Laufás, Ása­hreppi

Fréttablaðið - Atvinna - - Atvinna -

Um er að ræða lög­býli sem er 3,7 ha. grasgef­ið land og glæsi­legt tví­lyft ein­býl­is­hús. Hús­ið er mjög vand­að sænskt, tveggja hæða, 147,6 m2 byggt úr timbri ár­ið 2007. Það er klætt að ut­an með stand­andi timb­urklæðn­ingu og svört­um stein­skíf­um á þaki, tvö­föld ein­angr­un og þre­falt gler í glugg­um. Að inn­an tel­ur eign­in par­ket­lagt hol/and­dyri með geymslu inn af. Par­ket­lagt svefn­her­bergi með fata­her­bergi og rúm­góða par­ket­lagða stofu. Eld­hús er par­ket­lagt og er þar hvítlökk­uð inn­rétt­ing með vönd­uð­um tækj­um. Bað­her­bergi er flísa­lagt í hólf og gólf og er þar sturtu­klefi, inn­rétt­ing og upp­hengt sal­erni. Þvotta­hús er flíslagt. Timb­urstigi er á milli hæða. Á efri hæð er par­ket­lagt sjón­varps­hol með svala­hurð út á sval­ir. Tvö par­ket­lögð svefn­her­bergi eru á efri hæð þar af ann­að með fata­her­bergi. Bað­her­bergi er á efri hæð með nudd­horn­baðkari. Hita­veita er í hús­inu, bund­ið slitlag heim að dyr­um og ljósastaur­ar í inn­keyrslu. Lóð­in er afgirt. Á deili­skipu­lagi fyr­ir lóð­ina er gert ráð fyr­ir hest­húsi. Mjög víð­sýnt er frá hús­inu til allra átta. Hér er um að ræða fal­lega sveitap­ara­dís. Verð 40,0 millj. Skoða einnig mögu­leika á skipt­um á minni eign á Sel­fossi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.