Gæða­stjóri

Fréttablaðið - Atvinna - - Forsíða -

Hag­stofa Ís­lands ósk­ar eft­ir að ráða dríf­andi sér­fræð­ing til að leiða gæðastarf stofn­un­ar­inn­ar. Fra­mund­an er að sam­þætta gæða­kerfi stofn­un­ar­inn­ar við vott­að ISO 27001 ör­yggis­kerfi henn­ar og leiða áfram­hald­andi ferla­vinnu og um­bæt­ur. Gæða­stjóri er fremsti sér­fræð­ing­ur Hag­stof­unn­ar á sviði gæða­mála. Sem slík­ur veit­ir hann stjórn­end­um ráð­gjöf um gæða­mál, sér um innri og ytri út­tekt­ir og er full­trúi stofn­un­ar­inn­ar í sam­starfi á al­þjóða­vett­vangi. Gæða­stjóri mun einnig halda ut­an um per­sónu­vernd­ar­mál Hag­stof­unn­ar og mun hljóta þjálf­un í því. Há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi Far­sæl starfs­reynsla af gæða­starfi Mik­il fag­leg þekk­ing á gæða­starfi og að­ferð­um gæða­stjórn­un­ar Reynsla af inn­leið­ingu gæðastaðla er kost­ur Reynsla af stjórn­un um­fangs­mik­illa verk­efna er kost­ur Þekk­ing og reynsla af op­in­berri stjórn­sýslu er kost­ur Þekk­ing á per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf er kost­ur Af­bragðs geta til að tjá sig í ræðu og riti á bæði ensku og ís­lensku Frum­kvæði til verka og um­bóta­sinn­að hug­ar­far Góð sam­skipta­færni Góð skipu­lags­færni og ná­kvæm vinnu­brögð Um er að ræða fullt starf og æski­legt er að við­kom­andi geti haf­ið störf sem fyrst. Laun eru sam­kvæmt kjara­samn­ingi fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og hlut­að­eig­andi stétt­ar­fé­lags.

og skulu um­sókn­ir ber­ast í pósti á: Starfs­um­sókn, Borg­ar­túni 21a, 150 Reykja­vík eða ra­f­rænt á net­fang­ið starfs­um­sokn@hag­stofa.is. Öll­um um­sókn­um verð­ur svar­að og um­sækj­end­um til­kynnt um ráð­stöf­un starfs­ins þeg­ar ákvörð­un hef­ur ver­ið tek­in. Um­sókn­ir gilda í sex mán­uði frá því að um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.