Staða leik­skóla­stjóra við Sunnu­fold

Fréttablaðið - Atvinna - - Forsíða -

Laus er til um­sókn­ar staða leik­skóla­stjóra við Sunnu­fold

Leik­skól­inn Sunnu­fold er sam­ein­að­ur leik­skóli í Folda­hverfi sem starfar á þrem­ur starfs­stöðv­um við Frosta­fold 33, Loga­fold 18 og Funa­fold 42, 112 Reykja­vík. Leit­að er að ein­stak­lingi með leið­toga­hæfi­leika sem er reiðu­bú­inn til að stýra stefnu­mót­un og upp­bygg­ingu í sam­ein­uð­um leik­skóla. • Vera fag­leg­ur leið­togi leik­skóla og móta fram­tíð­ar­stefnu hans inn­an ramma laga, reglu­gerða, að­al­nám­skrár og stefnu

Reykja­vík­ur­borg­ar. • Hafa yf­ir­um­sjón með dag­legu starfi í leik­skól­an­um. • Skipu­leggja for­eldra­sam­starf í sam­vinnu við for­eldra og starfs­menn. • Stýra rekstri leik­skóla á grund­velli fjár­hags­áætl­un­ar. • Bera ábyrgð á starfs­manna­mál­um, svo sem ráðn­ing­um, vinnu­til­hög­un og starfs­þró­un. • Skipu­leggja tengsl skól­ans við að­ila ut­an hans. • Leyf­is­bréf sem leik­skóla­kenn­ari og við­bót­ar­mennt­un í stjórn­un eða kennslureynsla á leik­skóla­stigi. • Reynsla af stjórn­un er æski­leg. • Stjórn­un­ar­hæfi­leik­ar og vilji til að leita nýrra leiða. • Þekk­ing á rekstri. • Góð tölvu­kunn­átta. • Lip­urð og sveigj­an­leiki í mann­leg­um sam­skipt­um. Ósk­að er eft­ir því að með um­sókn­inni fylgi grein­ar­gerð í stuttu máli um fram­tíð­ar­sýn á starf í leik­skóla sem stað­sett­ur er í þrem hús­um og hvernig um­sækj­andi upp­fyll­ir mennt­un­ar-og hæfnis­kröf­ur. Einnig fylgi yf­ir­lit yf­ir nám og fyrri störf, leyf­is­bréf leik­skóla­kenn­ara og ann­að er mál­ið varð­ar. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um leik­skól­ann er að finna á heima­síðu Skóla- og frí­stunda­sviðs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.