Virðu­legt hús í Þing­holt­um

Fa­steigna­sal­an Eignamiðl­un hef­ur til sölu þriggja hæða ein­býl­is­hús við Fjöln­is­veg.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er 321 fer­metri, virðu­legt og fal­legt á eft­ir­sótt­um stað í Þing­holt­un­um. Það er teikn­að af Pétri Ingi­mund­ar­syni ár­ið 1930 og er í svo­köll­uð­um skip­stjóra­villustíl. Hús­ið stend­ur á 1.020 fer­metra eign­ar­lóð og er á þrem­ur hæð­um auk ris­lofts. Í hluta kjall­ara er lít­il íbúð með sér­inn­gangi.

Eign­in skipt­ist þannig: Á að­al­hæð eru and­dyri, samliggj­andi stof­ur, rúm­gott hol, gestasnyrt­ing, eld­hús með sól­skála og inn­gang­ur bak­dyra­meg­in. Á efri hæð eru fjög­ur til fimm her­bergi og bað­her­bergi. Yf­ir efri hæð­inni er bað­stofu­loft með góðri loft­hæð. Í kjall­ara er með­al ann­ars lít­il tveggja her­bergja íbúð og svefn­her­bergi, bað­her­bergi, þvotta­hús og geymsl­ur.

Stof­urn­ar á að­al­hæð eru bjart­ar og rúm­góð­ar, með mik­illi loft­hæð og ró­sett­um í loft­inu. Á gólf­inu er marmari. Út frá eld­húsi er bú­ið að byggja sól­skála og er þar rúm­góð­ur krókur.

Svefn­her­berg­in á efri hæð eru fimm en tvö þeirra eru samliggj­andi. Öll eru her­berg­in rúm­góð. Bað­her­bergi hef­ur ver­ið end­ur­nýj­að og er flísa­lagt hólf í gólf með baðkari, sturtu og inn­rétt­ingu. Bað­stofu­loft­ið er rúm­gott og bjart með góðri loft­hæð en þar er einnig kamína.

Ósk­að er eft­ir til­boð­um í hús­ið.

Hús­ið er á eft­ir­sótt­um stað í Þing­holt­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.