Eng­inn græð­ir á svindli

Ma­ría Lóa Frið­jóns­dótt­ir er sér­fræð­ing­ur hjá ASÍ og kem­ur að átak­inu Einn rétt­ur – Ekk­ert svindl. Hún seg­ir að því mið­ur séu til fyr­ir­tæki sem hlunn­fari starfs­fólk um laun, starfs­kjör og að­bún­að. Vinnum­an­sal er stað­reynd á Íslandi en svo eru mörg fyr­ir­tæk

Fréttablaðið - Atvinna - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Átak­ið Einn rétt­ur – Ekk­ert svindl bein­ist gegn fyr­ir­tækj­um sem mis­nota er­lent vinnu­afl og ungt fólk. Mörg dæmi eru um að þess­ir hóp­ar séu hlunn­farn­ir um laun, starfs­kjör og að­bún­að hér á landi. Ma­ría Lóa Frið­jóns­dótt­ir er sér­fræð­ing­ur og verk­efna­stjóri vinnu­staða­eft­ir­lits hjá fé­lags­mála­deild ASÍ og að­ild­ar­fé­laga. Hún seg­ir að í mörg­um til­fell­um sé ekki um ein­beitt­an brota­vilja hjá fyr­ir­tækj­um að ræða held­ur megi kenna van­kunn­áttu um að rétt­indi starfs­fólks séu ekki virt. „Fólk fer í rekst­ur án þess að skoða alla þætti sem fel­ast í fyr­ir­tækja­rekstri, svo sem starfs­manna­mál, kjara­samn­inga, bók­hald og fleira. Eðli máls­ins sam­kvæmt tök­um við til­lit til þess og leið­bein­um at­vinnu­rek­and­an­um á rétta braut. Mögu­lega þyrfti að gera rík­ari kröf­ur til þeirra sem stofna fyr­ir­tæki áð­ur en þeir fá út­hlut­að rekstr­ar­leyfi,“seg­ir hún.

Ma­ría Lóa seg­ir að hins veg­ar sé fullt af flott­um fyr­ir­tækj­um sem eru til fyr­ir­mynd­ar í þess­um efn­um. „Þau leggja metn­að sinn í að vera með allt á hreinu og setja starfs­fólk sitt í fyrsta sæti hvað varð­ar laun og að­bún­að. Við þurf­um í sam­ein­ingu að vinna að heil­brigð­um vinnu­mark­aði og því kalla ég eft­ir vit­und­ar­vakn­ingu fyr­ir­tækja, rík­is, bæj­arog sveit­ar­fé­laga og í raun okk­ar allra og hætta með­virkni með þeim sem svindla. Svindl gref­ur und­an heil­brigð­is-, vel­ferð­ar- og mennta­kerf­inu. Það gref­ur und­an sam­keppn­is­stöðu heil­brigðra fyr­ir­tækja. Það gref­ur und­an ára­langri bar­áttu fyr­ir bætt­um kjör­um á vinnu­mark­aði og það tapa all­ir á und­ir­boð­um og svartri at­vinnu­starf­semi á vinnu­mark­aði, nema svindlar­arn­ir,“seg­ir hún.

Kall­ar eft­ir betra eft­ir­liti

Hlut­verk Maríu Lóu inn­an ASÍ er með­al ann­ars að skipu­leggja starf vinnu­eft­ir­lits­full­trúa sem eru úti um allt land og fara víða. „Það er í hönd­um stétt­ar­fé­lag­anna að ráða eft­ir­lits­full­trúa og það fer eft­ir hverju og einu stétt­ar­fé­lagi hvar er eft­ir­lit og hvar ekki. Mín sýn er sú að þetta eft­ir­lit verði und­ir hatti ASÍ, eða í það minnsta skipu­lag­ið, og að vinnu­eft­ir­lits­full­trú­arn­ir vinni þvert á land­svæði og þvert á stétt­ar­fé­lög. Á mörg­um stöð­um úti á landi er ekki næg­ur mannafli til að sinna þessu eft­ir­liti. Stétt­ar­fé­lög­in eru að drukkna í verk­efn­um og þá verð­ur eft­ir­lit­ið því mið­ur út und­an, auk þess sem hags­muna­árekstr­ar geta kom­ið upp. Við er­um einnig að vinna að auknu og sam­ræmdu sam­starfi við aðra sem koma að og sinna vinnu­staða­eft­ir­liti, til dæm­is VMST, RSK, VER, lög­regl­una og fleiri. Þannig verð­ur öll eft­ir­fylgni mála mark­viss­ari og öfl­ugri,“seg­ir Ma­ría Lóa en þeg­ar far­ið er að velta við stein­um kem­ur oft ým­is­legt mis­jafnt í ljós.

„Við höf­um mest ver­ið að ein­blína á bygg­ingar­iðn­að­inn og ferða­þjón­ust­una. Inn­an ferða­þjón­ust­unn­ar eru því mið­ur fjöl­mörg dæmi um brot­a­starf­semi. Mörg hót­el, gisti­hús, veit­inga­hús og af­þrey­ing­ar­fyr­ir­tæki greiða ekki að­eins of lág laun, stund­um greiða þau eng­in laun held­ur ráða grun­laust fólk inn sem sjálf­boða­liða. Það er síð­an lát­ið vinna myrkr­anna á milli eins og þræl­ar. Það er bann­að að ráða sjálf­boða­liða í vinnu ef um er að ræða efna­hags­lega starf­semi. Það þýð­ir að ef vara eða þjón­usta er seld á að borga starfs­manni laun,“bend­ir Ma­ría Lóa á en hún er að vinna að því að fá fisk­vinnslu og fleiri at­vinnu­grein­ar inn und­ir eft­ir­lit­ið.

Í bygg­ingar­iðn­að­in­um eru dæmi um að heilu vinnu­hóp­un­um sé reglu­lega skipt út og þeir fái ekki laun í sam­ræmi við ís­lensk lög. Ma­ría Lóa seg­ir al­menn­ing ekki átta sig á hversu al­var­leg þessi brot geti ver­ið. „Þetta er hreinn og klár launa­þjófn­að­ur. Átak­ið Einn rétt­ur – Ekk­ert svindl snýst ekki gegn er­lend­um starfs­mönn­um held­ur gegn þeim fyr­ir­tækj­um sem mis­nota er­lent vinnu­afl og skapa sér þannig sam­keppn­is­for­skot.“

Ma­ría Lóa seg­ir að eft­ir að fjall­að var um þessi mál í sjón­varps­þætt­in­um Kveik fyrr í vet­ur hafi ASÍ

feng­ið feiki­mik­il við­brögð og marg­ir voru hrein­lega sjokk­er­að­ir yf­ir ástand­inu. „Fólk trúði ekki að vinnum­an­sal væri stund­að á Íslandi. Vinnum­an­sal er nú­tíma­þræla­hald, svo það sé sagt hreint út,“seg­ir Ma­ría Lóa.

Ef fyr­ir­tæki verð­ur upp­víst að brot­a­starf­semi láta eft­ir­lits­að­il­ar Skatt­stjóra, Vinnu­mála­stofn­un og Vinnu­eft­ir­lit vita. Ef brot­ið er al­var­legt er það kært til lög­regl­unn­ar. Hins veg­ar er ekki hægt að sekta fyr­ir­tæki sem borga starfs­fólki ekki í sam­ræmi við lög og regl­ur. „ASÍ og stétt­ar­fé­lög skort­ir beitt­ari heim­ild­ir til að refsa þeim sem stunda launa­þjófn­að og er­um við að kalla eft­ir lausn­um. Í dag mega stétt­ar­fé­lög ein­göngu reikna út launakröf­ur og krefjast ógreiddra launa,“upp­lýs­ir Ma­ría Lóa.

Eft­ir­lits­full­trú­ar ASÍ og stétt­ar­fé­lag­anna vinna gríð­ar­lega öfl­ugt starf og sinna mik­il­vægu hlut­verki við að halda vinnu­mark­aðn­um heil­brigð­um, að sögn Maríu Lóu. „Það eru oft­ast þeir sem eiga fyrstu að­komu að brot­a­starf­semi og mynda fyrst tengsl við brota­þo­lend­ur í vett­vangs­heim­sókn­um um allt land,“seg­ir hún.

Keðju­ábyrgð og kenni­töluflakk

Ma­ría Lóa er í sam­starfs­hópi gegn fé­lags­leg­um und­ir­boð­um og und­an­far­ið hef­ur hóp­ur­inn fund­að stíft en hann á að skila til­lögu til at­vinnu­mála­ráðu­neyt­is­ins í fe­brú­ar næst­kom­andi. „Við leggj­um mikla áherslu á að lög um keðju­ábyrgð fyr­ir­tækja kom­ist í gagn­ið af full­um þunga, sem og lög um kenni­töluflakk. Við er­um að skoða hvort ekki sé eðli­legt að setja refsi­á­kvæði í lög, svo sem fjár­sekt­ir, álög­ur og jafn­vel lok­un­ar­á­kvæði vegna al­var­legra brota. Við vilj­um líka finna ein­hvern snerti­flöt við er­lent verka­fólk sem hér starfar en það get­ur ver­ið erfitt að ná til þess. Það er ekki óal­gengt að vinnu­veit­andi keyri fólk til og frá vinnu og það sé jafn­framt í fæði og hús­næði á veg­um vinnu­veit­anda. Fólk nær ekki tengsl­um við neinn nema sinn hóp og fær oft­ar en ekki upp­lýs­ing­ar um sín rétt­indi. Við vilj­um ná til þessa fólks og upp­lýsa það um rétt­indi sín.“

En hvaða áhrif hef­ur fé­lags­legt und­ir­boð á ís­lensk­an al­menn­ing?

„Mað­ur skyldi ætla að ís­lensk fyr­ir­tæki missi spón úr aski sín­um. Það er ver­ið að und­ir­bjóða þau. Rétt­ast væri að al­menn­ing­ur og fyr­ir­tæki myndu rísa upp og hjálpa okk­ur að stoppa þetta. Það þarf að kafa djúpt í þessi mál og stoppa í göt­in. Þetta er oft og tíð­um skipu­lögð glæp­a­starf­semi, þótt erfitt sé að trúa því.“

MYND/ANTON BRINK

Ma­ría Lóa seg­ir mörg dæmi um að fyr­ir­tæki greiði fólki ekki að­eins of lág laun, stund­um greiði þau eng­in laun held­ur ráði grun­laust fólk inn sem sjálf­boða­liða. Það er síð­an lát­ið vinna myrkr­anna á milli eins og þræl­ar. Svindl gref­ur und­an heil­brigð­is-, vel­ferð­ar- og mennta­kerf­inu.

Ma­ría Lóa seg­ir mik­il­vægt að ná til er­lends verka­fólks og upp­lýsa það um rétt­indi sín.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.