Fréttablaðið - Serblod

Heims­ins elsti gjald­mið­ill

Breska pund­ið er elsti gjald­mið­ill heims sem enn er í notk­un, en það er 1.200 ára gam­alt. Pund­ið hef­ur geng­ið í gegn­um ýms­ar breyt­ing­ar á þessu rúma ár­þús­undi sem það hef­ur ver­ið í notk­un.

- Sandra Guð­rún Guð­munds­dótt­ir sandragu­drun@fretta­bla­did.is

Penní úr sterl­ingssilfri hafa ver­ið til síð­an ár­ið 775 en Offa kon­ung­ur Mercíu er yf­ir­leitt tal­inn vera ábyrg­ur fyr­ir út­breiðslu mynt­ar­inn­ar. Fullprent­að­ir seðl­ar komu fyrst fram á sjón­ar­svið­ið ár­ið 1853, fyr­ir þann tíma, eða frá ár­inu 1694, voru til seðl­ar sem voru að­eins prent­að­ir að hluta til. Á þá var prent­að £ merk­ið sem tákn­ar sterl­ings­pund, tölustaf­irn­ir voru síð­an handskrif­að­ir á seð­il­inn og þeir urðu að vera und­ir­rit­að­ir af gjald­kera hjá Seðla­banka Eng­lands.

Upp­haf­lega jafn­gilti verð­ma­eti breska punds­ins einu pundi af

92,5% hreinu silfri með 7,5% eir, sem kall­ast sterl­ingssilf­ur. Af því er dreg­ið nafn­ið sterl­ings­pund.

Pund­ið er einn mest not­aði gjald­mið­ill heims í við­skipt­um. Ár­ið 2020 var það í fjórða sa­eti á eft­ir Banda­ríkja­dal, evru og japönsku jeni. Breska pund­ið er gef­ið út í 5, 10, 20 og 50 punda seðl­um. Seðl­arn­ir eru hver með sinn lit og staekka eft­ir því sem verð­gild­ið er haerra. Mynt­irn­ar eru síð­an, 1, 2, 5,

10, 20 og 50 penní og 1 og 2 pund. And­lit Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar er á öll­um mynt­un­um og líka á seðl­un­um. Fyrsti seð­ill­inn með and­liti Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar var eins punds seð­ill sem gef­inn var út ár­ið 1960. Ein sjald­ga­ef­asta breska mynt­in er penní frá ár­inu 1933. Það ár voru fá­ar mynt­ir slegn­ar því nóg var til af þeim. Í raun er tal­ið að eins pennís mynt­ir frá ár­inu 1933 séu ekki nema sjö. Vegna gam­all­ar hefð­ar voru þrjár þeirra grafn­ar í grunn bygg­inga sem reist­ar voru það ár. Ár­ið 1971 voru gerð­ar mikl­ar breyt­ing­ar á breska gjald­miðl­in­um. Þá var pund­inu skipt upp í 100 penní. Fram að því höfðu ver­ið 12 penní í hverj­um skild­ingi og 20 skild­ing­ar í hverju pundi.

Stað­reynd­ir um sterl­ings­pund­ið

Breska pund­ið, ver­andi elsti gjald­mið­ill heims, á sér ýms­ar hefð­ir sem ekki all­ir vita um. Hér koma nokkr­ar áhuga­verð­ar stað­reynd­ir um pund­ið:

And­lit þjóð­höfð­ingja Bret­lands á bresku mynt­inni snýr í mis­mun­andi átt­ir eft­ir því hver er við völd. Elísa­bet II. Eng­lands­drottn­ing sem nú er við völd snýr haegri hlið­inni fram, en þeg­ar Char­les son­ur henn­ar tek­ur við mun vinstri hlið hans sjást á pen­ingn­um. Þeg­ar röð­in er svo kom­in að William syni hans þá mun haegri hlið hans snúa fram og svo koll af kolli. Tvaer eins pennís mynt­ir eru jafn þung­ar og ein tveggja penn­ía mynt. Tvaer fimm penn­ía mynt­ir eru jafn þung­ar og ein tíu penn­ía mynt. Þeg­ar nýj­ar mynt­ir eru slegn­ar eru þa­er alltaf merkt­ar með út­gáfu­ár­inu. Ár­ið 2009 fóru þó fyr­ir mis­tök, um 200.000 20 penn­ía mynt­ir í um­ferð sem vant­aði á út­gáfu­ár­ið. Nokkr­ar þeirra voru seld­ar á upp­boði fyr­ir marg­falt verð­gildi sitt. Þó að 50 punda seð­ill­inn sé sá seð­ill í al­mennri um­ferð sem hef­ur haest verð­gildi, þá eru til raun­veru­leg­ir, lög­leg­ir einn­ar millj­ón­ar og 100 millj­óna punda seðl­ar. Þeim er ekki aetl­að að koma fyr­ir sjón­ir al­menn­ings. Þess­ir seðl­ar eru til í seðla­bönk­um Skot­lands og Norð­ur-Ír­lands. En fyr­ir hvert pund sem skoski og norð­ur-írski bank­inn gefa út, verð­ur að vera til trygg­ing fyr­ir upp­haeð­inni í bresk­um pund­um frá Seðla­banka Eng­lands.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY ?? Seðla­banki Eng­lands, Bank of Eng­land í London.
FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY Seðla­banki Eng­lands, Bank of Eng­land í London.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY ?? Breska pund­ið á sér langa sögu og hefð­ir.
FRÉTTABLAЭIÐ/GETTY Breska pund­ið á sér langa sögu og hefð­ir.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland