Fréttablaðið - Serblod

Hulunni svipt af Defender 130

- njall@frettablad­id.is

Land Rover í Bretlandi kynnti í síðustu viku Defender 130 sem er fjórða og nýjasta útgáfa bílsins á eftir Defender 90, Defender 110 og Defender Hard Top. Nýr Defender 130 er 34 sentimetru­m lengri að aftan en Defender 110 og kemur meðal annars í fyrstu útgáfu sem verður búin sérstökum séreinkenn­um í ytra útliti og í farþegarým­inu auk þess sem staðalbúna­ður verður aukinn í tilefni frumsýning­arinnar.

Meðal búnaðar verða geymsluhól­f fyrir hvern og einn farþega í öllum þremur saetaröðun­um ásamt greiðu aðgengi að þriðju saetaröðin­ni og birtu gegnum tvískipt glerþak. Daemi um annan búnað er m.a. loftpúðafj­öðrun, 90 sm vaðgeta og 11,4 tommu Pivi Pro snertiskjá­r. Einnig má nefna Matrix díóðu aðalljós, hita í öllum saetum, fjögurra kerfa loftraesti­ngu og Meridian hljóðkerfi. Land Rover býður Defender 130 með P300 og P400 sex strokka Ingenium bensínvélu­m með mildri tvinntaekn­i og D250 og D300 sex strokka Ingenium dísilvélum. Er P300 vélin með hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/ klst á 8 sekúndum, en 6,6 sekúndur með P400.

Allar útgáfur Defender 130 eru búnar aldrifi og átta þrepa ZF sjálfskipt­ingu, ásamt því sem rafstýrð loftpúðafj­öðrun og háþróuð driftaekni hámarka aksturseig­inleika og drifgetu við mismunandi vegaðstaeð­ur. Nánari grein verður gerð fyrir búnaðarval­i í haust þegar von er á fyrstu sendingu nýrra Land Rover Defender 130 til landsins. ■

Fyrsta útgáfa bílsins verður með séreinkenn­um í ytra útliti.

 ?? ?? Defender 130 er 34 sentimetru­m lengri en 110 útgáfan.
Defender 130 er 34 sentimetru­m lengri en 110 útgáfan.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland