Fréttablaðið - Serblod

Sala bíla á fyrri helmingi ársins 2021 hefur aukist um 13% frá því í fyrra en þar er Tesla Model 3 hástökkvar­inn.

Sala bíla í Evrópu á enn eftir að ná sér á strik í kjölfar Covid-19 faraldursi­ns í álfunni. Það horfir þó til betri vegar en fyrir ári síðan þótt skortur á íhlutum hafi haegt aðeins á þróuninni.

- Njall@frettalbad­id.is

Samkvaemt útreikning­um Jato Analytics var smávaegile­g aukning á sölu rafbíla og tengiltvin­nbíla í maí, og sala nýrra bíla jókst um 13% miðað við sama tímabil í fyrra. Eftirsókni­n er þó nokkuð langt frá því sem hún var fyrir Covid-19.

Alls voru 1.268.683 bílar skráðir í Evrópu í maí sem er 14% minna en í maí árið 2019. Samtals seldust 6.410.000 bílar á fyrsta helmingi ársins 2021, sem er 27% aukning frá 2020 en 23 minna en árið 2019.

Rafdrifnir bílar standa sig vel og eru 18,5% af sölu nýrra bíla í Evrópu, sem er aukning um 8,2% síðan árið áður. Rafbílar seldust í 126.000 eintökum og tengiltvin­nbílar í 104.000 eintökum. Jepplingur­inn er vinsaelast­a bílformið en alls eru 44,2% seldra bíla jepplingar af einhverri gerð. Hafa ber þó í huga að hugtakið jepplingur eða SUV í Evrópu getur náð til margra bíla og alls ekki allir þeirra fjórhjólad­rifnir. Sumar gerðir eru vinsaelli en aðrar og hefur slagurinn staðið á milli Volkswagen Golf og Tesla Model 3 um haestu sölutölurn­ar. ■

Mest seldu bílarnir í Evrópu í júní 2021.

1. VW Golf 27.247 +12%

2. Tesla Model 3 25.697 +262%

3. Dacia Sandero 22.764 +10%

4. Renault Clio 22.254 -40%

5. Fiat 500 22.179 +64%

6. Toyota Yaris 21.698 +112%

7. VW T-roc 21.576 +35%

8. Opel Corsa 21.124 +24%

9. Renault Captur 20.168 -9%

10. VW Polo 18.789 +16%

 ??  ??
 ??  ?? Mest seldi bíllinn í Evrópu í júní er VW Golf sem hefur verið einn mest seldi bíll álfunnar í langan tíma.
Mest seldi bíllinn í Evrópu í júní er VW Golf sem hefur verið einn mest seldi bíll álfunnar í langan tíma.
 ??  ?? Tesla Model 3 seldist vel í júní og er með mestu aukninguna eða 262%.
Tesla Model 3 seldist vel í júní og er með mestu aukninguna eða 262%.
 ??  ?? Þótt Toyota Yaris sé í sjötta saeti er hann með 112% aukningu í sölu milli ára. Toyota Yaris var í vor kosinn Bíll ársins í Evrópu af bílablaðam­önnum.
Þótt Toyota Yaris sé í sjötta saeti er hann með 112% aukningu í sölu milli ára. Toyota Yaris var í vor kosinn Bíll ársins í Evrópu af bílablaðam­önnum.
 ??  ??

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland