Fréttablaðið - Serblod

Efla sköpunargl­eði í Snillismið­junni

-

Í Hólabrekku­skóla er svokölluð Snillismið­ja, sem gengur út á að kenna nemendum að hugsa út fyrir boxið þegar kemur að sköpun og nýta taekni og vísindi í list- og verkgreinu­m. Markmiðið er námssamfél­ag þar sem sköpunargl­eði nemenda faer að njóta sín.

Snillismið­ja Hólabrekku­skóla hóf starfsemi haustið 2017. Hún byggir á hugmyndafr­aeði sem kallast Fab Lab (Fabricatio­n Laboratory) og gefur öllum nemendum í 1.-8. bekk aðgang að sérhaefðu rými sem inniheldur fjölbreytt­an búnað fyrir nýsköpun. Snillismið­jan er hluti af samstarfsv­erkefninu Skapandi námsfélag í Breiðholti og í góðu samstarfi við Fab Lab Reykjavík.

„Snillismið­jan vinnur markvisst að því að virkja nemendur í að hugsa út fyrir boxið í tengslum við sköpun og nýta taekni og vísindi ásamt list- og verkgreinu­m til að þróa og skapa í skólastarf­i,“segir Heiða Berta Guðmundsdó­ttir, Snillismið­jukennari og deildarstj­óri eldra stigs í Hólabrekku­skóla. „Markmið okkar er skapandi námssamfél­ag þar sem sköpunargl­eði nemenda faer að njóta sín og þeir fá verkfaeri til að koma hugmynd í framkvaemd.“

Samþaetta ólíkar greinar

„Snillismið­jan varð til vegna þess að kennarar hérna innan skólans höfðu mikinn áhuga á að þróa skapandi námsumhver­fi og prófa og innleiða kennsluhae­tti 21. aldar,“segir Heiða Berta. „Við búum líka svo vel að hafa frumkvöðla innanhúss sem hafa tekið þátt í að þróa starf Snillismið­junnar síðustu ár, svo verkefnin sem eru í gangi núna voru öll þróuð innanhúss og í samstarfi við Fab Lab.

Við leggjum áherslu á samþaettin­gu skapandi greina og reynum einnig að samþaetta upplýsinga- og taeknimenn­tun öðrum námsgreinu­m í gegnum þemavinnu,“segir Heiða Berta. „Snillismið­jan var áður aðskilin frá öðrum list- og verkgreinu­m en er núna hluti af þeim og hún kemur líka við sögu í námi í öðrum greinum sökum samþaettin­gar, svo hlutverk hennar er tvíþaett.“

Í stöðugri þróun

„Allir nemendur í 1.-8. bekk eru í list- og verkgreina­tímum þar sem þeir kynnast Snillismið­junni og hún er líka hluti af þematímum fyrir nemendur í 8.-10. bekk en þá geta nemendur valið að laera flug í flughermi, akstur í akstursher­mi og margt fleira,“segir Heiða Berta. „Flestallir nemendur skólans hafa því farið í gegnum starfið, eða hafa í það minnsta val um það.

Yngstu bekkirnir byrja rólega í afmörkuðum viðfangsef­num en svo þegar börnin verða eldri fá þau að nota önnur taeki og gera flóknari hluti, svo það getur verið mikill munur milli ára,“segir

Heiða Berta. „Við erum líka alltaf að finna eitthvað nýtt til að baeta við og nemendur eru sífellt að benda okkur á eitthvað nýtt. Það er alltaf eitthvað nýtt í þessu, ný forrit, nýjar viðbaetur og ný taekni. Þetta er í sífelldri þróun.“

Fjölbreytt­ur taekjabúna­ður

„Hólabrekku­skóli býr yfir fjölbreytt­um taekjabúna­ði til kennslu og mannauði með mikla þekkingu. Í Nýsköpunar­veri Snillismið­ju erum við með hefðbundin­n Fab Lab búnað, til daemis þrívíddarp­rentara, vínylskera og hitapressu,“segir Heiða Berta. „Það er líka sérhannað rými fyrir margmiðlun sem kallast Draumaland. Þar hafa nemendur aðgang að stóru upptökurým­i með „green screen“svaeði, upptökubún­aði, hljóðupptö­kuklefa, sýndarveru­leika og tölvum til myndvinnsl­u.

Svo erum við einnig með vélmenni og alls konar fleiri taeki og tól, meðal annars flug- og akstursher­mi,“útskýrir Heiða Berta. „Hermarnir eru meðal annars hugsaðir til undirbúnin­gs fyrir bílpróf og flugnám fyrir krakkana í unglingade­ild og flughermir­inn kennir meðal annars nemendum á áttirnar og getur samfléttas­t við staerðfrae­ði og samfélagsf­raeði. Með sýndarveru­leikanum er haegt að samþaetta námsefni sem tengist himingeimn­um og geta nemendur þá til daemis skroppið til Mars, sem þeir hafa gaman af. Þetta er mjög fjölbreytt, en ástaeðan fyrir því að við höfum svona mikið af frábaerum taekjabúna­ði er að við vinnum í samstarfi við Fab Lab og höfum hlotið Hvatningar­verðlaun og styrki.“

Gaeti nýst í fleiri skólum

„Innleiðing á einhverju svona nýju tekur alltaf tíma en það hefur gengið vel, sérstakleg­a eftir að þetta kom markvisst undir list- og verkgreina­r,“segir Heiða Berta. „Nemendur eru áhugasamir og þetta hentar mörgum þeirra sem passa ekki inn í hefðbundna námsboxið.“

Heiða Berta segir að Snillismið­jan sé verkefni sem aðrir skólar gaetu tekið til fyrirmynda­r.

„Algjörlega, en það er kannski helst tvennt sem kemur í veg fyrir að það séu sambaerile­g verkefni í öllum grunnskólu­m. Í fyrsta lagi er það fjármagn sem þarf að vera til staðar en það getur til daemis verið mikill kostnaður við taekjabúna­ð og þá kemur sér vel að fá styrki eins og við höfum fengið,“segir hún. „Svo þarf fraeðsla og stuðningur fyrir kennara að vera til staðar ásamt því að kennarar hafi opinn huga og séu í stöðugri starfsþróu­n og tilbúnir að fara út fyrir kassann. Flestir kennarar eru opnir fyrir þessu en þróunin getur verið haeg, enda taka allar breytingar tíma. Innleiðing­in þarf að vera markviss og heildstaeð.

Þetta er langtímave­rkefni. Við viljum vera skapandi skóli og hafa kennsluhae­ttina í takt við tímann,“segir Heiða Berta.

„Vonandi heldur þetta bara áfram að þróast og vonandi verður enn meiri samþaettin­g við þessar almennu greinar.“■

Allir nemendur kynnast Snillismið­junni.

Yngstu bekkirnir byrja rólega í afmörkuðum viðfangsef­num en svo þegar börnin verða eldri fá þau að nota önnur taeki og gera flóknari hluti.

Heiða Berta Guðmundsdó­ttir.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON ?? Heiða Berta Guðmundsdó­ttir, Snillismið­jukennari og deildarstj­óri eldra stigs í Hólabrekku­skóla.
FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON Heiða Berta Guðmundsdó­ttir, Snillismið­jukennari og deildarstj­óri eldra stigs í Hólabrekku­skóla.
 ?? MYND/AÐSEND ?? Þessi skýringarm­ynd frá Hólabrekku­skóla gefur ágaetis hugmynd um hvernig skipulagið er hjá Snillismið­junni.
MYND/AÐSEND Þessi skýringarm­ynd frá Hólabrekku­skóla gefur ágaetis hugmynd um hvernig skipulagið er hjá Snillismið­junni.
 ??  ?? Oddur Freyr Þorsteinss­on oddurfreyr @frettablad­id.is
Oddur Freyr Þorsteinss­on oddurfreyr @frettablad­id.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland