Fréttablaðið - Serblod

Aftur til framtíðar með Delorean Alpha5 rafbílnum

Delorean hefur frumsýnt bíl í fyrsta skipti í 40 ár og er hann rafdrifinn að þessu sinni. Bíllinn kallast Alpha5 og er með vaengjahur­ðum sem eiga að auðvelda mjög aðgengi um bílinn.

- Njall@frettablad­id.is

Um langan og ávalan bíl er að raeða með löngu húddi, breiðum hjólaskálu­m og þaklínu sem mjókkar aftur. Lögð er mikil áhersla á loftf laeðihönnu­n í bílnum og hlutir eins og lokaðar felgur og grill ásamt stórum loftdreifa­ra að aftan gera honum kleift að ná loftmótstö­ðu niður í 0,23 Cd að sögn Delorean.

Alpha5 er 100% rafdrifinn og mun rafhlaðan vera yfir 100 kwst sem gefur honum um 500 km

Lögð er mikil áhersla á loftflaeði­hönnun í bílnum og hlutir eins og lokaðar felgur og grill ásamt stórum loftdreifa­ra gera honum kleift að ná loftmótstö­ðu niður í 0,23 Cd.

draegi. Delorean hefur látið hafa eftir sér að upptakið í 100 km vaeri innan við 3 sekúndur, en með tilvísun í myndina Back to the Future er upptakið í 88 mílur gefið upp sem 4.35 sekúndur, en það er um 150 km á klst.

Bíllinn er með saeti fyrir fjóra í sportstólu­m og fram í er stór upplýsinga­skjár fyrir miðju ásamt skjá fyrir ökumann bak við stýrið. Líklegast er hér um öflugasta Delorean bílinn að raeða en von er á fleiri bílum sem munu bera laegri tölu í Alpha nafninu. Alpha5 er svipaður að staerð og Porsche Taycan eða rétt taepir fimm metrar að lengd, 2.044 mm á breidd og aðeins 1.370 mm á haeð. Bíllinn verður frumsýndur endanlega á Pebble Beach-bílasýning­unni um miðjan ágúst. ■

 ?? MYND/DELOREAN ?? Aftur til framtíðar er það sem kemur upp í hugann þegar horft er á nýjan Delorean.
MYND/DELOREAN Aftur til framtíðar er það sem kemur upp í hugann þegar horft er á nýjan Delorean.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland