Aug­lýs­ing á til­lög­um breyt­inga Að­al­skipu­lags Hval­fjarð­ar­sveit­ar 2008-2020

Fréttablaðið - Atvinna - - Atvinna -

Til­lög­ur breyt­inga Að­al­skipu­lags Hval­fjarð­ar­sveit­ar 2008-2020 varða land­notk­un við Grund­ar­tanga og stefnu­mörk­un fyr­ir iðn­að­ar­svæði. Aug­lýs­ing birt­ist þann 29. ág­úst síð­ast­lið­inn, en þar var rang­lega far­ið með aug­lýs­ing­ar­tíma og at­huga­semd­ar­frest til­lögu breyt­inga Að­al­skipu­lags Hval­fjarð­ar­sveit­ar 20082020. Sam­an­ber 2. mgr. 31. gr. Skipu­lagslaga nr. 123/2010 skal til­laga vera til sýn­is eigi skemmri tíma en sex vik­ur og að­il­um gef­inn kost­ur á að gera at­huga­semd­ir við til­lögu inn­an sama frests frá birt­ingu aug­lýs­ing­ar. Aug­lýst­ur var ein­ung­is 5 vikna aug­lýs­ing­ar­tími og at­huga­semd­ar­frest­ur. Aug­lýs­ing­ar­tími og at­hug­semda­frest­ur mun því vera fram­lengd­ur um 1 viku eða til og með 10. októ­ber 2014. Til­lög­ur breyt­inga að­al­skipu­lags liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrif­stofu Hval­fjarð­ar­sveit­ar, Innri­mel 3. Til­lög­ur má einnig sjá á heima­síðu sveit­ar­fé­lags­ins, http://www.hval­fjar­dar­sveit.is/skipu­lag/auglys­ing­ar/ frá 29. ág­úst til og með 10. októ­ber 2014. At­huga­semd­ir við til­lög­ur breyt­inga að­al­skipu­lags skulu vera skrif­leg­ar og ber­ast skipu­lags­full­trúa í síð­asta lagi þann 10. októ­ber 2014 á skrif­stofu Hval­fjarð­ar­sveit­ar, Innri­mel 3, 301 Akranes eða á net­fang­ið skipu­[email protected]­fjar­dar­sveit.is.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.