Fraeðsla ekki hraeðsla
Arnrún Magnúsdóttir hefur unnið í yfir 20 ár kennsluefni fyrir börn á leikskólaaldri sem nefnist Lausnahringurinn.
Arnrún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2000 og byrjaði á sama tíma að setja niður hugmyndir sínar varðandi forvarnir í ofbeldismálum fyrir börn frá tveggja ára aldri.
„Þetta forvarnarverkefni mitt kalla ég „Fraeðsla ekki hraeðsla“og ég hef markvisst litið það jafn mikilvaegt og umferðarfraeðslu. Við höfum í mjög mörg ár verið að fraeða börn um hluti eins og umferðina og tannhirðu en aldrei um það hvernig líkaminn virkar, hvernig við setjum mörk og hvernig við getum raett það miðað við þroska hvers og eins.“Lausnahringurinn var tilnefndur til verðlauna Heimilis og skóla.
Sjö samskiptareglur
Arnrún starfar í leikskólanum Brákarborg þar sem áhersla er lögð á að innleiða jákvaeðan aga. „Út frá því varð til verkfaeri sem heitir Lausnahringurinn sem börnin bjuggu til með mér. Það eru okkar samskiptareglur sem við notum í lífinu, þau á milli sín, við á milli okkar og svo á milli þeirra og okkar.“
Reglurnar eru sjö talsins. „Þaer ganga út á að geta sagt stopp, segja fyrirgefðu, að stjórna sér, en þá er baeði átt við að stjórna líkama sínum og munninum, við segjum ekki ljót orð hvort við annað, að bjóða knús, sem reyndar fór í frí í COVID, að skiptast á, fullorðnir hjálpa börnum og börn hjálpa fullorðnum, og svo að bjóða öðrum að vera með, það er að segja að skilja ekki út undan,“segir Arnrún.
Fraeðsla og aðgerðaáaetlun
„Við erum með Lausnahringja námsskrá í skólanum sem við innleiðum mjög markvisst. Á deildinni þar sem elstu börnin eru er einn sem ber ábyrgð á því að vera lausnahringjastjóri. Þau eru eins og umferðarstjórarnir okkar, það er haegt að hóa í þau og þau leggja sig fram við að leysa ágreiningsmál. Þau hjálpa til við að greina vandann og ná þannig oft að leysa vandann sjálf með samvinnu.“
Arnrún segir að samhliða þessu sé hún með „fraeðslu ekki hraeðslu“, forvarnarkennslu sem lýtur að því að fraeða eldri börnin áður en þau fara á naesta skólastig. „Það er svo að þau viti hvað ofbeldi sé, þekki ólíkar tegundir of beldis og séu meðvituð um barnasímann, 112, og geti leitað þangað ef þau verða mjög hraedd.“
Fraeðslan er einnig hugsuð fyrir starfsfólk leikskóla og foreldra. „Síðan hef ég farið í leikskóla og boðið starfsfólki upp á ákveðinn fraeðslu- og námskeiðspakka þar sem þau gera sína eigin aðgerðaáaetlun. Við vinnum að áaetlun um það hvernig bregðast skuli við ef grunur kemur upp um ofbeldi, hvernig getum við verið vakandi fyrir merkjum og hvernig við getum brugðist við.“