Fréttablaðið - Serblod

Safn í nánum tengslum við samfélag sitt

-

Minjasafni­ð á Akureyri býr yfir gríðarstór­um menningars­ögulegum lager sem er miðlað á fjölbreytt­an hátt. Safnið vinnur líka náið með íbúum á svaeðinu til að virkja þekkingu þeirra og fá hluti til varðveislu. Þar eru fjölbreytt­ar og metnaðarfu­llar sýningar og safnið er að halda upp á 60 ára afmaeli sitt með nýjungum og góðum afslaetti.

Minjasafni­ð á Akureyri fagnar 60 ára afmaeli í ár og var tilnefnt til íslensku safnaverðl­aunanna 2022 fyrir framúrskar­andi safnastarf. Undir hatti þess eru fjögur önnur söfn eða sýningar; Nonnahús, Leikfangah­úsið, Davíðshús og Laufás, sem er hluti húsasafns Þjóðminjas­afns Íslands. Þessir staðir endurspegl­a sögu svaeðisins og líf fólksins hér.

„Safnið er í eigu íbúa fimm sveitarfél­aga; Akureyrarb­aejar, Eyjafjarða­rsveitar, Hörgársvei­tar, Svalbarðss­trandarhre­pps og Grýtubakka­hrepps,“segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri. „Þetta samfélag er grunnurinn að safninu og starfi þess.“

Gríðarlegu­r lager af menningars­ögu

„Starf safnsins miðar að því að varðveita, skrá, miðla og safna á markvissan hátt því sem einkennir líf svaeðisins. Á síðustu 60 árum hefur orðið til stór menningars­ögulegur lager sem inniheldur yfir 3.100.000 ljósmyndir og 30.000 gripi,“segir Haraldur. „Úr þessum lager er svo miðlað á fjölbreytt­an hátt með sýningum og safnfraeðs­lu. Hann er líka notaður í rannsóknum og veitir innblástur til sköpunar. Lagerinn er að verða sýnilegur á vefnum sarpur.is sem sífellt fleiri leita í til að finna skemmtun og fróðleik, eða til að veita safninu upplýsinga­r um það sem er í safnskránn­i.

Það er gaman og fróðlegt að heimsaekja sýningar safnsins og á öllum sýningunum reynum við að leyfa gestum að taka þátt á einhvern hátt,“segir Haraldur.

Samtvinnað samfélagin­u

„Starf safnsins er samtvinnað því samfélagi sem það er sprottið úr og þessi þráður hefur eflst síðustu áratugina. Það finnum við ekki síst í gegnum samfélagsm­iðla,“útskýrir Haraldur. „Í hverri viku leitar fólk til okkar eftir upplýsingu­m eða býður gripi og ljósmyndir og við metum hverju sinni hvort viðkomandi gripur eða ljósmynd eigi heima á hinum menningars­ögulega lager. Oft gefur fólk okkur líka gripi sem eru ekki eiginlegir safngripir en við notum sem fraeðslugr­ipi og lánum í skóla eða notum á sýningum.

Þó að starfsfólk safnsins sé frábaert og búi yfir mikilli þekkingu þá vitum við blessunarl­ega ekki allt. Þekkinguna er hins vegar að finna úti á meðal íbúa og hana viljum við virkja og varðveita,“segir Haraldur. „Við erum til daemis að ljúka sýningunni „Hér stóð búð“þar sem við leitum til íbúa til að fá sögur úr hverfisbúð­unum sem áður stóðu hér á hverju götuhorni. Að sama skapi leitum við oft til íbúa um lán á gripum.“

Fjalla vandlega um tónlistara­rfinn

„Ein af sýningunum okkar heitir „Tónlistarb­aerinn Akureyri“, en hér hefur tónlist skipað veigamikin­n sess í menningarl­ífinu frá upphafi,“segir Haraldur. „Fyrsti atvinnutón­listarmaðu­rinn héðan var organisti sem skipulagði kórastarf, hornaflokk og skellti sér með karlakór í söngferð til Noregs 1905 og tónlistin er enn sívaxandi hluti menningar- og atvinnulíf­s baejarins.

Þessum hluta menningari­nnar vildum við halda á lofti og sýna tónlistara­rfinn baeði í fortíð og nútíð. Þess vegna þurftum við að fá flesta gripi lánaða á sýninguna, þeir eru einfaldleg­a í notkun,“útskýrir Haraldur. „Efni sýningarin­nar varð svo mikið að úr varð viðamikið blað sem gestir geta skoðað á sýningunni.

Á sviði sýningarin­nar eru líka haldnir tónleikar þar sem ungt tónlistarf­ólk faer taekifaeri til að koma fram í bland við þekkt nöfn,“segir Haraldur.

Sögustaura­r, hljóðleiðs­agnir og afmaelisaf­sláttur

„Núna á afmaelisár­inu er hugmyndin að faera safnið út fyrir veggi þess, en við aetlum að byrja á að breyta völdum ljósastaur­um á Akureyri í sögustaura!“segir Haraldur. „Staurar þar sem áhugaverða sögu er að segja verða merktir og þar verða Qr-kóðar sem opna á sögurnar, sem sagðar verða með myndum, hljóði og myndböndum.

Á árinu tökum við einnig í notkun hljóðleiðs­agnir á sýningarst­öðum safnsins. Leiðsagnir­nar verða í símtaekjum gesta og líka aðgengileg­ar eftir að heim er komið,“segir Haraldur. „Í tilefni afmaelisin­s gildir miði á safnið á alla sýningarst­aðina allt árið, en þeir kosta aðeins 2.000 kr. fyrir fullorðna og 1.000 kr. fyrir heldri borgara. Þetta er afmaelisko­rtið okkar.“

Á síðustu 60 árum hefur orðið til stór menningars­ögulegur lager sem inniheldur yfir 3.100.000 ljósmyndir og 30.000 gripi. Úr þessum lager er svo miðlað á fjölbreytt­an hátt með sýningum og safnfraeðs­lu. Haraldur Þór Egilsson

 ?? FRÉTTABLAЭIÐ/ AUÐUNN ?? Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafns­ins á Akureyri, segir að safnið sé nátengt samfélagin­u sem það sprettur úr.
FRÉTTABLAЭIÐ/ AUÐUNN Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafns­ins á Akureyri, segir að safnið sé nátengt samfélagin­u sem það sprettur úr.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland