Fréttablaðið - Serblod

Krakk­ar fá út­rás fyr­ir at­hafna­þrá

-

Hjá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg fer fram skipu­lagt ung­lingastarf um allt land. Helena Dögg Magnús­dótt­ir er verk­efna­stjóri ung­linga­mála en hún byrj­aði sjálf í ung­linga­starfi Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar sem ung­ling­ur. Í starf­inu eru um 1.000 ung­ling­ar á landsvísu í 48 deild­um.

„Í ung­linga­starf­inu er ver­ið að þjálfa upp fram­tíð­ar­björg­un­ar­sveita­fólk og því fá krakk­arn­ir nasa­þef af öllu starfi björg­un­ar­sveit­anna. Þau laera korta­lest­ur, fyrstu hjálp og fá að fara út á bát­ana og í jeppa­ferð­ir. Starf­ið er byggt upp þannig að það sé mjög fjöl­breytt. En það fer að miklu leyti eft­ir því hvað um­hverf­ið hef­ur upp á að bjóða,“út­skýr­ir Helena.

Starf­ið mið­ast við ung­linga á aldr­in­um 13-18 en það er mis­jafnt eft­ir björg­un­ar­sveit­um hv­ar mörk­in eru dreg­in inn­an þessa ald­urs­hóps.

„Það er mjög mik­ilvaegt fyr­ir okk­ur að krökk­un­um líði vel í starf­inu og þess vegna eru all­ir okk­ar um­sjón­ar­menn vel þjálf­að­ir. Þeir þurfa að fara á um­sjón­ar­manna­nám­skeið sem er eins kon­ar leið­toga­þjálf­un. All­ir um­sjón­ar­menn eru skyldug­ir til að taka það nám­skeið. Einnig þurfa um­sjón­ar­menn að fara á nám­skeið á veg­um AEsku­lýðsvett­vangs­ins sem heit­ir vernd­um þau. Það nám­skeið er mik­ilvaegt fyr­ir alla sem starfa með börn­um. Þar er far­ið yf­ir það hvernig haegt er að lesa í vís­bend­ing­ar um vanra­ekslu eða of­beldi. Hvort sem það er lík­am­legt, and­legt eða kyn­ferð­is­legt of­beldi. Við er­um hluti af AEsku­lýðsvett­vang­in­um og höf­um nýtt okk­ur nám­skeið á veg­um hans til að við­halda gaeð­um starfs­ins,“seg­ir Helena.

„Við er­um oft ekki að fá stóra vina­hópa hing­að inn. Það er meira um ein­stak­linga og við þurf­um að hlúa að þeim. Krakk­arn­ir eru oft að finna sér út­rás fyr­ir at­hafna­þrá, það er mik­ill kraft­ur í hópn­um og við er­um að kenna þeim að finna at­hafna­þránni leið á skemmti­leg­an og heil­brigð­an hátt.“

 ?? FRÉTTA­BLAЭIÐ/VALLI ?? Helena Dögg Magnús­dótt­ir seg­ir mik­ilvaegt að öll­um líði vel í ung­linga­starf­inu.
FRÉTTA­BLAЭIÐ/VALLI Helena Dögg Magnús­dótt­ir seg­ir mik­ilvaegt að öll­um líði vel í ung­linga­starf­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland