Alipay og Wechatpay á Íslandi
Splitti var stofnað í upphafi ársins 2019 en fyrirtaekið býður upp á greiðslulausnir fyrir verslanir og netverslanir með áherslu á að ná til kínverskra viðskiptavina og fá þá til að versla hérlendis.
Sturla Þórhallsson, forstjóri Splittis, segir fyrirtaekið hafa verið stofnað vegna þess að ákveðnar lausnir hafi vantað á Íslandi þegar kemur að greiðsluleiðum.
„Upprunalega var hugsunin bak við Splitti að einbeita okkur að ferðaþjónustunni en þegar COVID kom breyttum við um stefnu. Við fórum þá að einblína á verslanir og netverslanir og hugsa um hvernig við fáum kínverska viðskiptavini til að versla af íslenskum fyrirtaekjum. Það hefur tekist með mikilli lukku,“segir Sturla.
„Við höfum verið að tengja Alipay og Wechatpay við bókunarvélar og netverslanir ásamt kassakerfum. Við erum einnig með flottar lausnir þegar kemur að posum til að taka á móti greiðslum. Við erum með smartposa og posataeki, en faerslugjöld eru mjög hagstaeð hjá okkur. Við reynum að hafa þau í takti við kortafyrirtaekin hér á Íslandi. Okkar viðskiptavinir hafa verið ánaegðir með það.“
Af hverju að bjóða upp á Alipay & Wechatpay?
„Kínverjar, hvort sem þeir eru í ferðalagi eða búsettir í Evrópu, eru mun líklegri til að eiga viðskipti við fyrirtaeki sem taka á móti þeirra greiðsluleiðum, einfaldlega vegna þess að þeir treysta þessum greiðsluleiðum. Þetta vegur enn meira en VISA og Mastercard í þeirra augum. Það hefur sýnt sig og sannað hér á landi, að ferðamenn frá Kína versla meira og eru líklegri til að staldra lengur við á þeim stöðum þar sem þeir finna sig velkomna. Þar koma þeirra greiðsluleiðir sterkar inn,“útskýrir Sturla.
„Við erum eina fyrirtaekið í Evrópu, ásamt okkar samstarfsaðilum, sem býður upp á daglegt uppgjör í Alipay og Wechatpay. Við bjóðum einnig upp á vikulegt og mánaðarlegt uppgjör en uppgjörstími fyrir verslanir og veitingahús er mjög mikilvaegur.“
Sturla nefnir að Splitti vinni baeði með innlendum og erlendum faersluhirðum og bjóði þess vegna upp á greiðslur með Visa og Mastercard auk kínversku greiðsluleiðanna.
„Við erum í samstarfi við innlendan og erlendan faersluhirði og þjónustum baeði fyrirtaeki á Íslandi og í Evrópu hvað það varðar,“segir Sturla og baetir við að þrátt fyrir COVID sé fyrirtaekið í örum vexti.
„Eins og allir vita er ferðaþjónustan í lamasessi og margar túristabúðir eru á hraðri niðurleið eða þeim hefur verið lokað. Samt hefur okkur tekist að aðstoða aðila úti í þjóðfélagi að nálgast kínverska viðskiptavini. Þrátt fyrir að COVID sé að herja á okkur hefur fyrirtaekið vaxið ört á COVID tímanum og hlakkar okkur til þegar ferðaþjónustan fer í gang aftur!
Ferðamenn frá Kína versla meira og eru líklegri til að staldra lengur við á þeim stöðum þar sem þeir finna sig velkomna.