Fréttablaðið - Serblod

Með yf­ir 500 íbúð­ir í bygg­ingu

- Ha­egt er að skoða ný­bygg­ing­ar á heima­síð­unni tg­verk.is

ÞG Verk er eitt staersta verk­taka­fyr­ir­ta­eki lands­ins. Fyr­ir­ta­ek­ið er með mik­inn fjölda íbúða í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svaeð­inu og í und­ir­bún­ingi á Akra­nesi. ÞG Verk hef­ur tek­ið þátt í upp­bygg­ingu Voga­byggð­ar frá upp­hafi. Nú er ver­ið að byggja upp Ark­arvog en þar verða 165 íbúð­ir í boði.

Örn Tryggvi Johnsen, rekstr­ar­stjóri hjá ÞG Verki, seg­ir að fyr­ir­ta­ek­ið byggi á göml­um grunni með yf­ir tutt­ugu ára reynslu á bygg­ing­ar­mark­aði. „ÞG Verk er baeði í eig­in verk­um og út­boðs­verk­um svo þetta er viða­mik­il starf­semi. Eig­in verk­efni eru að mestu íbúð­ar­húsna­eði um þess­ar mund­ir. Við höf­um ver­ið með mjög stórt verk­efni í Voga­byggð­inni og höf­um byggt upp það svaeði frá ár­inu 2018. Skektu­vog­ur er full­byggð­ur en þar byggð­um við 73 íbúð­ir sem eru að mestu leyti seld­ar. Upp­bygg­ing er haf­in í Ark­arvogi þar sem verða

165 íbúð­ir af fjöl­breytt­um gerð­um og staerð­um. Þar er upp­steypa í full­um gangi hjá okk­ur og fljót­lega verð­ur haf­ist handa við síð­asta áfang­ann sem eru taep­lega 100 íbúð­ir við Kugga­vog. Í Kugga­vogi er hönn­un að ljúka og beð­ið eft­ir af­greiðslu bygg­ing­ar­yf­ir­valda á bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn, við mun­um von­andi byrja þar inn­an tíð­ar,“seg­ir Örn Tryggvi. „Voga­byggð bygg­ir á göml­um grunni við ósa Ell­iða­ár, en þar var áð­ur at­vinnu­starf­semi sem nú hef­ur vik­ið fyr­ir íbúða­byggð. Hjóla- og göngu­stíg­ar liggja með­fram sjáv­ar­síð­unni og upp í Ell­iða­ár­dal og nið­ur í Foss­vogs­dal. Laug­ar­dal­ur­inn er steinsnar frá og um­hverf­ið býð­ur upp á frá­ba­era mögu­leika til úti­vist­ar. Voga­byggð­in er frá­ba­er stað­setn­ing og þar verð­ur glaesi­legt íbúða­hverfi,“seg­ir hann.

„Íbúð­ir í Voga­byggð eru frá taep­lega 60 fer­metr­um upp í 120130. Mjög stíf­ir skil­mál­ar voru varð­andi staerð og gerð íbúða, auk ým­issa annarra skil­mála. „Við er­um bund­in af þeim skil­mál­um sem komu frá borg­ar­yf­ir­völd­um. Við hefð­um vilj­að hafa fleiri litl­ar íbúð­ir á kostn­að þeirra staerri en okk­ur var neit­að um það þótt stöð­ugt sé ver­ið að tala um vönt­un á litl­um íbúð­um og að það þurfi að fjölga þeim. Það er oft lít­ill sveigj­an­leiki hjá skipu­lags­yf­ir­völd­um og af­ar erfitt að breyta eða að­laga,“seg­ir hann.

Mörg stór verk­efni

„Við er­um með taep­lega 200 fasta starfs­menn. Síð­an er­um við með fjöl­marga und­ir­verk­taka sem við höf­um átt í góðu sam­starfi við lengi. ÞG Verk er þekkt fyr­ir góð gaeði og við leggj­um mikla áherslu á að vanda til verka,“seg­ir Örn Tryggvi.

Ann­að stórt verk­efni hjá ÞG Verki er í Urriða­holti í Garða­bae. „Þar er­um við með um 100 íbúð­ir í bygg­ingu. Fyrstu íbúð­irn­ar í þeim áfanga fara á sölu í kring­um páska. Það er mik­ill spenn­ing­ur fyr­ir íbúð­um á þessu svaeði enda fal­legt hverfi og vel heppn­að og stutt í ósnerta nátt­úru.

Ný­lega keypt­um við lóð í Sunnu­smára, rétt við Smáralind, og þar mun­um við byggja 165 íbúð­ir. Við áform­um að hefja fram­kvaemd­ir í naesta mán­uði. Mik­ill fjöl­breyti­leiki verð­ur þar í íbúð­ar­staerð­um, marg­ar íbúð­ir munu hafa ein­stakt út­sýni og stað­setn­ing­in er auð­vit­að mjög góð með til­liti til þjón­ustu og sam­gangna.

Enn eitt verk­efni okk­ar er á Akra­nesi þar sem við mun­um byggja 28 íbúð­ir. Við er­um mjög spennt fyr­ir sveit­ar­fé­lög­um í kring­um Reykja­vík. Það er stutt að fara og marg­ir til­bún­ir til að breyta til og faera sig frá ys og þys borg­ar­inn­ar. Við horf­um til Akra­ness sem spenn­andi vaxt­ar­svaeðis enda Akra­nes með skemmti­leg­an baejar­brag og fjöl­breytta versl­un og þjón­ustu. Áð­ur höf­um við byggt 58 íbúð­ir á Sel­fossi sem all­ar eru seld­ar,“seg­ir Örn Tryggvi en verk­efn­in eru fleiri.

Risa­verk­efni í mið­ba­en­um

ÞG Verk er með mjög stór verk­efni í vinnslu í gegn­um út­boð. „Ég get nefnt upp­steypu á nýj­um höf­uð­stöðv­um Lands­bank­ans sem er í full­um gangi og á að ljúka nú í sum­ar. Sömu­leið­is er­um við að ljúka við upp­bygg­ingu hót­els­ins á Lands­s­ímareitn­um sem verð­ur eitt glaesi­leg­asta hót­el borg­ar­inn­ar. Nýj­asta verk­efn­ið okk­ar er ný skrif­stofu­bygg­ing Al­þing­is sem mun standa ská­hallt á móti Ráð­hús­inu. Því verk­efni á að ljúka ár­ið 2023. Loks er­um við með brú­ar­bygg­ingu á Sól­heimas­andi. Þar er ver­ið að gera nýja tvö­falda brú yf­ir Jök­ulsá á Sól­heimas­andi.“

Próf­an­ir á fram­leiðslu­ferli

„Við leggj­um gríð­ar­lega mik­ið upp úr því að skila frá okk­ur vand­aðri vöru. Við höf­um gott orð­spor sem okk­ur er um­hug­að um. Til þess að tryggja gaeði okk­ar íbúða þá fram­kvaem­um við með mark­viss­um haetti ým­iss kon­ar gaeð­apróf á fram­leiðslu­ferli okk­ar. Sem daemi þá fram­kvaemd­um við ný­lega slagregns­próf­an­ir á mis­mun­andi að­ferð­um við glugg­aí­setn­ingu og leka­próf­an­ir í vot­rým­um. Við höf­um ver­ið að rann­saka hvernig steypt­ar plöt­ur þorna, jafn­vel með inn­steypt­um maeli­bún­aði. Með því finn­um við til daem­is út hvort raka­stig sé inn­an marka áð­ur en gól­f­efni eru lögð. Þessi próf eru lið­ur í því að skila frá okk­ur vönd­uðu íbúð­ar­húsna­eði með góðri inni­vist.

Sem fyr­ir­ta­eki er okk­ur mjög um­hug­að um um­hverf­is­mál. Ég tel að við sé­um eina bygg­ing­ar­fyr­ir­ta­ek­ið sem mael­ir alla sorp­los­un og orku­notk­un frá hverj­um verkstað og gef­ur út kol­efn­is­skýrslu um starf­sem­ina á hverju ári. Við er­um hálfn­uð í þeirri veg­ferð að raf­magnsvaeða bíla­flota okk­ar og telj­um okk­ur vera í far­ar­broddi í bygg­ing­ar­geir­an­um á því sviði,“út­skýr­ir Örn Tryggvi.

Ósveigj­an­legt kerfi

„Til að allt geti geng­ið eðli­lega fyr­ir sig við fram­leiðslu íbúð­ar­húsna­eðis er mjög mik­ilvaegt að skipu­lag­sog bygg­ing­ar­mál séu skil­virk­ari. Við telj­um að það hafi sjald­an eða aldrei geng­ið jafn ha­egt og illa að fá ým­is leyfi eða svör. Það virð­ist auk þess vera of mik­ill ósveigj­an­leiki í kerf­inu. Skipu­lag sem byggt er eft­ir í dag var hann­að fyr­ir fjór­um eða jafn­vel sjö ár­um mið­að við for­send­ur sem voru á þeim tíma. Nú eru aðr­ar for­send­ur og þá er nán­ast ómögu­legt að fá skipu­lag­inu breytt nema að far­ið sé í gríð­ar­lega flók­ið og tíma­frekt ferli. Til daem­is að breyta sam­setn­ingu íbúð­ar­staerða eða öðr­um val­kost­um sem mark­að­ur­inn kall­ar eft­ir í nú­tíma sam­fé­lagi eða mun kalla á eft­ir tvö ár þeg­ar við setj­um íbúð­ir í sölu. Okk­ur finnst oft vanta sam­starf og sam­tal milli okk­ar og skipu­lags­yf­ir­valda. Kerf­ið hjálp­ar ekki til við að fylla upp í þá eft­ir­spurn sem hef­ur vax­ið mik­ið á fast­eigna­mark­aði,“seg­ir Örn Tryggvi.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/SIGRTRYGGU­R ARI ?? Örn Tryggvi Johnsen, rekstr­ar­stjóri hjá ÞG Verki, stend­ur hér við bygg­inga­svaeði í Voga­byggð en þar er að rísa mik­ill fjöldi nýrra íbúða.
FRÉTTABLAЭIÐ/SIGRTRYGGU­R ARI Örn Tryggvi Johnsen, rekstr­ar­stjóri hjá ÞG Verki, stend­ur hér við bygg­inga­svaeði í Voga­byggð en þar er að rísa mik­ill fjöldi nýrra íbúða.
 ?? MYND/ÞG VERK. ?? Þannig mun Ark­arvog­ur líta út í end­an­legri mynd. Fal­legt og fjöl­skyldu­vaent svaeði þar sem stutt verð­ur í alla þjón­ustu.
MYND/ÞG VERK. Þannig mun Ark­arvog­ur líta út í end­an­legri mynd. Fal­legt og fjöl­skyldu­vaent svaeði þar sem stutt verð­ur í alla þjón­ustu.
 ??  ?? Naestu íbúð­ir sem fara á sölu eru við Ark­arvog þar sem verða 165 íbúð­ir af fjöl­breytt­um staerð­um. Hér eru starfs­menn ÞG Verks við steypu­vinnu.
Naestu íbúð­ir sem fara á sölu eru við Ark­arvog þar sem verða 165 íbúð­ir af fjöl­breytt­um staerð­um. Hér eru starfs­menn ÞG Verks við steypu­vinnu.
 ??  ?? ÞG Verk er að byggja upp mik­inn fjölda íbúða við Ark­arvog. Þarna var áð­ur blóm­leg at­vinnu­starf­semi sem nú breyt­ist í fjöl­breytta íbúða­byggð.
ÞG Verk er að byggja upp mik­inn fjölda íbúða við Ark­arvog. Þarna var áð­ur blóm­leg at­vinnu­starf­semi sem nú breyt­ist í fjöl­breytta íbúða­byggð.
 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ?? Hér stend­ur Örn Tryggvi á svöl­um nýrr­ar íbúð­ar sem verð­ur með glaesi­legu út­sýni. Örn seg­ir að Voga­byggð sé á frá­ba­er­um stað.
FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR Hér stend­ur Örn Tryggvi á svöl­um nýrr­ar íbúð­ar sem verð­ur með glaesi­legu út­sýni. Örn seg­ir að Voga­byggð sé á frá­ba­er­um stað.
 ??  ?? Voga­byggð­in er við strönd­ina, rétt við ósa Ell­iða­ár, og verð­ur fjöl­breytt.
Voga­byggð­in er við strönd­ina, rétt við ósa Ell­iða­ár, og verð­ur fjöl­breytt.
 ??  ?? Það er magn­að að fylgj­ast með upp­bygg­ing­unni á þess­um slóð­um.
Það er magn­að að fylgj­ast með upp­bygg­ing­unni á þess­um slóð­um.
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland