Fjöl­breytt stétt­ar­fé­lag með öfl­ugt bak­land

Fréttablaðið - Atvinna - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Stétt­ar­fé­lag­ið Ein­ing-Iðja vinn­ur mik­ið starf í Eyja­firði og sinn­ir fræðslu­starfi af krafti. Fé­lag­ið hef­ur lagt mjög mikla vinnu í að und­ir­búa kröfu­gerð fyr­ir kjara­samn­ing­ana sem eru fram und­an. Er­lend­ir fé­lags­menn eru í kring­um 14% af fé­lag­inu og koma frá 77 þjóðlönd­um. Flór­an er því fjöl­breytt og mik­ill tími fer í að koma upp­lýs­ing­um til skila.

Fé­lags­svæð­ið nær yf­ir all­an Eyja­fjörð, þar með­tal­ið Hrís­ey og svo Gríms­ey úti fyr­ir firð­in­um. Fé­lag­ið var stofn­að 15. maí 1999. Á bak við stofn­un þess voru 24 fé­lög, en það elsta hafði starf­að frá 1896,“seg­ir Björn Snæ­björns­son, formað­ur fé­lags­ins. „Fé­lag­arn­ir eru um átta þús­und og starfa í ýms­um grein­um, á al­menn­um mark­aði, rík­is­stofn­un­um og sveit­ar­fé­lög­um. Fé­lag­inu er skipt í þrjár deild­ir; iðn­að­ar- og tækja­deild, op­in­bera deild, sem er fyr­ir þá sem vinna hjá sveit­ar­fé­lög­um og rík­inu, og svo mat­væla- og þjón­ustu­deild, sem er fjöl­menn­asta deild­in í fé­lag­inu, með um 40% fé­lags­manna.“

Öfl­ugt og fjöl­breytt starf

„Við rek­um skrif­stof­ur á Akur­eyri, Dal­vík og Fjalla­byggð með tíu starfs­mönn­um. Til við­bót­ar er­um við verk­tak­ar hjá Virk starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóði og þar eru fjór­ir starfs­menn að sinna starf­inu á Eyja­fjarð­ar­svæð­inu,“seg­ir Björn. „Einnig er­um við í sam­starfi 14 verka­lýðs­fé­laga á Norð­ur­landi vestra og Eyja­firði, ásamt ýms­um lands­sam­bönd­um, við vinnu­staða­eft­ir­lit á svæð­inu og hef­ur starfs­mað­ur eft­ir­lits­ins að­set­ur hjá okk­ur.

Við höf­um byggt vinnu­staða­eft­ir­lit­ið upp til að koma í veg fyr­ir að brot­ið sé á fólki. Við kom­um upp­lýs­ing­um til skila á sjö tungu­mál­um, og í und­ir­bún­ingi er að ná til fólks af enn fleiri þjóð­ern­um. Það ber ár­ang­ur, en því mið­ur rek­umst við líka á hluti sem við vilj­um ekki sjá í ís­lensku sam­fé­lagi,“seg­ir Björn. „Það er brot­ið á fólki á ýms­an hátt. Því er eft­ir­lit­ið rosa­lega mik­il­vægt og það er líka mik­il­vægt að fólk sem verð­ur vitni að brot­um á rétt­ind­um láti stétt­ar­fé­lög­in vita.

Okk­ar helsta starf er að sinna fé­lags­mönn­um og láta gott af okk­ur leiða í tengsl­um við rétt­inda­mál, kjara­samn­inga og ým­is­legt fleira,“seg­ir Björn. „Und­an­far­ið hef­ur að­stoð við er­lenda fé­lags­menn auk­ist veru­lega, en í heild­ina eru er­lend­ir fé­lags­menn í kring­um 14% af fé­lag­inu og koma frá 77 þjóðlönd­um. Flór­an er því fjöl­breytt og mik­ill tími fer í að koma upp­lýs­ing­um til skila.

Við höld­um tugi vinnu­staða­funda á ári. Á hverju vori síð­ast­lið­in 20 ár höf­um við far­ið í alla 10. bekki grunn­skól­anna á Eyja­fjarð­ar­svæð­inu til að fræða um rétt­indi og skyld­ur,“seg­ir Björn. „Fyr­ir vik­ið er ungt fólk áhuga­sam­ara og virk­ara á mörg­um svið­um en á ár­um áð­ur. Við höf­um líka far­ið í fram­halds­skól­ana á Akur­eyri og út með firð­in­um með svona fræðslu, sem hef­ur nýst mjög vel. Svo höf­um við lagt áherslu á að fá ungt fólk til starfa hjá fé­lag­inu, sem hef­ur geng­ið mjög vel. Af 120 trún­að­ar­mönn­um eru um 40 und­ir 35 ára aldri.“

Vel und­ir­bú­in kröfu­gerð

„Við höf­um stað­ið vel að und­ir­bún­ingi kröfu­gerð­ar fyr­ir kjara­samn­ing­ana sem eru fram und­an. Við byrj­uð­um í mars og vor­um með dag­skrá al­veg fram í miðj­an sept­em­ber,“seg­ir Björn. „Á þess­um tíma gerð­um við kann­an­ir á vilja fólks til að átta okk­ur á hvað þyrfti að koma fram í kröfu­gerð­inni. Við feng­um svör frá yf­ir 1.500 þátt­tak­end­um, sem var mjög gott.

Við héld­um einnig fundi með fé­lags­mönn­um í næst­um hverri ein­ustu starfs­grein til að taka púls­inn enn bet­ur. Alls héld­um við um 60 fundi á und­ir­bún­ings­tím­an­um og á þriðja þús­und manns tók þátt,“seg­ir Björn. „Kröfu­gerð­in var svo kynnt á fimm fé­lags­fund­um, á Akur­eyri, Dal­vík, Fjalla­byggð, Hrís­ey og Greni­vík. Starfs­greina­sam­band Ís­lands fer með samn­ings­um­boð okk­ar í al­mennu samn­ing­un­um og samn­ing­un­um við ríki og sveit­ar­fé­lög.

Efst á baugi í kröfu­gerð­inni gagn­vart al­menn­um at­vinnu­rek­end­um eru launa­hækk­an­ir, en gagn­vart rík­inu eru það skatt­leys­is­mörk­in, sem þarf að hækka, þannig að lág­marks­laun séu skatt­frjáls,“seg­ir Björn. „Svo brenna hús­næð­is­mál­in nátt­úru­lega á fólki, leigj­end­ur eru í vanda og það er erfitt að kaupa hús­næði.“

Áhuga­verð Gallup-könn­un

„1.500 manns tóku þátt í könn­un sem Gallup gerði fyr­ir okk­ur í októ­ber. Þar kom ým­is­legt áhuga­vert í ljós,“seg­ir Björn. „Með­al ann­ars að með­al­tals heild­ar­laun á Eyja­fjarð­ar­svæð­inu eru tæp­lega 500 þús­und krón­ur. Þar eru karl­ar með 540 þús­und á mán­uði á með­an kon­ur eru með 452 þús­und krón­ur, það er greini­lega mun meiri yf­ir­vinna hjá körl­um en kon­um.

Með­al­tal dag­vinnu­launa karla á svæð­inu eru 383.526 krón­ur, en kon­urn­ar eru með 383.326 krón­ur, þannig að það mun­ar bara 200 krón­um,“seg­ir Björn. „Í fyrra var mun­ur­inn 7.000 krón­ur, þannig að kon­urn­ar hafa feng­ið meiri hækk­an­ir á ár­inu. Með­al­hækk­un á heild­ar­laun­um á ár­inu er 8%, sem er miklu meira en kjara­samn­ings­hækk­an­irn­ar segja til um.

Ým­is­legt fleira áhuga­vert kom í ljós, til dæm­is að 39% þátt­tak­enda höfðu frest­að því að fara til tann­lækn­is af fjár­hags­ástæð­um, að­al­lega fólk á aldr­in­um 25-45 ára sem á börn og hef­ur lát­ið þau ganga fyr­ir,“seg­ir Björn. „Það kom líka í ljós að sex­tíu pró­sent þeirra sem eru á leigu­mark­aði hafa mikl­ar fjár­hags­á­hyggj­ur, en leigj­end­um er að fjölga hér á svæð­inu. Við stefn­um að því að birta fleiri nið­ur­stöð­ur úr könn­un­inni eft­ir ára­mót­in.“

Mik­il ánægja með fé­lag­ið

„Í ljós kom að 96% fé­lags­manna, sem tóku þátt í könn­un­inni, eru ánægð með þjón­ustu fé­lags­ins og við­horf til fé­lags­ins er mjög já­kvætt. Við er­um feiki­lega ánægð með það. Stemn­ing­in í fé­lag­inu er mjög góð og mik­il sam­heldni rík­ir,“seg­ir Björn. „Ánægj­an með starf fé­lags­ins eykst líka á hverju ári, sem seg­ir okk­ur að við sé­um að gera eitt­hvað rétt. Ég held að ástæð­an fyr­ir þessu sé að ein­hverju leyti að við aug­lýs­um rétt­inda­mál mjög mik­ið og eyð­um mikl­um fjár­mun­um í að koma mál­efn­um okk­ar á fram­færi.

Auð­vit­að er­um við líka alltaf á tán­um gagn­vart því sem bet­ur má fara og kom­andi kjara­samn­ing­ar verða þar svo­lít­ill próf­steinn,“seg­ir Björn. „Það verð­ur fróð­legt að sjá hvernig tekst til, ekki síst ef við þurf­um að fara í að­gerð­ir. Aðr­ir hóp­ar hafa feng­ið miklu meiri hækk­an­ir en við og mik­ill meiri­hluti fé­lags­manna seg­ist til­bú­inn að beita þrýst­ingi, ef þörf kref­ur. Nú reyn­ir á sam­stöð­una og þolrif­in.“

MYND/EIN­ING-IÐJA

Björn Snæ­björns­son, formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins Ein­ing­ar-Iðju í Eyja­firði, seg­ir að fé­lag­ið njóti mik­ils stuðn­ings fé­lags­manna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.