Ný­legt hús á nota­leg­um stað

Val­höll fast­eigna­sala er með á skrá endarað­hús við Laufengi 166 í Grafar­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Fa­steign­in er ný­leg, 119,4 fer­metra stórt endarað­hús á tveim­ur hæð­um í Grafar­vogi. Stutt er með­al ann­ars í skóla, versl­an­ir, þjón­ustu og sund.

Kom­ið er inn í flísa­lagða for­stofu, það­an í flísa­lagt hol með fata­her­bergi. Gesta­her­bergi er flísa­lagt með skáp. Þvotta­hús er með dúk. Eld­hús er með borð­krók. Stofa er ný­lega par­kett­lögð, úr henni er út­gengt suð­vest­ur á hellu­lagða ver­önd og af­girt­an garð. Á efri hæð eru tvö par­kett­lögð og tvö teppa­lögð svefn­her­bergi, skáp­ar í þrem­ur þeirra. Út­gengt er á suð­vest­ursval­ir úr einu her­bergj­anna. Dúka­lögð geymsla/fata­her­bergi. Dúka­lagt bað­her­bergi með vegg­flís­um og tveim­ur skáp­um.

Leyfi er til stað­ar til að byggja bíl­skúr í enda götu og sam­þykkt­ar teikn­ing­ar liggja fyr­ir.

Tré­verk er ný­lega mál­að að ut­an og þakrenn­ur ný­leg­ar.

Þess má geta að fal­legt út­sýni er úr hús­inu á Esj­una, Úlfars­fell og Bláfjöll.

Hús­inu fylg­ir hellu­lögð ver­önd og af­girt­ur garð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.