Grunn­skóla­kenn­ari, skóla­liði og starfs­mað­ur í Frí­stund

Fréttablaðið - Atvinna - - Atvinna -

Ósk­um eft­ir að ráða grunn­skóla­kenn­ara að Hrafnagils­skóla í Eyja­fjarð­ar­sveit. Um er að ræða um­sjón­ar­kenn­ara­stöðu á yngsta stigi. Ráð­ið er frá 1. ág­úst 2014. Í Hrafnagils­skóla er stuðst við kennslu­að­ferð­irn­ar Byrj­enda­læsi og Orð af orði á yngsta stigi. Leit­að er eft­ir kenn­ara sem: • Sýnt hef­ur ár­ang­ur í starfi. • Lag­ar kennslu- og starfs­hætti mark­visst að þörf­um

nem­enda. • Sýn­ir metn­að fyr­ir hönd nem­enda. • Vinn­ur í góðri sam­vinnu við for­eldra og allt starfs­fólk. • Er fær og lip­ur í sam­skipt­um. • Býr yf­ir frum­kvæði og skipu­lags­færni og sýn­ir

sjálf­stæði í vinnu­brögð­um. Ósk­um eft­ir starfs­manni í Frí­stund og skóla­liða í af­leys­ingastarf skóla­ár­ið 2014 - 2015 Leit­að eft­ir starfs­manni sem: • Er lip­ur í sam­skipt­um og já­kvæð­ur. • Er stund­vís og vinn­ur vel. • Vinn­ur í góðri sam­vinnu við allt starfs­fólk. • Hef­ur gam­an að því að vinna með börn­um. Um­sókn­ar­frest­ur er til 28. maí 2014. Nán­ari upp­lýs­ing­ar veita skóla­stjórn­end­urn­ir Hrund Hlöðvers­dótt­ir og Björk Sig­urð­ar­dótt­ir í sím­um 464-8100 og 699-4209 eða á net­föng­in, [email protected] og [email protected] Hrafnagils­skóli er stað­sett­ur í Hrafnagils­hverfi í Eyja­fjarð­ar­sveit um 10 km. frá Akur­eyri. Hann er einn af fjöl­menn­ustu skól­um sem starfa í dreif­býli á Íslandi með tæp­lega 200 nem­end­ur. Ár­ið 2007 hlaut Hrafnagils­skóli Ís­lensku mennta­verð­laun­in fyr­ir framúrsk­ar­andi skólastarf. Kjör­orð skól­ans eru að all­ir hafi hið góða í sér og mögu­leik­ann til að verða betri mann­eskj­ur. Heima­síða Hrafnagils­skóla er www.krummi.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.