ÚT­BOÐ NR. 15652

Fréttablaðið - Atvinna - - Atvinna -

Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins, fyr­ir hönd Fjarða­byggð­ar og Of­an­flóða­sjóðs ósk­ar eft­ir til­boð­um í verk­ið Of­an­flóða­varn­ir á Eski­firði - Bleiksá, varn­ar­virki. Verk­ið felst í að reisa varn­ar­virki í og við Bleiksá fyr­ir of­an kirkjumið­stöð­ina á Eski­firði. Leiði­garð­ur verð­ur byggð­ur á flöt of­an við kirkj­una og vest­an við Bleiksá í 10-15 m hæð yf­ir sjó. Garð­ur­inn er V laga, 150 m lang­ur, um 3 m hár og byggð­ur að mestu úr skriðu­efni og grjóti. Garð­ur­inn verð­ur bratt­ur flóð­meg­in 1:0,25 og byggð­ur með stál­grind­um til styrk­ing­ar. Land­meg­in er hall­inn um 1:3. Setja skal upp heit­gal­van­húð­aða ör­ygg­is­girð­ingu með­fram brún leiði­garðs. Land neð­an leiði­garðs verð­ur mót­að með sléttri flöt og halla að kirkjumið­stöð. Far­veg­ur Bleiks­ár verð­ur sprengd­ur nið­ur í skurð og bakk­arn­ir mót­að­ir með grjót­hleðsl­um. Land­mót­un og yf­ir­borðs­frá­gang­ur felst í mót­un varn­ar­garðs og brekku að kirkjumið­stöð ásamt gerð gras­flat­ar og göngu­stíga. Helstu magn­töl­ur eru: • Los­un á klöpp • Grjót­hleðsla • Fyll­ing­ar­efni • Styrk­inga­kerfi – upp­setn­ing • Hellu­lögn • Þöku­lagn­ing • Sán­ing og áburð­ar­gjöf 1.130 m3

345 m3 2.100 m3 460 m2 240 m² 1.050 m2 2.700 m² Verk­inu skal vera að fullu lok­ið 15. ág­úst 2015. Út­boðs­gögn verða til sýn­is og sölu á kr. 3.500 hjá Rík­is­kaup­um, Borg­ar­túni 7C, 105 Reykja­vík frá og með þriðju­deg­in­um 10. júní 2014. Til­boð­in verða opn­uð hjá Rík­is­kaup­um, 1. júlí 2014 kl. 14:00 að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess óska.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.