Fréttablaðið - Serblod

Leik­ur sem snýst um að gera upp hús

- MYND/STEAM

Hou­se Flipp­er er til fyr­ir PC, Mac, Xbox One, PlayStati­on 4, Nin­t­endo Switch og snjallsíma.

Leik­menn geta baeði ein­blínt á hönn­un og út­lit húss­ins eða við­gerð­ir.

Þeir sem hafa brenn­andi áhuga á fram­kvaemd­um og hönn­un og bygg­ingu heim­ila gaetu vafa­laust eytt ófá­um klukku­stund­um í tölvu­leikn­um Hou­se Flipp­er, sem snýst um að gera upp illa far­in heim­ili svo þau verði glaesi­leg á ný.

Leik­menn kaupa illa far­in hús, gera þau upp með því að þrífa þau, gera við þau og skipta um inn­rétt­ing­ar og selja hús­in svo með gróða. Leik­menn hafa að­gang að alls kyns verk­fa­er­um og geta dund­að sér við inn­an­húss­hönn­un og próf­að sig áfram með ólík­an stíl. Að lok­um þarf svo að koma upp inn­búi svo að heim­il­ið sé til­bú­ið til notk­un­ar. Leik­menn geta baeði ein­blínt á hönn­un og út­lit húss­ins eða við­gerð­ir eða bland­að þessu sam­an.

Hou­se Flipp­er kom fyrst út ár­ið

2018 en síð­an hafa kom­ið út við­ba­et­ur við hann og sú nýj­asta kom í maí í fyrra. Leik­ur­inn hef­ur feng­ið góða dóma hjá gagn­rýn­end­um og not­ið mik­illa vinsa­elda. Hann faer líka af­ar góða dóma á leikja­vefn­um Steam, þar sem 91% af

34 þús­und not­end­um seg­ir hann góð­an. Leik­ur­inn er til fyr­ir PC, Mac, Xbox One, PlayStati­on 4, Nin­t­endo Switch og snjallsíma.

 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland