Einn rétt­ur – Ekk­ert svindl snýst um:

Fréttablaðið - Atvinna - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Að tryggja kjör og rétt­indi á ís­lensk­um vinnu­mark­aði fyr­ir alla sem hér starfa, þar með tal­ið út­lend­inga sem hing­að koma og ungt fólk sem er að hefja þátt­töku á vinnu­mark­aði. Að tryggja starf­semi og eðli­lega sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækja sem virða kjara­samn­inga og lög og þau við­mið og sam­skipti sem gilda á ís­lensk­um vinnu­mark­aði og eru kjöl­fest­an í ís­lensku at­vinnu­lífi. Að tryggja að sam­eig­in­leg­ir sjóð­ir sam­fé­lags­ins fái sitt til að fjár­magna með­al ann­ars öfl­ugt heil­brigð­is-, vel­ferð­ar- og mennta­kerfi. Verk­efn­ið bein­ist gegn þeim fyr­ir­tækj­um sem mis­nota er­lent vinnu­afl og ungt fólk og skapa sér þannig sam­keppn­is­for­skot. Verk­efn­ið bein­ist ekki gegn er­lend­um starfs­mönn­um sem kom­ið hafa hing­að til lands í góðri trú.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.