Laus er til um­sókn­ar staða borg­ar­bóka­varð­ar hjá Borg­ar­bóka­safni Reykja­vík­ur.

Fréttablaðið - Atvinna - - Forsíða -

Borg­ar­bóka­vörð­ur stýr­ir Borg­ar­bóka­safni Reykja­vík­ur, sem starfar í sam­ræmi við lög um al­menn­ings­bóka­söfn nr. 36/1997, yf­ir­lýs­ingu UNESCO um al­menn­ings­bóka­söfn frá 1994 og sam­þykkt­ir safns­ins um rekst­ur þess­ar­ar upp­lýs­inga- og menn­ing­ar­stofn­un­ar fyr­ir al­menn­ing. Borg­ar­bóka­safn, sem starf­rækt er á sex stöð­um í Reykja­vík, er ein af menn­ing­ar­stofn­un­um Reykja­vík­ur­borg­ar og heyr­ir und­ir Menn­ing­ar- og ferða­mála­svið Reykja­vík­ur­borg­ar. • Ber ábyrgð á stjórn­un, rekstri og stjórn­sýslu safns­ins. • Und­ir verksvið heyra fjár­mál, starfs­manna­mál og fram­kvæmd ákvarð­ana menn­ing­ar- og ferða­mála­ráðs og

borg­ar­yf­ir­valda sem að safn­inu snúa. • Borg­ar­bóka­vörð­ur skipuleggur þjón­ustu safns­ins og leið­ir aðra fag­lega starf­semi þess. • Há­skóla­mennt­un á fram­halds­stigi sem nýt­ist í starfi og er met­in jafn­gild prófi í bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræði. • A.m.k. 5 ára stjórn­un­ar­reynsla, leið­toga­hæfi­leik­ar og skipu­lags­hæfni. • Hald­bær reynsla af áætlana­gerð og rekstr­ar­stjórn­un. • Góð þekk­ing á menn­ing­ar­starfi með áherslu á orð­list­ir. • Þekk­ing og reynsla af breyt­inga­stjórn­un. • Framúrsk­ar­andi hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um og skap­andi starfi. • Þekk­ing á upp­lýs­inga­tækni og hæfni til að leiða þró­un Borg­ar­bóka­safns í nýmiðl­un. • Góð tungu­mála­k­unn­átta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Næsti yf­ir­mað­ur er sviðs­stjóri Menn­ing­ar- og ferða­mála­sviðs sem fer með fram­kvæmd menn­ing­ar- og ferða­mála hjá Reykja­vík­ur­borg. Svið­inu til­heyra menn­ing­ar­stofn­an­ir Reykja­vík­ur­borg­ar, Borg­ar­bók­safn Reykja­vík­ur, Lista­safn Reykja­vík­ur, Minja­safn Reykja­vík­ur, Ljósmyndasafn Reykja­vík­ur og Menn­ing­ar­mið­stöð­in Gerðu­berg. Höf­uð­borg­ar­stofa sinn­ir ferða- og mark­aðs­mál­um og sér um fram­kvæmd borg­ar­há­tíða. Launa­kjör heyra und­ir kjara­ákvörð­un kjara­nefnd­ar Reykja­vík­ur­borg­ar og um ráðn­ing­ar­rétt­indi gilda regl­ur um rétt­indi og skyld­ur stjórn­enda hjá Reykja­vík­ur­borg. Menn­ing­ar- og ferða­mála­ráð ræð­ur í stöð­una að feng­inni til­lögu sviðs­stjóra. Nán­ari upp­lýs­ing­ar veita: Sviðs­stjóri svan­hild­ur.konrads­dott­ir@reykjavik.is og skrif­stofu­stjóri rekstr­ar og fjár­mála berg­lind.olafs­dott­ir@reykjavik.is

Gert er ráð fyr­ir að við­kom­andi hefji störf eigi síð­ar en 1. sept­em­ber nk. Um­sókn­ir skulu send­ar á vef Reykja­vík­ur­borg­ar www.reykjavik.is/storf.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.