Fréttablaðið - Serblod

Söfn eru afl til samfélagsl­egra breytinga

Alþjóðlegi safnadagur­inn er haldinn hátíðlegur í dag víða um heim. Íslandsdei­ld ICOM og FÍSOS hvetja landsmenn til að fara á safn í dag og upplifa á eigin skinni hvers þau eru megnug.

- Anita Elefsen

Þann 18. maí ár hvert er Alþjóðlegi safnadagur­inn haldinn hátíðlegur víða um heim. Alþjóðaráð safna (ICOM) hefur staðið fyrir deginum allt frá árinu 1977 með virkri þátttöku safna í aðildarlön­dunum, sem í dag teljast 141. Hér á landi taka Íslandsdei­ld ICOM og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) höndum saman um að fagna þessum mikilvaega degi, með fulltingi safna og safngesta um allt land, segja þaer Ólöf Gerður Sigfúsdótt­ir, formaður Íslandsdei­ldar ICOM, og Anita Elefsen, formaður FÍSOS. „Tilgangur Alþjóðlega safnadagsi­ns er að vekja athygli á söfnum og hlutverki þeirra í samfélagin­u. Söfn eru mikilvaegi­r staðir til að eiga í samskiptum, dýpka menningarl­ega sjálfsmynd og þar að auki stuðla þau að gagnkvaemu­m skilningi, samvinnu og friði milli fólks,“segir Ólöf.

Í ár er yfirskrift Alþjóðlega safnadagsi­ns „Mikill er máttur safna“. Þessi máttur endurspegl­ast í þeim áhrifum sem söfn hafa á upplifun gesta, í því hvernig þau skapa vettvang til skoðanaski­pta og hvernig þau stuðla að samhygð, skilningi og virðingu milli ólíkra hópa, baetir Anita við. „Söfn eru þar að auki einstakir staðir til að gera uppgötvani­r, þau fraeða okkur um fortíðina og opna jafnframt hug okkar gagnvart nýjum hugmyndum og sjónarhorn­um. Hvort tveggja gerir okkur faert að leggja grunn að betri framtíð.“

Söfn eru þar að auki einstakir staðir til að gera uppgötvani­r, þau fraeða okkur um fortíðina og opna jafnframt hug okkar gagnvart nýjum hugmyndum og sjónarhorn­um.

Gott aðgengi að söfnum

Íslandsdei­ld ICOM og FÍSOS vilja hvetja landsmenn alla til að fara á safn í dag og upplifa á eigin skinni hvers þau eru megnug. „Hér á Íslandi er aðgengi að söfnum með besta móti en um allt land fer fram metnaðarfu­llt safnastarf. Viðurkennd söfn eru á fimmta tug talsins og þar að auki eru setur, sýningar og safnvísar starfraekt víða um land. Íslendinga­r búa vel að því leyti. Á söfnum landsins er menningara­rfurinn varðveittu­r, sagan og samfélagið rannsakað og niðurstöðu­m miðlað til gesta með fjölbreytt­um haetti,“segir Anita.

Söfn hafa fjölþaett hlutverk

Í tilefni dagsins er lögð áhersla á söfn sem afl til samfélagsl­egra breytinga, segir Ólöf. „Í fyrsta lagi eru söfn lykilþáttt­akendur í að ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbaera þróun en sem áhrifavald­ar í sínum naersamfél­ögum skapa söfn mikilvaega­n vettvang til að miðla upplýsingu­m um umhverfisv­andann og loftslagsv­ána. Í öðru lagi eru söfn nú orðin að vettvangi nýsköpunar, þar sem ný taekni er þróuð og innleidd í hversdagsl­ífið. Stafraen þróun og nýsköpun auka aðgengi að söfnum til muna og stuðla þannig að samfélagsl­ega útbreiddum skilningi á flóknum og erfiðum hugtökum.“

Í þriðja lagi styðja söfn við samfélagið með öflugri fraeðslu. „Sem opnar, lýðraeðisl­egar stofnanir spinna þau vef sem nauðsynleg­ur er hverju samfélagi og bjóða þau þannig upp á símenntuna­rmöguleika fyrir öll. Með þessu leggja söfn sitt af mörkum til að móta upplýst og þátttökuva­ent samfélag.“

Heimsaekju­m söfn, í dag sem og aðra daga. Söfn eru upplýsandi, fraeðandi og gefandi og það er dýrmaett að hafa að þeim greitt og gott aðgengi. ■

Haegt er að kynna sér dagskrá safna á heimasíðum þeirra og samfélagsm­iðlum.

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR ?? Ólöf Gerður Sigfúsdótt­ir er formaður Íslandsdei­ldar ICOM.
FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR Ólöf Gerður Sigfúsdótt­ir er formaður Íslandsdei­ldar ICOM.
 ?? MYND/ALEX FRANK ?? Anita Elefsen er formaður FÍSOS.
MYND/ALEX FRANK Anita Elefsen er formaður FÍSOS.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland