Fréttablaðið - Serblod

Ekki láta barn­ið líða fyr­ir vaf­ann

Ár­ið í fyrra var, að sögn Sig­urð­ar Arn­ar Magnús­son­ar, metár í fjölda til­kynn­inga og þeim fjölda barna sem komu inn á borð Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur. Þá vörð­uðu 5.316 til­kynn­ing­ar 2.217 börn.

-

Barna­vernd Reykja­vík­ur fór í um­tals­verð­ar breyt­ing­ar á starf­semi sinni ár­ið 2019. Bráða- og við­bragðat­eymi Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur kom til ár­ið 2019 vegna um­fangs­mik­illa kerf­is­breyt­inga hjá nefnd­inni í Reykja­vík. Áð­ur fyrr unnu þrjú teymi inn­an nefnd­ar­inn­ar, þ.e. könn­un­art­eymi, með­ferð­ar­teymi og fóst­urt­eymi. „Teym­in voru orð­in það stór, að þörf var á að brjóta þau upp í þau fimm teymi sem eru í dag. Nú er meiri sér­haef­ing inn­an hvers teym­is. Þá er sér­stakt ung­lingat­eymi, sért­eymi sem ein­blín­ir á stuðn­ing og með­ferð fyr­ir yngri börn, svo eitt­hvað sé nefnt. Í okk­ar deild starfa sjö fag­að­il­ar með við­eig­andi mennt­un og reynslu­kröf­ur,“seg­ir Sig­urð­ur Örn Magnús­son, deild­ar­stjóri bráða- og við­bragð­steym­is.

Metár í fyrra

„Við fá­um um 4.000-5.000 til­kynn­ing­ar á borð til okk­ar á ári er varða 1.800-2.000 börn. Ár­ið

2020 var metár í til­kynn­ing­um til Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur og í fjölda barna sem til­kynn­ing­arn­ar sner­ust um. Þá voru til­kynn­ing­arn­ar 5.316 tals­ins og vörð­uðu

2.217 börn. Ár­ið á und­an vörð­uðu

4.677 til­kynn­ing­ar 1.978 börn sem sýn­ir fram á tals­verða aukn­ingu. Við höf­um aldrei séð svo há­ar töl­ur en þetta hef­ur líka ver­ið þungt ár fyr­ir marga. Til­kynn­ing­ar koma allt í senn frá al­menn­um borg­ur­um, skól­um og leik­skól­um og um helm­ing­ur kem­ur frá lög­reglu.“

Eng­ar Grýl­ur

Bráða- og við­bragðat­eym­ið legg­ur mat á hvert mál fyr­ir sig. „Við gaet­um ávallt með­al­hófs í okk­ar starfi og horf­um á um­fang og eðli vand­ans hverju sinni til að ákvarða hvort og hversu mik­ill­ar íhlut­un­ar er þörf. Í til­felli of­beld­is eða harðra­eðis, könn­um við hvort um ein­stakt til­vik sé að raeða, met­um al­var­leika máls­ins, er barn með áverka og fleira, þurf­um að leggja mat út frá því hvert sé naesta skref í ferl­inu. Oft er nóg að raeða við for­eldra, taka sam­tal­ið og út­skýra fyr­ir for­eldr­um hvað sé leyfi­legt og hvað ekki. Í sum­um til­vik­um er nauð­syn­legt að veita for­sjár­að­il­um stuðn­ing til að baeta að­ferð­ir sín­ar. Taka skal fram að í barna­vernd­ar­lög­um er skýrt að það að beita barn and­leg­um og/ eða lík­am­leg­um refs­ing­um er refsi­vert at­haefi.“

Taka fyrr í taum­ana

Teym­in hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur kanna mál og til­kynn­ing­ar á grund­velli barna­vernd­ar­laga og eft­ir at­vik­um eru mál unn­in í kjöl­far kann­ana á grund­velli barna­vernd­ar­laga. „Stund­um telst vand­inn ekki al­var­leg­ur og þá lok­um við mál­um án frek­ari að­komu og leið­bein­um for­eldr­um ef þörf er á stuðn­ingi. Okk­ar markmið er að vinna í sam­starfi og sam­vinnu við for­sjár­að­ila og börn­in sjálf og mark­mið­ið er alltaf að baeta að­sta­eð­ur barns á heim­ili sínu og styrkja for­sjár­að­ila sem eru í þörf fyr­ir að­stoð. Stund­um naeg­ir að tengja for­sjár­að­ila og börn við naerum­hverfi sitt þar sem þjón­usta er veitt fyr­ir fjöl­skyld­una. Hér er fókus­inn að koma mál­um barna sem fyrst í far­veg þannig að unnt sé að vinna með vand­ann á fyrstu stig­um.

Mörg úrra­eði finn­ast í naerum­hverfi og eru í boði fyr­ir fjöl­skyld­ur sem þurfa á að­stoð að halda, en það get­ur erfitt að rata og finna við­eig­andi úrra­eði í kerf­inu. Marg­ir vita ekki hvaða úrra­eði standa þeim til boða og þá veit­um við stuðn­ing og leið­um fólk áfram í kerf­inu. Þannig kom­um við fyrr inn í að­sta­eð­ur, kom­um mál­um í vinnslu til að hindra að þau verði að staerri mál­um síð­ar meir inn­an barna­vernd­ar­kerf­is­ins.

Í sum­um til­fell­um þarf frek­ari að­komu barna­vernd­ar­yf­ir­valda, en þá eru for­eldr­ar til daem­is ekki með­vit­að­ir um eig­in vanda eða vanda barns­ins, eða neita jafn­vel að þiggja stuðn­ing sem könn­un hef­ur leitt í ljós og tal­inn er nauð­syn­leg­ur til að baeta að­sta­eð­ur barns­ins.“

Hr­ingdu þó þú sért í vafa

Barna­vernd Reykja­vík­ur er með síma­vakt þar sem haegt er að til­kynna mál til Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur. „Í mörg­um til­fell­um get­ur ver­ið vand­með­far­ið hvort þurfi að til­kynna eða ekki. Fólk get­ur því ávallt leit­að til okk­ar með vanga­velt­ur um hvort þörf sé á frek­ari að­komu barna­vernd­ar í ein­staka til­fell­um. Þá veit­um við ráð­gef­andi sam­tal. Stund­um hafa for­eldr­ar sjálf­ir sam­band við okk­ur til að fá upp­lýs­ing­ar um úrra­eði eða stuðn­ing inn á heim­ili.“

Til stað­ar all­an sól­ar­hring­inn

Hvort sem um til­kynn­ing­ar eða vanga­velt­ur er að raeða, þá er sím­inn hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur 411-9200. „Síma­vakt­in hjá okk­ur er á mánu­dög­um til fimmtu­daga frá kl. 13-15 og á föstu­dög­um milli kl. 10-12. Eft­ir hefð­bund­inn skrif­stofu­tíma er að­ili á bakvakt all­an sól­ar­hring­inn. All­ar barna­vernd­ar­nefnd­ir á Íslandi ut­an skrif­stofu­tíma fara í gegn­um 112, en það á vissu­lega ein­göngu við um mál þar sem barn er í neyð.“

 ?? FRÉTTA­BLAЭIÐ/ DANÍEL ?? Markmið Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur er að vinna í sam­starfi og sam­vinnu við for­sjár­að­ila og börn­in sjálf.
FRÉTTA­BLAЭIÐ/ DANÍEL Markmið Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur er að vinna í sam­starfi og sam­vinnu við for­sjár­að­ila og börn­in sjálf.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland