Fréttablaðið - Serblod

Aukn­ing í fóst­ur­mál­um

Helga Jóna Sveins­dótt­ir tók við nýju starfi sem gaeða- og fra­eðslu­stjóri hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur í sept­em­ber 2020.

-

Áð­ur var hún deild­ar­stjóri fóst­urt­eym­is hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur í fjór­tán ár og þar áð­ur gegndi hún sam­ba­eri­legu starfi á Akur­eyri í tíu ár. Ásamt því að út­búa verk­ferla fyr­ir teym­in til að vinna eft­ir, sit­ur Helga viku­lega út­hlut­un­ar­fundi ásamt Sig­urði Erni Magnús­syni og Sigrúnu Þór­ar­ins­dótt­ur og út­hlut­ar mál­um til teym­anna. „Á milli út­hlut­un­ar­funda geta kom­ið upp til­felli sem þarf að vinna strax. Þá sér bráða­vakt­in um það og mál­inu er svo út­hlut­að til við­eig­andi teym­is á naesta út­hlut­un­ar­fundi,“seg­ir Helga.

Barna­vernd vinn­ur ávallt á grund­velli með­al­hófs. „Við reyn­um allt til þess að hjálpa fjöl­skyld­um að vera sam­an, en það er markmið barna­vernd­ar­laga. Á síð­asta ári var aukn­ing í mál­um hjá börn­um í var­an­legu fóstri frá því 2019. Einnig hef­ur hóp­ur­inn 18-20 ára ver­ið að staekka ár hvert. Í lok síð­asta árs 2020 í Reykja­vík voru um 200 börn í var­an­legu, tíma­bundnu, styrktu fóstri eða í vist­un fyr­ir 18-20 ára.“

Það vant­ar alltaf fóst­ur­for­eldra

Mark­mið­ið barna­vernd­ar er alltaf að barn­ið fari aft­ur heim ef barn­ið fer í tíma­bundna vist­un með­an á máli st­end­ur. „Í þyngstu mál­um, ef ekki naest sam­komu­lag við for­eldra og þeim tekst ekki að taka á sín­um mál­um, fara mál fyr­ir barna­vernd­ar­nefnd og dóm­stóla þar sem börn hljóta var­an­lega vist­un. Í kjöl­far­ið er nauð­syn­legt að koma börn­um í fóst­ur hjá að­stand­end­um eða fóst­ur­for­eldr­um, en stað­reynd­in er sú að það vant­ar alltaf fóst­ur­for­eldra.“

Fóst­ur­mál eru marg­þa­ett og varða börn og ung­linga á öll­um aldri allt frá unga­börn­um og upp í tví­tugt. „Þeg­ar barn fer í fóst­ur er oft­ast um að raeða neyslu for­eldra eða geðra­en vanda­mál og þá vanra­ekslu barns af völd­um þess. Í ein­staka til­fell­um, til daem­is þeg­ar um er að raeða neyslu móð­ur á með­göngu, fara börn aldrei heim held­ur beint á vistheim­ili með for­eldr­um til þess að tryggja ör­yggi barns­ins.“

Barna­vernd Reykja­vík­ur star­fra­ek­ir nokk­ur heim­ili og úrra­eði fyr­ir börn sem þurfa tíma­bundna vist­un eða bú­setu­úrra­eði, fyr­ir ut­an úrra­eði sem eru í boði á veg­um Barna­vernd­ar­stofu. „Mána­berg er með sjö pláss fyr­ir börn 0-12 ára. Þar er íbúð sem for­eldr­ar geta dval­ið í tíma­bund­ið und­ir eft­ir­liti og feng­ið stuðn­ing og kennslu. Einnig er boð­ið upp á grein­ing­ar­vist­un á Mána­bergi. Svo bjóða þau upp á grein­ing­ar­ráð­gjöf þar sem starfs­mað­ur kem­ur inn á heim­ili 2-3 í viku og veit­ir upp­eld­is­fra­eðslu og stuðn­ing. Hraun­berg er með fjög­ur pláss fyr­ir 13-18/20 ára. Það er skamm­tíma­vist­un­ar­heim­ili þar sem há­marks­dvöl er um 90 dag­ar. Á Ham­arskoti á Suð­ur­landi eru 6 pláss og á Ás­valla­götu eru 4 pláss. Í báð­um til­fell­um er um að raeða fjöl­skyldu­úrra­eði.“

 ?? FRÉTTA­BLAЭIÐ/ VALLI ?? Helga Jóna Sveins­dótt­ir er gaeða- og fra­eðslu­stjóri hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur.
FRÉTTA­BLAЭIÐ/ VALLI Helga Jóna Sveins­dótt­ir er gaeða- og fra­eðslu­stjóri hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland