Ein­býli á skógi vax­inni lóð

Fast­eigna­mark­að­ur­inn er með á skrá 580 fer­metra ein­býli­hús við Soga­veg 75 í Reykja­vík.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Kom­ið er inn í par­ket­lagða for­stofu. Hol er par­ket­lagt og í tveim­ur svefn­her­bergj­um eru dúk­ur og par­ket á gólfi. Eld­hús er með hvítlakk­aðri inn­rétt­ingu og góðri borð­að­stöðu. Bað­her­bergi er flísa­lagt í hólf og gólf, bú­ið sturtu­klefa með gler­lok­un. Stof­ur eru samliggj­andi og par­ket­lagð­ar.

Á efri hæð er par­ket­lögð stofa með út­gengi á vest­ur sval­ir, par­ket­lögð gestasnyrt­ing, þrjú par­ket­lögð svefn­her­bergi, skáp­ar í tveim­ur. Hjóna­her­bergi er par­ket­lagt og með út­gengi á sval­ir í norð­ur. Geymsla er með hill­um og dúk­ur er á gólfi.

Í kjall­ara er dúk­lagt þvotta­her­bergi og þrjú par­ket­lögð her­bergi; í einu eru all­ar lagn­ir fyr­ir eld­hús. Íþrótta­her­bergi er í kjall­ara, með heit­um potti, gufu­baði og sturtu. Snyrt­ing og tveir samliggj­andi sal­ir, plast­p­ar­ket á gólfi, loft við­ar­klædd. Und­ir hluta af söl­un­um er geymslupláss með um það bil 1,95 metra loft­hæð.

Lóð­inni fylg­ir 3.700 fer­metra skógi vax­in lóð.

Hús­ið er 580 fer­metr­ar og býð­ur upp á ýmsa mögu­leika.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.