Aukning í fósturmálum
Helga Jóna Sveinsdóttir tók við nýju starfi sem gaeða- og fraeðslustjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur í september 2020.
Áður var hún deildarstjóri fósturteymis hjá Barnavernd Reykjavíkur í fjórtán ár og þar áður gegndi hún sambaerilegu starfi á Akureyri í tíu ár. Ásamt því að útbúa verkferla fyrir teymin til að vinna eftir, situr Helga vikulega úthlutunarfundi ásamt Sigurði Erni Magnússyni og Sigrúnu Þórarinsdóttur og úthlutar málum til teymanna. „Á milli úthlutunarfunda geta komið upp tilfelli sem þarf að vinna strax. Þá sér bráðavaktin um það og málinu er svo úthlutað til viðeigandi teymis á naesta úthlutunarfundi,“segir Helga.
Barnavernd vinnur ávallt á grundvelli meðalhófs. „Við reynum allt til þess að hjálpa fjölskyldum að vera saman, en það er markmið barnaverndarlaga. Á síðasta ári var aukning í málum hjá börnum í varanlegu fóstri frá því 2019. Einnig hefur hópurinn 18-20 ára verið að staekka ár hvert. Í lok síðasta árs 2020 í Reykjavík voru um 200 börn í varanlegu, tímabundnu, styrktu fóstri eða í vistun fyrir 18-20 ára.“
Það vantar alltaf fósturforeldra
Markmiðið barnaverndar er alltaf að barnið fari aftur heim ef barnið fer í tímabundna vistun meðan á máli stendur. „Í þyngstu málum, ef ekki naest samkomulag við foreldra og þeim tekst ekki að taka á sínum málum, fara mál fyrir barnaverndarnefnd og dómstóla þar sem börn hljóta varanlega vistun. Í kjölfarið er nauðsynlegt að koma börnum í fóstur hjá aðstandendum eða fósturforeldrum, en staðreyndin er sú að það vantar alltaf fósturforeldra.“
Fósturmál eru margþaett og varða börn og unglinga á öllum aldri allt frá ungabörnum og upp í tvítugt. „Þegar barn fer í fóstur er oftast um að raeða neyslu foreldra eða geðraen vandamál og þá vanraekslu barns af völdum þess. Í einstaka tilfellum, til daemis þegar um er að raeða neyslu móður á meðgöngu, fara börn aldrei heim heldur beint á vistheimili með foreldrum til þess að tryggja öryggi barnsins.“
Barnavernd Reykjavíkur starfraekir nokkur heimili og úrraeði fyrir börn sem þurfa tímabundna vistun eða búsetuúrraeði, fyrir utan úrraeði sem eru í boði á vegum Barnaverndarstofu. „Mánaberg er með sjö pláss fyrir börn 0-12 ára. Þar er íbúð sem foreldrar geta dvalið í tímabundið undir eftirliti og fengið stuðning og kennslu. Einnig er boðið upp á greiningarvistun á Mánabergi. Svo bjóða þau upp á greiningarráðgjöf þar sem starfsmaður kemur inn á heimili 2-3 í viku og veitir uppeldisfraeðslu og stuðning. Hraunberg er með fjögur pláss fyrir 13-18/20 ára. Það er skammtímavistunarheimili þar sem hámarksdvöl er um 90 dagar. Á Hamarskoti á Suðurlandi eru 6 pláss og á Ásvallagötu eru 4 pláss. Í báðum tilfellum er um að raeða fjölskylduúrraeði.“