Ferða­þjón­ust­an á Hól­um og Sögu­set­ur ís­lenska hests­ins aug­lýsa laus til um­sókn­ar spenn­andi störf á Hól­um í Hjalta­dal í sum­ar.

Fréttablaðið - Atvinna - - At­vinna -

Ferða­þjón­ust­an á Hól­um ósk­ar eft­ir að ráða traust starfs­fólk í mót­töku. Í starf­inu fellst hefð­bund­in gesta­mót­taka auk þess að veita gest­um ýms­ar upp­lýs­ing­ar um Hóla og nær­liggj­andi svæði en Ferða­þjón­ust­an á Hól­um hef­ur með hönd­um fjöl­þætta starf­semi fyr­ir ferða­menn sem sækja Hólast­að heim. Starf­ið hent­ar dug­miklu fólki sem get­ur unn­ið sjálf­stætt og er með góða skipu­lags- og sam­skipta­hæfi­leika. Unn­ið er á 12 tíma vökt­um í 2-2-3 vakta­kerfi. Sögu­set­ur ís­lenska hests­ins ósk­ar eft­ir því að ráða öfl­ug­an starfs­kraft á með­an að sum­ar­opn­un set­urs­ins stend­ur yf­ir frá 1. júní til 31. ág­úst nk. Í starf­inu felst varsla og leið­sögn og til­fallandi störf í sam­ráði við for­stöðu­mann. Um er að ræða áhuga­vert starf fyr­ir fólk á sviði hesta­mennsku, menn­ing­ar­tengdr­ar ferða­þjón­ustu, þjóð­menn­ing­ar o.sv.frv. og er upp­lagt fyr­ir há­skóla­stúd­enta á ein­hverju þess­ara sviða. Um fullt starf er að ræða en Setr­ið verð­ur op­ið alla daga vik­unn­ar frá kl. 10 til 18. Af­leys­ing fer fram í sam­ráði við Ferða­þjón­ust­una á Hól­um og for­stöðu­mann. Mögu­leiki er á sveigj­an­leg­um vinnu­tíma gagn­vart viku­dög­um. Ferða­þjón­ust­an á Hól­um get­ur út­veg­að starfs­fólki hús­næði til leigu með­an á starfs­tíma stend­ur. All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar veita Þór­hild­ur M. Jóns­dótt­ir hjá Ferða­þjón­ust­unni á Hól­um í sím­um 455 6333 og 849 6348, tölvu­póst­fang thor­hild­ur@hol­ar.is og Krist­inn Huga­son hjá Sögu­setr­inu í síma 455 6345 og 891 9879, tölvu­póst­fang khuga@centr­um.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.