Mik­il stétt­ar­fé­lags­þátt­taka á Íslandi

Al­þýðu­sam­band Ís­lands er stærsta stétt­ar­fé­laga­sam­band lands­ins með 110.000 fé­lags­menn í að­ild­ar­fé­lög­um. Drífa Snæ­dal er ný­kjör­inn for­seti ASÍ en seg­ir vald­ið hjá fé­lags­mönn­um.

Fréttablaðið - Atvinna - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Viltu lýsa að­eins starf­semi ASÍ? ASÍ eru regn­hlíf­ar­sam­tök stétt­ar­fé­laga á al­menna vinnu­mark­aðn­um. Reynd­ar hafa mörk­in á milli al­menna mark­að­ar­ins og hins op­in­bera orð­ið óskýr­ari hin síð­ari ár með meiri einka­væð­ingu og breyt­ingu á op­in­ber­um fyr­ir­tækj­um í OHF en þetta eru stóru lín­urn­ar. Stétt­ar­fé­lög inn­an ASÍ eru líka með nokk­urn hlut op­in­berra starfs­manna á sín­um snær­um. Vinnu­mark­að­ur­inn á Íslandi tel­ur tæp­lega 200 þús­und manns og í að­ild­ar­fé­lög­um ASÍ eru rúm­lega 110 þús­und manns þannig að þetta er stærsti hlut­inn sem er inn­an ASÍ. Við er­um öf­und­uð um all­an heim fyr­ir mikla stétt­ar­fé­lags­þátt­töku enda eru stétt­ar­fé­lög­in á Íslandi skuld­bund­in til að þjóna öll­um. Al­þýðu­sam­band­ið er ekki með um­boð til að gera kjara­samn­inga en fé­lög og lands­sam­bönd þeirra (Starfs­greina­sam­band­ið, Lands­sam­band ís­lenskra versl­un­ar­manna, Raf­iðn­að­ar­sam­band Ís­lands, Samiðn, Sjómanna­sam­band Ís­lands og fleiri) ákveða hverju sinni hvert hlut­verk ASÍ á að vera í kjara­við­ræð­um. Hefð­bund­ið er þó að ASÍ fari með mál er snúa að stjórn­völd­um og mál sem öll fé­lög eiga sam­eig­in­leg hjá at­vinnu­rek­end­um.

Hverj­ar verða helstu áhersl­ur ASÍ í kom­andi kjara­við­ræð­um?

Áhersl­ur ASÍ í kom­andi kjara­við­ræð­um eru eðli máls­ins sam­kvæmt áhersl­urn­ar sem að­ild­ar­fé­lög­in leggja. Svo er það á vett­vangi ASÍ sem þessi fé­lög ákveða hverj­ar eru sam­eig­in­leg­ar áhersl­ur, hvaða þræð­ir sam­eina oft ólíka hópa og þau geta ákveð­ið að ASÍ sem heild­ar­sam­tök þeirra beiti sér fyr­ir. Að þessu sinni eru það skatta­mál­in, hús­næð­is­mál­in og bar­átt­an gegn fé­lags­leg­um und­ir­boð­um svo eitt­hvað sé tal­ið.

Hver eru ásætt­an­leg lífs­kjör fólks­ins í land­inu?

Þau lífs­kjör sem gera fólki kleift að sjá fyr­ir sér og njóta lífs­gæða. Geta bú­ið í góðu hús­næði, leyft sér tóm­stund­ir og sum­ar­frí svo eitt­hvað sé nefnt. Það er eng­inn metn­að­ur í því að ætla fólki að skrimta og draga fram líf­ið á naum­ustu hugs­an­legu laun­un­um.

Kem­ur til greina að semja um eitt­hvað ann­að en bein­ar launa­hækk­an­ir?

Það kem­ur ým­is­legt til greina að semja um með­fram launa- hækk­un­um, hús­næð­is­mál­in, vel­ferð­ar­mál­in og skatta­mál­in eru þar stærst, auk vax­andi kröfu um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Allt eru þetta lífs­kjör og jöfn­un­ar­tæki sem verka­lýðs­hreyf­ing­in á að hafa skoð­un á og berj­ast fyr­ir breyt­ing­um á.

Til hvaða að­gerða er for­ysta ASÍ til­bú­in að grípa til að ná fram mark­mið­um sín­um?

Ef samn­ing­ar reyn­ast erf­ið­ir þá er það fólks­ins í land­inu að ákveða hvort það sé til­bú­ið í að­gerð­ir. Í lög­un­um okk­ar er ákvæði um að ákvörð­un um verk­föll eigi að taka í at­kvæða­greiðslu með­al fé­lags­manna. Stétt­ar­fé­lög og þar með ASÍ taka því ein­ung­is ákvörð­un um að slíta við­ræð­um ef þær eru ár­ang­urs­laus­ar og leggja svo vald­ið í hend­ur fé­lags­manna. Þetta er líka gert þeg­ar bú­ið er að und­ir­rita samn­inga, þá fer vald­ið til fé­lags­manna sem ákveða hvort þeir sam­þykkja eða hafna samn­ingn­um. Al­menn­ir fé­lag­ar í stétt­ar­fé­lög­um eru því mikl­ir gerend­ur í bæði að­drag­anda samn­inga, til dæm­is með mót­un kröfu­gerða og eins í því hvort hér verða verk­föll og hvort samn­ing­ar séu ásætt­an­leg­ir. Þarna er­um við með al­gera sér­stöðu í heim­in­um varð­andi þátt­töku vinn­andi fólks í eig­in ör­lög­um.

MYND/ERNIR

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir Ís­land hafa al­gera sér­stöðu í heim­in­um varð­andi þátt­töku vinn­andi fólks í eig­in ör­lög­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.