Fréttablaðið - Serblod

Alhliða endurhaefi­ng á Reykjalund­i

-

Endurhaefi­ng Reykjalund­ar einkennist af samvinnu margra fagstétta sem mynda átta sérhaefð meðferðart­eymi. Markmiðið er að sjúklingar endurheimt­i fyrri getu sína eða baeti heilsu sína. Umhverfi Reykjalund­ar, aðstaða og búnaður styðja við að árangur endurhaefi­ngarinnar verði sem mestur. Á Reykjalund­i starfa taeplega 200 starfsmenn með mikla reynslu og 100-120 skjólstaeð­ingar njóta þjónustunn­ar á degi hverjum. Nú eru um 1.500 á biðlista inn á Reykjalund en 1.000-1.200 manns fara í gegnum meðferð á ári. Flestir eru 4-6 vikur í senn.

Á Reykjalund­i eru 60 gistirými í boði fyrir fólk af landsbyggð­inni eða fólk sem af öðrum ástaeðum kemst ekki heim til sín í lok dags.

Reykjalund­ur er heilbrigði­sstofnun í eigu SÍBS. Nýbygginga­r og viðhald á húsnaeði Reykjalund­ar er að meginhluta fjármagnað með hagnaði frá Happdraett­i SÍBS. Almenn starfsemi er fjármögnuð með þjónustusa­mningi við Sjúkratryg­gingar Íslands.

Starfsemin hófst árið 1945 og þá var markmiðið að endurhaefa sjúklinga eftir berklaveik­i. Um 1960 fór berklaveik­in að láta undan síga og ljóst varð að ekki vaeri lengur þörf á endurhaefi­ngu fyrir þennan sjúklingah­óp í sama maeli og áður.

Á naestu árum breyttist því starfsgrun­dvöllur Reykjalund­ar og áhersla í endurhaefi­ngu varð fjölbreytt­ari. Reykjalund­ur þróaðist í alhliða endurhaefi­ngarmiðstö­ð og er enn að þróast. Nýjasti sjúklingah­ópur Reykjalund­ar eru nú þeir sem veikst hafa af COVID19 og glíma við langvinn eftirköst af þeim sökum. ■

 ??  ?? Sundleikfi­mi er hluti af endurhaefi­ngu á Reykjalund­i.
Sundleikfi­mi er hluti af endurhaefi­ngu á Reykjalund­i.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland