Stykk­is­hólms­bær aug­lýs­ir laust til um­sókn­ar starf for­stöðu­manns Amt­bóka­safns­ins, stofn­un mennta, menn­ing­ar og upp­lýs­inga­tækni.

Fréttablaðið - Atvinna - - Forsíða -

Starf­ið fel­ur í sér allt sem við­kem­ur starf­semi bóka- og ljós­mynda­safns­ins, s.s. rekst­ur, manna­for­ráð, gerð fjár­hags­áætl­ana, inn­kaup, grisj­un og stjórn­un. Um­sækj­end­ur þurfa að búa yf­ir skipu­lags­hæfi­leik­um, færni í mann­leg­um sam­skipt­um og hafa reynslu af öfl­un og miðl­un upp­lýs­inga. Æski­legt er að um­sækj­end­ur hafi lok­ið námi í bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræð­um eða ann­arri há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi og hafi góða þekk­ingu á tölv­um og mögu­leik­um hug­bún­að­ar í safna­þjón­ustu. Launa­kjör eru sam­kvæmt kjara­samn­ingi Sam­bands ísl. sveit­ar­fé­laga við við­kom­andi stétt­ar­fé­lag. Nýtt safna­hús er að rísa við Grunn­skóla Stykk­is­hólms og mun safn­ið starfa í nánu stjórn­un­ar- og rekstr­ar­legu sam­bandi við skól­ann. Stefnt er að opn­un nýja safna­húss­ins á haust­mán­uð­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.