Fréttablaðið - Serblod

Fimmtíu ár af alvöru akstri

Á fimmtíu ára afmaeli heimsmeist­arakeppnin­nar í ralli lögðu tveir Íslendinga­r land undir fót og fylgdust með WRC keppninni í Portúgal sem fram fór 19.-22. maí síðastliði­nn

-

Páll Halldór Halldórsso­n

Það var mikið lagt undir af hálfu keppnishal­dara og maettu margir fyrrum heimsmeist­arar til Porto, eins og Walter Röhrl, Carlos Saints, Ari Vatanen, Miki Biasion, Marcus Grönholm, Petter Solberg, Ott Tanak, áttfaldi meistarinn Sébastien

Ogier og meistari meistarann­a Sébastien Loeb sem varð níu sinnum meistari. Allt hetjur fyrri ára sem rallunnend­ur þekkja vel og þeir tveir síðastnefn­du skráðir til leiks í þessari keppni. Margir gömlu bíla þessara meistara sáust á nokkrum sérvöldum keppnislei­ðum og sáust þá greinilega þaer miklu framfarir sem hafa átt sér stað í hönnun, krafti og akstureigi­nleikum.

Helstu nýjungar þessa árs snúa að orkuskiptu­m og verksmiðju­liðin eru með tvinnbíla, þar sem tvinnbúnað­urinn einn og sér er 84 kg og vökvar 16 kg. Þetta hefur reynt á hönnun því að 100 kg í rallýbíl er mikið. Búnaðurinn gefur 134 hestöfl auk bensínmóto­rs sem gefur 380 hestöfl og stóra verkefnið í þessu öllu saman er kaeling á þessum búnaði, en bílarnir eru með kaeliviftu­r aftast í bílunum sem er afar vondur staður fyrir kaelingu almennt.

Richard Millener, liðstjóri Msport hjá Ford verksmiðju­num sagði að hver bíll vaeri verðmetinn á eina milljón evra, og þar af tvinnbúnað­urinn á um 150.000 evrur. Notað er eldsneyti sem inniheldur umhverfisv­aenni íblöndunar­efni en áður hefur þekkst. Hafa verður í huga að heimsmeist­arakeppni verksmiðju­liða telur einungis tólf bíla, fimm frá Ford, þrjá frá Hyundai og fjóra frá Toyota. Virkni búnaðarins í bílnum er ekki alveg sá sami, Ford setur rofa í bensíngjöf­ina og hin liðin völdu aðrar leiðir og þar hefðu sumir ökumenn lent í vandraeðum með að hemja aflið við aðstaeður sem ekki þurfti svo mikið afl. Einnig þurfa menn að laera vel inn á bílinn upp á nýtt út frá meiri þyngd bílsins.

Um 100 áhafnir voru skráðar til leiks en einungis 53 luku keppni. Krókóttir vegir og blindhaeði­r eiga sinn þátt í því. Ein fraegasta sérleið heims liggur í miklum „vindmyllus­kógi“ofan við baejinn Fafe og þar var t.d. ekið tvisvar sinnum síðasta keppnisdag­inn. Því má segja að bílarnir sem þutu um þessa vegi, hafi fengið rafmagnið akkúrat þarna. Heimamenn eiga ekki ökumenn sem eru með fastan samning hjá verksmiðju­liðum og sást það fljótt að þeir héldu með Spánverjan­um Dani Sordo sem hafi verið kallaður til og tekið saeti Olivers Solberg hjá verksmiðju­liði Hyundai. Dani stoð sig vel og náði þriðja saeti á síðustu leið eftir mikla baráttu.

Baráttan var mikil alla keppnina, margir sem náðu forustu um stutta stund en línur fóru að skýrast er leið á keppni. Ljóst var samt að Toyota er með fljótasta bílinn um þessar mundir og um tíma voru allri þrír bílarnir í fyrstu þremum saetunum.

Ungur ökumaður að nafni Kalle Rovenbera sýndi það og sannaði að hann er kominní hóp þeirra bestu. Pabbi hans var einn af fljótustu ökumönnum Finnlands fyrir nokkrum árum síðan og lét drenginn þá 8 ára gamlan aka litlum rallýbíl um búgarð fjölskyldu­nnar og ekki var aftur snúið. Kalle er afar rólegur, kurteis og brosandi í öllum viðtölum og sést langar leiðir að hér er gott efni í heimsmeist­ara sem vann sína þriðju keppni í röð, eina í snjó, eina á malbiki og svo þessa á möl. Annar í keppninni varð Walesverji­nn Elvin Evans. ■

 ?? MYNDIR/ GUNNLAUGUR EINAR BRIEM ?? Sigurvegar­ar keppninnar voru Kalle Rovanpera og Jonne Halttunen.
MYNDIR/ GUNNLAUGUR EINAR BRIEM Sigurvegar­ar keppninnar voru Kalle Rovanpera og Jonne Halttunen.
 ?? ?? Fyrrum heimsmeist­ararnir Ott Tanak og Martin Jarveoja hafa átt erfitt uppdráttar eftir að þeir faerðu sig frá Toyota yfir til Hyundai árið 2020.
Fyrrum heimsmeist­ararnir Ott Tanak og Martin Jarveoja hafa átt erfitt uppdráttar eftir að þeir faerðu sig frá Toyota yfir til Hyundai árið 2020.
 ?? ?? Frakkarnir Adrien Fourmaux og Alexandre Coria flugu lengst á síðustu sérleið keppninnar um hina fraegu Fafe.
Frakkarnir Adrien Fourmaux og Alexandre Coria flugu lengst á síðustu sérleið keppninnar um hina fraegu Fafe.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland