Skild­inga­nes 44

VÖNDUÐ EIGN Á SJÁVARLÓÐ

Fréttablaðið - Atvinna - - Atvinnuauglýsingar -

Stór­glæsi­legt 457 fm ein­býl­is­hús á sjávarlóð á tveim­ur hæð­um við Skild­inga­nes 44 í Skerja­firði. Ein­stak út­sýni er úr hús­inu, m.a. sjáv­ar- og fjalla­sýn. Hús­ið sem var byggt ár­ið 2009 er teikn­að af Sig­urði Hall­gríms­syni arki­tekt. Inn­an­húss­arki­tekt er Guð­björg Magnús­dótt­ir. All­ar inn­rétt­ing­ar í hús­inu eru vand­að­ar og sér­smíð­að­ar af Hegg smíða­verk­stæði. Mjög mik­il loft­hæð er á efri hæð húss­ins eða allt að 3,3 m. Tveir arn­ar, ann­ars veg­ar milli stofu og borð­stofu og hins veg­ar í eld­húsi. Stór­ar sval­ir eru útaf stofu með­fram hús­inu. Hús­ið skipt­ist m.a. í mjög stóra stofu, borð­stofu, eld­hús með sjón­varps­krók, fjög­ur her­bergi, fjöl­skyldu­her­bergi með skrif­stofu innaf, tvö bað­her­bergi, snyrt­ingu, fata­her­bergi, þvotta­hús, geymsl­ur og for­stofu. Íbúð­ar­rými er skráð 408,9 fm en auk þess er 47,8 fm tvö­fald­ur bíl­skúr með mik­illi loft­hæð. Mjög fal­leg­ur gró­inn garð­ur. Hellu­lögð ver­önd með heit­um potti og útisturtu. Einnig er viðar­pall­ur útaf hjóna­her­bergi. Hús­ið stend­ur á 825 fm eign­ar­lóð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.