Fréttablaðið - Serblod

Lif­andi lukku­dýr, engisprett­ur og pökk­ur úr mykju

-

Þrátt fyr­ir að öðru hafi ver­ið hald­ið fram í sí­gildri kvik­mynd frá ár­inu 1992 er stað­reynd­in hins veg­ar sú að Ís­lend­ing­ar eru al­mennt ekki mik­il ís­hokkí­þjóð. Þessi gam­al­gróna vetr­arí­þrótt er þó þra­el­skemmti­leg og nýt­ur mik­illa vinsa­elda í Kan­ada, Banda­ríkj­un­um og Rússlandi. Hérna eru nokkr­ar áhuga­verð­ar stað­reynd­ir um hokkí.

1) Sagt er að á hey­dög­um hokkís hafi stund­um ver­ið not­að­ur fros­inn kúa­skít­ur en í dag er pökk­ur­inn fryst­ur fyr­ir leiki til að koma í veg fyr­ir að hann skoppi á svell­inu.

2) Hok­kílið­ið Pitts­burgh Pengu­ins var eitt sinn með lif­andi mörgaes sem lukku­dýr og hlaut dýr­ið nafn­ið Slaps­hot Pete.

3) Ár­ið 1924 vann lið Montreal St­anley-bik­ar­inn og þeg­ar lið­ið var á leið í veislu til að fagna sigr­in­um með bik­ar­inn í skott­inu gerð­ist það óhapp að það sprakk dekk. Bik­ar­inn var tek­inn úr skott­inu þeg­ar vara­dekk­ið var sótt og fór það ekki bet­ur en svo að bik­ar­inn gleymd­ist í snjó­skafli. Síð­ar um kvöld­ið átt­uðu þeir sig á mis­tök­un­um og sneru við að sa­ekja bik­ar­inn, sem til allr­ar lukku var enn á sín­um stað.

4) Fyrsti ís­hok­kí­leik­ur­inn í NHL deild­inni sem hald­inn var ut­an­dyra var í Las Vegas ár­ið

1991. Í þriðja hluta leiks­ins gerð­ist dá­lít­ið óvaent þeg­ar hundruð engisprett­na flykkt­ust á svaeð­ið – og svell­ið þar sem þa­er skopp­uðu um á ísn­um. Leik­menn greindu einnig frá því að svart­ar flug­ur hefðu safn­ast á svell­ið á síð­ustu fimm mín­út­um leiks­ins. Þetta at­vik hef­ur ver­ið nefnt: „Inn­rás engisprett­anna“.

5) Ef báð­ir tveggja markvarða ís­hok­kíliðs slasast í leik kveða regl­urn­ar á um að hver sem er megi ganga í þeirra stað, jafn­vel ein­hver úr áhorf­enda­hópn­um.

6) Eng­inn er full­kom­inn og á það einnig við um þá sem sjá um að grafa í St­anley-bik­ar­inn en þar hafa ýms­ar vill­ur rat­að í gegn­um ár­in. Má þar nefna Bost­on sem „Bqstqn“og Toronto Maple Leafs sem „Leaes“.

7) Draum­ur ís­hokkí­manns­ins er vita­skuld St­anley-bik­ar­inn en venj­an er sú að all­ir liðs­menn sig­urliðs­ins fá að hafa bik­ar­inn til sinna um­ráða í einn dag. Skap­ast hef­ur ákveð­in hefð þar sem leik­menn nýta taekifa­er­ið og fylla bik­ar­inn af alls kyns góðga­eti sem svo er borð­að með stael. Með­al mat­ar sem hef­ur rat­að í bik­ar­inn má nefna morgun­korn, kjúk­linga­vaengi, ís, kjöt­boll­ur og auð­vit­að hið sí­gilda „pout­ine“, en ekki hvað.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY ?? Vla­dimir Mys­hk­in reyn­ir að verja net­ið í leik Sov­ét­ríkj­anna og Banda­ríkj­anna 1980 þar sem síð­ar­nefnd­ir sigr­uðu 4-3. Leik­ur­inn var kall­að­ur Krafta­verk á ís.
FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY Vla­dimir Mys­hk­in reyn­ir að verja net­ið í leik Sov­ét­ríkj­anna og Banda­ríkj­anna 1980 þar sem síð­ar­nefnd­ir sigr­uðu 4-3. Leik­ur­inn var kall­að­ur Krafta­verk á ís.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland