Vel stað­sett endarað­hús

Fast­eigna­mark­að­ur­inn er með til sölu endarað­hús við Linda­smára 65 í Kópa­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Fa­steign­in er 173 fer­metra endarað­hús á tveim­ur hæð­um, stend­ur innst í botn­langa og við op­ið svæði. Hún er skipu­lögð með eft­irfar­andi hætti. Kom­ið er inn í flísa­lagða for­stofu með fata­hengi. Inn af henni er flísa­lagt þvotta­her­bergi með glugga og inn­rétt­ing­um. Hol er flísa­lagt. Gesta­sal­erni er við hol, flísa­lagt gólf og vegg­ir. Eld­hús er flísa­lagt, með inn­rétt­ing­um úr kirsu­berja­viði með tengi fyr­ir upp­þvotta­vél og góðri borð­að­stöðu. Samliggj­andi par­ket­lagð­ar, bjart­ar og rúm­góð­ar stof­ur með flísa­lögð­um sól­skála til suð­urs. Úr sól­skála er út­gang­ur á stóra við­ar­ver­önd til suð­urs með skjól­veggj­um. Stórt par­ket­lagt her­bergi sem hægt er að opna við stof­ur. Inn­felld lýs­ing er í loft­um neðri hæð­ar.

Á efri hæð húss­ins er geng­ið um steypt­an, par­ket­lagð­an stiga. Kom­ið er í par­ket­lagt sjón­varps­hol. Tvö rúm­góð par­ket­lögð barna­her­bergi. Bað­her­bergi er með glugga og inn­rétt­ing­um, granít­lagt gólf og flísa­lagð­ir vegg­ir. Bæði er baðkar og flísa­lagð­ur sturtu­klefi í bað­her­bergi auk hand­klæða­ofns. Hjóna­her­bergi er rúm­gott, par­ket­lagt og með fata­her­bergi inn af.

Bíl­skúr­inn er með hita og raf­magni.

Hús­ið að ut­an er í góðu ástandi. Lóð er full­frá­geng­in með hellu­lagðri inn­keyrslu og stétt­um fram­an við hús­ið með hita­lögn­um und­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.