Fréttablaðið - Serblod

Pláss fyr­ir alla

-

Unglinga­deild björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Ár­sa­els býð­ur upp á laer­dóms­ríkt og skemmti­legt starf fyr­ir hressa og aevin­týra­gjarna ung­linga.

„Starf­ið hjá ung­linga­deild­inni Ár­nýju er rosa­lega fjöl­breytt og skemmti­legt. Við öðl­umst góð­an grunn fyr­ir starf björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar og einnig margt ann­að sem nýt­ist okk­ur í dag­legu lífi. Í þessu starfi felst líka gott hópefli sem er mjög upp­byggj­andi og skemmti­legt,“seg­ir Atli Þór Jóns­son, einn með­lima ung­linga­deild­ar­inn­ar Ár­nýj­ar hjá björg­un­ar­sveit­inni Ár­sa­eli sem stað­sett er í Reykja­vík og á Seltjarn­ar­nesi. Atli Þór sótti um inn­göngu þeg­ar hann var fjór­tán ára gam­all. „Núna er ég á þriðja ári í starf­inu hér og er rosa­lega ána­egð­ur hérna. Verk­efn­in eru fjöl­breytt og við laer­um margt nýtt.“

Atli hef­ur einnig tek­ið þátt í al­þjóð­legu slysa­varn­a­starfi í Evr­ópu sem full­trúi Ís­lands. „Þá fór­um við nokk­ur til Stokk­hólms í Sví­þjóð, fyrst í vinnu­smiðju og síð­ar á al­þjóð­lega ráð­stefnu um um­ferðarör­yggi sem sneri að ör­yggi ungs fólks í um­ferð­inni. Við aetl­uð­um að halda jafn­ingja­fra­eðslu og vinnu­smiðj­ur í grunn- og mennta­skól­um um allt land en kór­óna­veir­an stopp­aði þau áform. Því aetl­um við aft­ur að reyna í ár en þau sem koma að verk­efn­inu eru Slysa­varna­fé­lag­ið Lands­björg, Sam­göngu­stofa og Sam­fés.“

Hann mael­ir hik­laust með ung­linga­starf­inu. „Starf­semi ung­linga­deilda er til­val­in fyr­ir ungt fólk sem hef­ur t.d. áhuga á úti­vist og vill kynn­ast frá­ba­eru starfi björg­un­ar­sveit­anna. Svo er líka pláss fyr­ir alla í ung­linga­deild­un­um. Starf­ið er mjög gef­andi og þrosk­andi, ég hef öðl­ast meiri þekk­ingu á úti­vist og mörgu sem ég tek mér fyr­ir hend­ur í dag­legu lífi.“

 ??  ?? Atli er hér í blárri úlpu. Hann seg­ir fé­lags­skap­inn frá­ba­er­an og hann hafi eign­ast marga nýja vini.
Atli er hér í blárri úlpu. Hann seg­ir fé­lags­skap­inn frá­ba­er­an og hann hafi eign­ast marga nýja vini.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland