Fréttablaðið - Serblod

Nýr smart #1 rafbíll frumsýndur

Ný bílamerki á Íslandi vekja alltaf athygli og ekki síst þegar þau hafa þegar skapað sér markað erlendis. Smábílar handa almenningi var aðalsmerki smart en með smart #1 hefur merkið faert sig yfir í rafbíla fyrir alla.

- Njall@frettablad­id.is

Frumsýning á nýjum smart #1 rafbíl fór fram í Evrópu í lok síðustu viku og var Ísland meðal þeirra staða þar sem bíllinn var frumsýndur, þar sem nýtt umboð opnar á naestunni. Bíllinn fer í forsölu í lok ársins og fyrstu eintökin vaentanleg hér um mitt naesta ár.

Askja frumsýndi í Grósku á fimmtudagi­nn nýjan bíl sem fer brátt í sölu hérlendis en það er naesta kynslóð smart. Á Íslandi sem annars staðar í Evrópu mun forsala á nýja smart #1 rafbílnum hefjast í lok ársins en fyrstu afhendinga­r á bílnum verða um mitt naesta ár. Fyrstu bílarnir verða í svokallaðr­i Launch Edition-útgáfu sem er með nánast samskonar útliti og Concept #1 tilraunabí­llinn sem frumsýndur var í Munchen í fyrra.

Bíllinn kemur á nýjum undirvagni frá Geely í Kína sem kallast SEA og verður undir fleiri smartbílum í framtíðinn­i. Samkvaemt talsmönnum smart munu bílar merkisins bera númer líkt og #1 eftir þeirri röð sem þeir koma í en ekki eftir staerð. Smart #1 mun koma með 66 kwst rafhlöðu sem haegt er að hlaða með allt að 150 kw hleðslustö­ð í 80% hleðslu á undir 30 mínútum. Með 22 kw heimahleðs­lustöð mun taka um þrjá tíma að komast í 80% hleðslu. Bíllinn verður afturdrifi­nn og mun skila 268 hestöflum og 343 Nm togi. Aðrar tölur sem við vitum um bílinn eru að hann verður 1.820 kg að þyngd og hámarkshra­ðinn 180 km á klst. Bíllinn er 4.270 mm að lengd og með 2.750 mm hjólhaf, sem gerir hann að staersta smart bílnum hingað til, og því mun merkið ekki einungis halda sig við smábíla eins og áður. Að sögn talsmanna smart er bíllinn mjög rúmgóður og er með svipað rými innandyra og E-lína Mercedesbe­nz.

Plássið aftur í verður 411 lítrar en einnig er 15 lítra hólf undir húddinu.

Um taeknilega fullkominn bíl er að raeða í smart #1. Í miðju maelaborði­nu er 12,8 tommu upplýsinga­skjár en fyrir framan ökumann er 9,2 tommu skjár ásamt 10 tommu framrúðusk­já. Bíllinn mun koma með Level 2 sjálfkeyrs­lubúnaði sem gerir honum kleyft að taka af stað og stoppa sjálfum í þungri umferð, halda sig innan akreinar, aka sjálfur í staeði og með sjálfvirka­n háan ljósgeisla. Auk þess verður í honum ýmiss konar afþreyinga­rbúnaður þótt Evrópuútgá­fan verði að öllum líkindum ekki með karaoke-kerfi eins og sú kínverska. ■

Að sögn talsmanna smart er bíllinn mjög rúmgóður og með svipað rými innandyra og E-lína Mercedesbe­nz.

 ?? MYND/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON ??
MYND/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
 ?? ?? Jón Trausti Ólafsson, framkvaemd­astjóri Öskju, svipti hulunni af bílnum með aðstoð Sarah Junghardt frá smart.
Jón Trausti Ólafsson, framkvaemd­astjóri Öskju, svipti hulunni af bílnum með aðstoð Sarah Junghardt frá smart.
 ?? ?? Blaðamanni gafst taekifaeri til að máta bílinn á frumsýning­unni en reynsluaks­tur bíður þar til seinna.
Blaðamanni gafst taekifaeri til að máta bílinn á frumsýning­unni en reynsluaks­tur bíður þar til seinna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland