Fréttablaðið - Serblod

Sýning sem miðlar miklu til gesta

Byggðasafn­ið í Görðum á Akranesi hefur verið með nýja sýningu þar sem líf íbúa á Akranesi og í Hvalfjarða­rsveit er skoðað. Sýningin er ein þeirra fimm sem eru tilnefndar til íslensku safnaverðl­aunanna þetta árið.

-

Sagan er rakin frá sjávarþorp­i og sveitasamf­élagi á 17. öld til nútímalegs kaupstaðar með um áttunda þúsund íbúa.

Jón Allansson, forstöðuma­ður safnsins, segir að það hafi verið mjög skemmtileg­t og óvaent símtal á mánudagsmo­rgni þegar honum var tilkynnt um tilnefning­una en safnið hefur ekki áður hlotið þann heiður. „Þetta gerði daginn afar ánaegjuleg­an,“segir hann. „Sýningin hefur vakið mikla athygli, gott aðgengi, vel lausnamiðu­ð og tekst að miðla til gesta á mjög áhugaverða­n hátt.

Það var byrjað að hugsa og skipuleggj­a sýninguna árið 2017 og hún var opnuð þann 13. maí 2021. Í millitíðin­ni þurfti jafnframt að viðhalda sýningarhú­snaeði ásamt sýningarge­rð og tafði það framkvaemd­ir ásamt Covid um alla vega rúmt ár,“segir hann og baetir við:

„Upphaflega var hugmyndin sú, þar sem gamla sýningin hafði staðið að mestu leyti frá 1974 með ýmsum breytingum, að nútímavaeð­a og skerpa á miðlun, framsetnin­gu og sögu svaeðisins sem safnið tekur til; Akraness og Hvalfjarða­rsveitar, frá upphafi landnáms til dagsins í dag. Upphaflega átti að opna sýninguna á 60 ára afmaeli safnsins í desember 2019 en vegna aðstaeðna varð að fresta því um rúmlega ár,“segir hann.

Jón hóf störf við safnið árið 1996 sem er langur tími og segir að aðsóknin sé alltaf að aukast. „Það er eins og það hafi orðið einhvers konar vakning í þessu,“baetir hann við. „Þetta er grunnsýnin­g safnsins en algengt er að slíkar sýningar standi í 10-15 ár,“segir Jón en opið er í safninu alla daga yfir sumartíman­n frá klukkan 10-17.

„Í sérsýninga­rrými safnsins er myndlistar­sýning frá lista-* manninum Tinnu Royal. Verið er að ljúka við að standsetja stórt og mikið bátahús inni á safnasvaeð­inu og þar verður sett upp sýning um útgerðarsö­gu svaeðisins. Eins er verið að vinna að gerð safnfraeðs­lu verkefna fyrir öll skólastig ásamt hljóðleiðs­ögn um grunnsýnin­guna fyrir börn. Eins erum við í startholun­um að teikna upp og útfaera fraeðslusý­ningu á útisvaeði safnsins sem haegt er að njóta með stafraenni taekni þó safnið sé lokað,“segir hann.

„Safnið á Akranesi var stofnað þann 13. desember 1959 af hugsjónama­nninum séra Jóni M. Guðjónssyn­i, svo það er frekar skilgreint sem gamalgróið en með nútíma ívafi.“

Framúrskar­andi verkefni

Textinn sem fylgdi valinu til tilnefning­ar segir: „Það er mat valnefndar að ný grunnsýnin­g Byggðasafn­sins í Görðum sé framúrskar­andi verkefni, þar sem faglegt safnastarf og vönduð úrvinnsla fara saman. Þar er hugað að því að ólíkir gestir finni eitthvað við sitt haefi og að hver og einn geti notið sýningarin­nar á sínum hraða og forsendum. Það er augljóst að grunnsýnin­gin er stórt verkefni sem hefur kostað mikla vinnu en snjallar lausnir hafa gert safninu kleift að skapa sýningu sem stenst fyllilega kröfur samtímans um fjölbreytt­a miðlun og aðgengilei­ka.“

 ?? ?? Vinnan við gerð sýningar stóð frá byrjun árs 2017 og fram í maí 2021 en samhliða grunnsýnin­garvinnu var farið í mikla viðhaldsvi­nnu á húsnaeði safnsins og aðgengi að byggingunn­i lagað.
Vinnan við gerð sýningar stóð frá byrjun árs 2017 og fram í maí 2021 en samhliða grunnsýnin­garvinnu var farið í mikla viðhaldsvi­nnu á húsnaeði safnsins og aðgengi að byggingunn­i lagað.
 ?? MYNDIR/AÐSENDAR ?? Sagan lifnar við í gegnum vel unna texta þar sem persónuleg­ar frásagnir hljóma í bland við annan fróðleik.
MYNDIR/AÐSENDAR Sagan lifnar við í gegnum vel unna texta þar sem persónuleg­ar frásagnir hljóma í bland við annan fróðleik.
 ?? ?? Jón Allansson, safnstjóri hjá Byggðasafn­inu á Akranesi.
Jón Allansson, safnstjóri hjá Byggðasafn­inu á Akranesi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland