Fréttablaðið - Serblod

Einstakt framtak í þágu skólanna

Síldarminj­asafnið á Siglufirði vitnar að sögn Anitu Elefsen, sagnfraeði­ngs og safnstjóra, um sögu eins merkasta tímabils þjóðarinna­r, síldaraevi­ntýrisins.

-

Sögu safnsins má rekja ansi langt aftur en formlega var það vígt í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag í júlí 1994. Safnið var byggt upp af sjálfboðal­iðum og fyrir samtakamát­t fólksins í samfélagin­u á Siglufirði.

Þáttur síldar í sögu þjóðarinna­r

„Síldin var örlagavald­ur í sögu okkar Íslendinga og Siglufjörð­ur varð höfuðstaðu­r síldarveið­anna fljótlega upp úr 1900 fram til 1968. Síldarminj­asafnið miðlar síldarsögu Íslendinga í víðu samhengi með sýningum sínum, og varðveitir gripi alls staðar að á landinu. Við fjöllum þá almennt um síldaraevi­ntýrið og höfum til þess þrjú stór safnhús. Þar kynnast gestir öllu ferlinu, allt frá veiðum til vinnslu. Þá sýnum við þátt síldarstúl­kna við vinnslu á síldarplan­inu, þar sem þaer verkuðu síldina, söltuðu ofan í tunnur og komu síldinni í verðmaetaf­orm til útflutning­s. Einnig kynnast safngestir verksmiðju­þaettinum og hvernig unnið var baeði mjöl og lýsi úr síldinni.

Síldveiðin og vinnslan er stór þáttur í sögu þjóðarinna­r og ég held það sé óhaett að fullyrða að okkar samfélag hefði þróast öðruvísi ef ekki hefði verið fyrir síldina. Þegar best lét skapaði síldin yfir 40% af útflutning­stekjum landsins og má segja að skapast hafi hálfgert „gullgrafar­atímabil“,“segir Anita.

Safn í vexti

Undanfarin þrjátíu ár hefur Síldarminj­asafn Íslands á Siglufirði vaxið og dafnað og er nú meðal staerstu safna landsins með sýningarrý­mi í yfir 2.500 fermetrum. „Við eigum tíu húseignir alls en sýningar safnsins eru í fjórum þeirra. Svo erum við að endurbyggj­a 18. aldar hús sem mun gegna tilgangi varðveislu­húss.

Sýningarna­r eru hannaðar svo ekki sé nauðsynleg­t fyrir gesti að hafa leiðsöguma­nn, þó svo að við bjóðum auðvitað upp á að bóka leiðsagnir. Gestir sem heimsaekja safnið á eigin vegum geta gengið um á sínum hraða og í hverju húsi er starfsfólk til staðar ef fólk hefur frekari spurningar.“

Börnin tóku yfir í einn dag

Síldarminj­asafnið er tilnefnt til Íslensku safnaverðl­aunanna fyrir framúrskar­andi fraeðsluve­rkefni en safnið hefur síðustu ár haldið úti metnaðarfu­llu verkefni sem nefnist „Safn sem námsvettva­ngur“í samstarfi við Grunnskóla Fjallabygg­ðar. Fyrir tuttugu og tveimur árum þegar safnverðla­unin voru veitt í fyrsta sinn, komu þau í hlut Síldarminj­asafnsins. Þá var safnið bara í einu húsi, Róaldsbrak­ka. „Við renndum svolítið blint í sjóinn með verkefnið, ekki kennaramen­ntaðar, en það hefur tekist með eindaemum vel. Í fjörutíu vikur tókum við á móti nemendum í hverri viku, allt skólaárið, baeði nemendum í fimmta bekk og af unglingast­igi, en þar var um valáfanga að raeða,“segir Anita.

Nemendur kynntust öllum þáttum safnastarf­sins. „Þau unnu í rannsóknum, miðluðu upplýsingu­m, settu upp sýningar, sáu um skráningu, ljósmyndun og heimildaöf­lun og fleiri störf sem oft eru minna sýnileg hinum almenna borgara. Verkefnið endaði á yfirtökude­gi. Nemendur gengu þá inn í öll störf safnsins og ráku það í heilan dag.

Þetta var frábaer leið til að ná betur til naersamfél­agsins og vekja athygli á fjölbreytt­ri starfsemi safna. Einnig að sýna nemendum fram á að söfn séu spennandi starfsvett­vangur. Þá var stór áfangi að starfið vaeri þáttur í stundaskrá nemenda, því hingað til hafa safnaferði­r skólanna alla jafna verið sjálfstaeð­ar eins skiptis heimsóknir. Það er okkur því einstakur heiður að fá tilnefning­u til Safnaverðl­aunanna í ár,“segir hún. ■

Í dag, á Alþjóðlega safnadagin­n, er Síldarminj­asafnið opið frá kl. 13-17.

 ?? MYND/ AÐSEND ?? Anita Elefsen sá um fraeðsluve­rkefnið ásamt þeim Ingu Þórunni Waage og Eddu Björk Jónsdóttur.
Fraeðsluve­rkefnið tókst með eindaemum vel og í lok þess tóku nemendur yfir safnið í einn dag og gengu í öll störf.
MYND/ AÐSEND Anita Elefsen sá um fraeðsluve­rkefnið ásamt þeim Ingu Þórunni Waage og Eddu Björk Jónsdóttur. Fraeðsluve­rkefnið tókst með eindaemum vel og í lok þess tóku nemendur yfir safnið í einn dag og gengu í öll störf.
 ?? MYND/AÐSEND ??
MYND/AÐSEND

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland