Verk­efn­is­stjóri sókn­aráætl­ana lands­hluta

Fréttablaðið - Atvinna - - Forsíða -

Byggða­stofn­un ósk­ar eft­ir að ráða verk­efn­is­stjóra til að starfa með stýr­in­eti ráðu­neyta að gerð og út­færslu sókn­aráætl­ana lands­hluta. Verk­efn­is­stjór­inn er ráð­inn til Byggða­stofn­un­ar en verð­ur stað­sett­ur í Arn­ar­hvoli í Reykja­vík og hef­ur jafn­framt vinnu­að­stöðu hjá Byggða­stofn­un á Sauð­ár­króki. Starf­ið krefst um­tal­verðra ferða­laga um land­ið. Verk­efn­is­stjór­inn verð­ur tengi­lið­ur milli ráðu­neyta, lands­hluta­sam­taka sveit­ar­fé­laga, Sam­bands Ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Byggða­stofn­un­ar. Um er að ræða fullt starf til eins árs. Sókn­aráætlan­ir lands­hluta eru eitt verk­efni inn­an Ís­land 2020 sem er stefnu­mörk­un og fram­tíð­ar­sýn fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Vinna við verk­efn­ið hófst í byrj­un árs 2011 en í þeim áfanga var opn­að fyr­ir ákveð­inn sam­skipta­ás milli Stjórn­ar­ráðs­ins og átta lands­hluta­sam­taka sveit­ar­fé­laga sem áfram­hald­andi vinna mun að byggja á. Sókn­aráætl­un­um lands­hluta er ætl­að skerpa og skýra sam­skipta­ferl­ið milli rík­is og sveit­ar­fé­laga . Með slík­um sam­skipta­ási ættu sveit­ar­fé­lög lands­ins í gegn­um lands­hluta­sam­tök­in að hafa auk­in áhrif á út­hlut­un al­manna­fjár og þannig haft áhrif á for­gangs­röð­un op­in­berra verk­efna í eig­in lands­hlut­um hvort sem þau snúa að fjár­fest­ing­um eða rekstri. • Gerð er krafa um há­skóla­próf sem nýt­ist í starfi. • Reynsla af störf­um inn­an stjórn­sýslu er æski­leg. • Gerð er krafa um reynslu af verk­efna­stjórn­un,

stefnu­mót­un og áætlana­gerð. • Þekk­ing á byggða­mál­um og reynsla af sam­skipt­um

við sveit­ar­fé­lög er mjög æski­leg. • Grein­ing­ar­hæfi­leika og eig­in­leika til að hafa góða

yf­ir­sýn. • Sjálf­stæð­is í vinnu­brögð­um, skipu­lags­hæfni og

mark­vissra vinnu­bragða. • Frum­kvæði, áhuga og metn­að­ar í starfi ásamt hæfni

til að starfa sjálf­stætt sem og með hópi. • Já­kvæðs við­móts og lip­urð­ar í mann­leg­um sam

skipt­um. • Hæfni í fram­setn­ingu upp­lýs­inga og góðr­ar tölvu

kunn­áttu. • Færni í að tjá sig í ræðu og riti. Laun sam­kvæmt kjara­samn­ingi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja. Starf­ið hent­ar jafnt kon­um sem körl­um. Starfs­mað­ur þarf að geta haf­ið störf 1. apríl 2012. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um starf­ið veit­ir Aðal­steinn Þor­steins­son, for­stjóri Byggða­stofn­un­ar í síma 455 5400. Um­sókn­ir skulu send­ar til Byggða­stofn­un­ar, Ár­torgi 1, 550 Sauð­ár­króki, eða á net­fang­ið byggda­stofn­[email protected] byggda­stofn­un.is fyr­ir 16 mars.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.