Fréttablaðið - Serblod

Stang­ar­stökk nýt­ist við allt sem ég geri í líf­inu

Þórey Edda Elís­dótt­ir, verk­fra­eð­ing­ur og stang­ar­stökkvari, raeðst ekki á garð­inn sem hann er laegst­ur og hann­ar nú og út­fa­er­ir Svans­vott­að ein­býl­is­hús fyr­ir fjöl­skyldu sína.

- Þór­dís Lilja Gunn­ars­dótt­ir thord­isg@fretta­bla­did.is

Ég fann minn draumastað í Völu­skarð­inu. Hús­ið mun rísa stutt frá aesku­stöðv­un­um og for­eldr­ar mín­ir, bra­eð­ur og fjöl­skyld­ur þeirra búa enn öll í Hafnar­firði. Svo er þetta al­veg í jaðri við nátt­úr­una og þar líð­ur mér best,“seg­ir stang­ar­stökkvar­inn fra­ekni og lands­fra­egi Þórey Edda Elís­dótt­ir.

Þórey er mennt­að­ur um­hverf­is­verk­fra­eð­ing­ur, bú­sett á Hvammstang­a en hef­ur nú ákveð­ið að reisa fjöl­skyld­unni Svans­vott­að hús í gamla heima­ba­en­um.

„Flutn­ing­arn­ir til Hvammstang­a voru alltaf hugs­að­ir tíma­bundn­ir, á með­an börn­in vaeru lít­il. Við höf­um ekki tek­ið end­an­lega ákvörð­un með flutn­ing­ana suð­ur en þó er lík­legt að af þeim verði inn­an nokk­urra ára og Guð­mund­ur, mað­ur­inn minn, hef­ur sam­þykkt ósk mína um að stað­setja fram­tíð­ar­hús fjöl­skyld­unn­ar í Hafnar­firði. Við höf­um þó tengst Hvammstang­a tryggð­ar­bönd­um og þar mun okk­ar ann­að heim­ili alltaf verða.“

Afslátt­ur af lóð­ar­verði

Það sem heill­aði Þóreyju ekki síst við byggja sér hús á heima­slóð var að Hafn­ar­fjarð­ar­baer gef­ur af­slátt af lóð­ar­verði fyr­ir vott­uð hús.

„Það finnst mér til fyr­ir­mynd­ar og eft­ir­breytni fyr­ir önn­ur sveit­ar­fé­lög. Þá eru göt­urn­ar svo­kall­að­ar vist­göt­ur og um­hverf­ið allt heill­andi,“seg­ir Þórey sem er mik­ill nátt­úru­unn­andi.

„Strax á barns­aldri fannst mér gam­an að laera um líf­fra­eði, nátt­úru­fra­eði og staerð­fra­eði. Því lá eig­in­lega bein­ast við að laera um­hverf­is­verk­fra­eði. Í henni er unn­ið með lausn­ir í um­hverf­is­mál­um og er því jákvaeð­ur vink­ill inn í um­hverf­is­mál­in sem geta oft ver­ið íþyngj­andi,“seg­ir Þórey og held­ur áfram:

„Við eig­um bara eina jörð, en Vest­ur­landa­bú­ar lifa eins og þa­er séu allt að fimm. Það end­ar ekki vel nema við breyt­um lifn­að­ar­hátt­um okk­ar og venj­um, og kom­um með lausn­ir sem stuðla að auk­inni sjálf­ba­erni.“

Flók­ið verk­efni í fyrsta sinn

Þórey stefn­ir að opn­un verk­fra­eði­stof­unn­ar Vist­hönn­un­ar á naestu dög­um. Hún hann­ar Svans­hús fjöl­skyld­unn­ar frá grunni, fyr­ir ut­an raflagn­ir og loftraest­ingu sem hún hef­ur ekki kunn­áttu né leyfi fyr­ir.

„Sam­kvaemt deili­skipu­lagi á hús­ið að vera á tveim­ur haeð­um með hallandi þaki aft­ur og það verð­ur með sval­ir yf­ir bíl­skúr. Meg­inkla­eðn­ing verð­ur hita­með­höndl­að timb­ur sem er end­ing­argott og við­halds­lít­ið,“upp­lýs­ir Þórey.

Hún seg­ir snú­ið að vinna að svo flóknu verk­efni í fyrsta sinn og sitt­hvað vefjast fyr­ir í hönn­un­ar­ferli og fram­kvaemd húss­ins.

„Skyldu­kröf­ur Svans­ins eru 41 tals­ins og stiga­kröf­ur fjór­tán, svo það er að mörgu að huga. Þetta verð­ur auð­veld­ara þeg­ar ég fer í gegn­um ferl­ið í ann­að og þriðja sinn. Það var þó ná­kvaemlega út af þessu sem ég vildi fara út í þessa fram­kvaemd. Mér fannst ég ekki getað boð­ið öðr­um upp á þjón­ustu á ein­hverju sem ég hefði aldrei gert áð­ur, þótt ég hafi í raun öll rétt­indi til þess. Svo vildi ég líka fara að huga að því að eign­ast húsna­eði í Hafnar­firði.“

Ha­egt er að fylgj­ast með fram­kvaemd­un­um frá upp­hafi til enda und­ir nafn­inu Vist­hönn­un á Face­book og Insta­gram, og vef­síð­an vist­honn­un.is er í vinnslu.

„Með því að hafa ferl­ið op­ið vil ég sýna fólki að það er vel mögu­legt að byggja sér um­hverf­is­vaenna hús. Hjón­in Finn­ur Sveins­son og Þór­dís Jóna Hrafn­kels­dótt­ir ruddu veg­inn og byggðu fyrsta Svans­vott­aða hús­ið á Íslandi. Þau hafa gef­ið út mik­ið af efni sem hjálp­ar mér og öðr­um að fara sömu leið og ég vona svo sann­ar­lega að ég geti líka hvatt aðra til að fara þessa leið,“seg­ir Þórey.

Verð­ma­eti húss­ins er meira

Á Íslandi hafa hing­að til ver­ið byggð hús með tvenns kon­ar vott­an­ir, Svans­vott­un og BREEAMvott­un. „Ég þekki Svans­vott­un­ina bet­ur og vildi sem hönn­uð­ur byrja á að laera meira um hana. Seinna vil ég kynna mér BREEAMvott­un­ina bet­ur og von­andi koma að hönn­un slíkra bygg­inga. Svans­vott­un ger­ir ekki bara kröf­ur um um­hverf­is­vernd held­ur eru heilsu­spill­andi efni ekki held­ur leyfð í bygg­ing­una. Það fannst mér líka vega þungt í þess­ari ákvörð­un.“

Að byggja Svans­vott­að hús krefst mun meiri eft­ir­fylgni á öll­um stig­um fram­kvaemda.

„Í því felst að bygg­ing­in faer líka auk­in gaeði. Til daem­is þarf að halda ut­an um öll efni sem not­uð eru í hús­ið, al­veg nið­ur í teg­und­ir kítt­is, og þarf að skila inn efna­lista yf­ir öll efni til Svans­ins. Jafn­framt þarf að vera með raka­varn­ar­full­trúa sem geng­ur úr skugga um að raki sé ekki inni­lok­að­ur í bygg­ing­ar­ferl­inu, en það er gert til að lág­marka myglu,“út­skýr­ir Þórey.

Sömu­leið­is þarf að fram­kvaema loft­þétt­leika­próf til að orku­notk­un húss­ins verði sem minnst.

„Orku­notk­un þarf að vera 70 pró­sent minni en í venju­leg­um hús­um og til að ná því mark­miði þarf að nota loftraesti­kerfi með varma­end­ur­vinnslu í hús­ið. Það spar­ar ekki bara orku­notk­un held­ur eyk­ur líka gaeði inni­vist­ar. Allt hjálp­ar þetta við að gaeði húss­ins verði meiri,“seg­ir Þórey.

Í gegn­um Vist­hönn­un vill hún geta boð­ið upp á um­sjón með þessu öllu. „Ég vil geta séð um hönn­un (að­al­upp­dra­etti, burð­ar­virki og lagn­ir), alla um­sýslu vegna Svans­vott­un­ar, eft­ir­lit og próf­an­ir.“

Þórey seg­ir bygg­ingu Svans­vott­aðs húss ekki eins kostn­að­ar­sama og marg­ur held­ur.

„Hönn­un­ar­kostn­að­ur og ut­an­um­hald er eitt­hvað dýr­ara vegna fleiri þátta sem verk­fra­eð­ing­ur eða arki­tekt sinn­ir, og einnig þarf að baeta við loftraesti­hönn­un og loftraesti­kerfi. Efn­is­kostn­að­ur er lít­ið meiri og fullt af efn­um í venju­leg hús ganga líka í Svans­vott­uð hús. Við baet­ist krafa Svans­ins um flokk­un á bygg­ing­ar­stað og því fylg­ir ein­hver auk­inn kostn­að­ur. Á móti kem­ur að verð­ma­eti húss­ins er meira.“

Svans­vott­un­in heill­ar mest

Þórey vinn­ur nú að fyrstu fjór­tán skyldu­kröf­un­um í Svans­vott­un­inni og er al­veg við að skila inn að­al­upp­drátt­um af hús­inu.

„Síð­an taka við burð­ar­þols­reikn­ing­ar. Ég hef einnig haf­ið sam­vinnu við BYKO og verða flest efni í hús­ið keypt þar. Þar er mik­ill metn­að­ur að bjóða fjöl­breytt efni sem eru leyfi­leg í vott­uð hús og mik­il þekk­ing að byggj­ast upp hjá starfs­mönn­um þeg­ar kem­ur að efn­is­vali. Það hjálp­ar mik­ið að fá slíka þjón­ustu í mínu fyrsta verk­efni,“seg­ir Þórey, full til­hlökk­un­ar fyr­ir fram­hald­inu.

„Það er sjálf Svans­vott­un­in sem heill­ar mig mest við nýja hús­ið. Ég er líka spennt að sjá hvernig verð­ur að vera með loftraesti­kerfi. Svo er hús­ið úr kross­límd­um timb­urein­ing­um og ég er mjög spennt að upp­lifa hvernig er að búa í húsi úr því bygg­ing­ar­efni,“seg­ir Þórey hvergi bang­in fyr­ir krefj­andi verk­efni, enda býr hún að hug­rekki stang­ar­stökkvar­ans sem nýt­ist ef­laust líka við smíð­arn­ar.

„Stang­ar­stökk­ið nýt­ist mér við allt sem ég tek mér fyr­ir hend­ur í líf­inu,“seg­ir hún og bros­ir.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI ?? Þórey Edda með Guð­mundi eig­in­manni sín­um á lóð­inni þar sem Svans­vott­aða hús­ið við Völu­skarð í Hafnar­firði mun rísa.
FRÉTTABLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þórey Edda með Guð­mundi eig­in­manni sín­um á lóð­inni þar sem Svans­vott­aða hús­ið við Völu­skarð í Hafnar­firði mun rísa.
 ??  ?? Svans­vott­að ein­býl­is­hús Þóreyj­ar.
Svans­vott­að ein­býl­is­hús Þóreyj­ar.
 ??  ??
 ??  ??
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland