar starfi og horfum á umfang og eðli vandans hverju sinni til að ákvarða hvort og hversu mikillar íhlutunar er þörf. Í tilfelli ofbeldis eða harðraeðis, könnum við hvort um einstakt tilvik sé að raeða, metum alvarleika málsins, er barn með áverka og fleira, þurfum að leggja mat út frá því hvert sé naesta skref í ferlinu. Oft er nóg að raeða við foreldra, taka samtalið og útskýra fyrir foreldrum hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Í sumum tilvikum er nauðsynlegt að veita forsjáraðilum stuðning til að baeta aðferðir sínar. Taka skal fram að í barnaverndarlögum er skýrt að það að beita barn andlegum og/ eða líkamlegum refsingum er refsivert athaefi.“
Taka fyrr í taumana
Teymin hjá Barnavernd Reykjavíkur kanna mál og tilkynningar á grundvelli barnaverndarlaga og eftir atvikum eru mál unnin í kjölfar kannana á grundvelli barnaverndarlaga. „Stundum telst vandinn ekki alvarlegur og þá lokum við málum án frekari aðkomu og leiðbeinum foreldrum ef þörf er á stuðningi. Okkar markmið er að vinna í samstarfi og samvinnu við forsjáraðila og börnin sjálf og markmiðið er alltaf að baeta aðstaeður barns á heimili sínu og styrkja forsjáraðila sem eru í þörf fyrir aðstoð. Stundum naegir að tengja forsjáraðila og börn við naerumhverfi sitt þar sem þjónusta er veitt fyrir fjölskylduna. Hér er fókusinn að koma málum barna sem fyrst í farveg þannig að unnt sé að vinna með vandann á fyrstu stigum.
Mörg úrraeði finnast í naerumhverfi og eru í boði fyrir fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda, en það getur erfitt að rata og finna viðeigandi úrraeði í kerfinu. Margir vita ekki hvaða úrraeði standa þeim til boða og þá veitum við stuðning og leiðum fólk áfram í kerfinu. Þannig komum við fyrr inn í aðstaeður, komum málum í vinnslu til að hindra að þau verði að staerri málum síðar meir innan barnaverndarkerfisins.
Í sumum tilfellum þarf frekari aðkomu barnaverndaryfirvalda, en þá eru foreldrar til daemis ekki meðvitaðir um eigin vanda eða vanda barnsins, eða neita jafnvel að þiggja stuðning sem könnun hefur leitt í ljós og talinn er nauðsynlegur til að baeta aðstaeður barnsins.“
Hringdu þó þú sért í vafa
Barnavernd Reykjavíkur er með símavakt þar sem haegt er að tilkynna mál til Barnaverndar Reykjavíkur. „Í mörgum tilfellum getur verið vandmeðfarið hvort þurfi að tilkynna eða ekki. Fólk getur því ávallt leitað til okkar með vangaveltur um hvort þörf sé á frekari aðkomu barnaverndar í einstaka tilfellum. Þá veitum við ráðgefandi samtal. Stundum hafa foreldrar sjálfir samband við okkur til að fá upplýsingar um úrraeði eða stuðning inn á heimili.“
Til staðar allan sólarhringinn
Hvort sem um tilkynningar eða vangaveltur er að raeða, þá er síminn hjá Barnavernd Reykjavíkur 411-9200. „Símavaktin hjá okkur er á mánudögum til fimmtudaga frá kl. 13-15 og á föstudögum milli kl. 10-12. Eftir hefðbundinn skrifstofutíma er aðili á bakvakt allan sólarhringinn. Allar barnaverndarnefndir á Íslandi utan skrifstofutíma fara í gegnum 112, en það á vissulega eingöngu við um mál þar sem barn er í neyð.“