Fréttablaðið - Serblod

Ferðagjöf Hönnunarsa­fns Íslands

Í dag verður sýningin Sund opnuð í Hönnunarsa­fni Íslands en þar getur almenningu­r valið sundferðal­ag um Vestfirði, Vesturland eða Suðurland. Safnið er eitt fimm safna sem tilnefnt eru til Íslensku safnaverðl­aunanna 2022.

- Sigríður Sigurjónsd­óttir, forstöðuma­ður Hönnunarsa­fns Íslands (lengst til haegri), ásamt nemunum sem unnu verkefnið Sund.

Ferðagjöf Hönnunarsa­fns Íslands verður „opnuð“í dag, á alþjóðlega safnadegin­um 18. maí. Um er að raeða þrjár sérhannaða­r sundferðir í tengslum við sýninguna Sund sem nú stendur yfir í Hönnunarsa­fni Íslands. Almenningu­r getur nálgast ferðirnar á síðunni sundferdir.com og valið sundferðal­ag um Vestfirði, Vesturland eða Suðurland. Á síðunni er vegakort sem sýnir í hvaða röð er maelt með að fara í laugarnar. Þar má einnig finna ýmsan fróðleik svo sem upprunaleg­an tilgang lauganna og séreinkenn­i ásamt fallegu myndefni sem lýsir stemningun­ni á hverjum stað. Vefsíðan er blanda fróðleiks og skemmtunar og aetti að kveikja áhuga á ferðafyrir­komulagi sem er rakið að stunda á Íslandi.

Verkefnið fékk styrk úr nýsköpunar­sjóði námsmanna hjá Rannís sumarið 2021. Sigríður Sigurjónsd­óttir, forstöðuma­ður Hönnunarsa­fnsins, var leiðbeinan­di en að því komu þrír háskólanem­ar sem allir hafa gríðarlega­n áhuga á sundlaugum, þau Katrín Snorradótt­ir, nemandi í MA í þjóðfraeði, Móna Lea Óttarsdótt­ir, nemandi í vöruhönnun, og Ragnheiður Stefánsdót­tir, nemandi í grafískri hönnun við Listaháskó­la Íslands.

Fróðlegt og áhugavert verkefni

Nemendurni­r fóru sjálfir í allar laugarnar, hittu gesti og umsjónarme­nn lauganna og fraeddust um hvern stað fyrir sig.

Hvað fannst ykkur áhugaverða­st í ferlinu?

„Það var vissulega áhugavert að kynnast betur sundmennin­gu okkar Íslendinga og skoða sögu þeirra sundlauga sem byggðar hafa verið hér á landi. Einnig er afar fróðlegt hvernig baeði útlit og arkitektúr geta gefið manni hugmynd um aldur og upprunaleg­t notagildi hverrar laugar.“

Eins og sýningin á safninu rekur þá hafa einkenni sundmennin­garinnar breyst með tímanum, fólk kom í upphafi til að laera, seinna til að leika líka og í samtímanum er áhersla á að njóta. „Þessi einkenni eru hvert um sig sýnileg í öllum ólíku laugunum á Íslandi. Á ferðalagi okkar fórum við í gamlar laugar sem voru upphaflega byggðar í þeim tilgangi að kenna ungmennum sund, til daemis Seljavalla­laug eða Gömlu laugina við Flúðir, en eru núna orðnar afar vinsaelar meðal ferðamanna, þótt fáir taki þar sundtökin. Í staðinn er þar haegt að skyggnast aftur í söguna og njóta vatnsins og upprunalei­kans. Þetta má gera með eða án nútímaþaeg­inda, því önnur laugin er enn í sinni gömlu mynd á meðan byggð hefur verið nútíma aðstaða við hina. Í naesta sundstoppi er svo kannski laug með rennibraut, barnalaug og körfubolta­körfu á bakkanum, þar sem fjölskylda og vinir koma saman. Þar er líka potturinn hjarta laugarinna­r og gerir þaer að þeim hversdagsl­ega samverusta­ð sveitunga eða borgara, kunnugra sem ókunnugra, sem þaer eru.“

Var eitthvað sem þið höfðuð sérstakleg­a gaman af að skoða?

„Eftir að hafa stúderað reglur, skráðar og óskráðar, í lauginni var mjög skemmtileg­t að fara í þetta margar laugar og sjá hvernig skráðar reglur eru að sumu leyti ólíkar á milli lauganna og framsetnin­g þeirra er mismunandi. Skilti með reglunum eru allt frá handskrifu­ðum blöðum að sérhannaðr­i grafík. Á skiltunum eru svo boð og bönn um að raka sig ekki í sturtunum, vara sig á á hitanum, vara sig á bleytunni, dýpinu eða grynningu. Upplýsingu­m um að þetta og hitt sé í lamasessi er líka oft skemmtileg­a reddað með heimilisle­gum miðum. Mikilvaegu­st er þó auðvitað gullna regla sundsins, þvottaleið­beiningarn­ar!“

Taekifaeri leynast í stafraenum rýmum

Síðastliði­n tvö ár hefur Hönnunarsa­fn Íslands skoðað sérstakleg­a þau taekifaeri sem leynast í stafraenum rýmum og hvernig nýta megi þau safninu til framdrátta­r á líflegan og fraeðandi hátt, segir Sigríður Sigurjónsd­óttir, forstöðuma­ður safnsins. „Sérstök áhersla hefur verið lögð á að líta á stafraenu rýmin sem eðlilegt framhald af sýningarhú­snaeðinu, ferðagjöfi­n er einmitt daemi um þetta.“

Meðal verkefna sem safnið hefur unnið beint fyrir samfélagsm­iðla má nefna Jóladagata­l á Facebook sem birtist einnig sem sýning í glugga safnbúðar. „Á Instagram var unnin sýning í tilefni af 100 ára afmaeli fullveldis Íslands árið 2018. Þá hefur verið sent út beint á Facebook haegvarp frá hönnuðum í vinnustofu­dvöl þar sem haegt hefur verið að fylgjast með vefara, módelsmið, fuglasmið og fleirum við vinnu sína. Á Instatv má finna stuttar heimsóknir með hönnuðum í varðveislu­rými safnsins undir heitinu „Geymslur eru geggjaðar“.

Safnið er eitt fimm safna sem tilnefnt er til Íslensku safnaverðl­aunanna 2022. Í umsögn valnefndar segir: „Það er mat valnefndar að Hönnunarsa­fni Íslands hefur tekist einstakleg­a vel til við að ná til nýrra gesta með því að styrkja og nýta enn betur hin stafraenu tengsl sem eru orðin hluti af daglegum veruleika samfélagsi­ns. Öflug miðlun safnsins á safnkosti og rannsóknum þeim tengdum, hvort sem er í sýningum þess eða í stafraenum rýmum, er nýstárleg og eftirtekta­rverð og íslensku safnastarf­i til framdrátta­r.“

Hönnunarsa­fn Íslands er staðsett við Garðatorg 1. Opið alla daga frá 12-17 nema mánudaga. ■

Sjá nánar honnunarsa­fn.is og á Instagram og Facebook undir honnunarsa­fn.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að líta á stafraenu rýmin sem eðlilegt framhald af sýningarhú­snaeðinu, ferðagjöfi­n er einmitt daemi um þetta.

Sigríður Sigurjónsd­óttir

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR ??
FRÉTTABLAЭIÐ/ERNIR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland