Fólki auð­veld­að að skoða fa­steign­ir á vefn­um

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Miklaborg -

Fa­steigna­sal­an Mikla­borg býð­ur upp á nýj­ung í sölu fast­eigna sem þeir nefna Inn­lit. Inn­lit felst í því að selj­end­ur fast­eigna fá tæki­færi til að kynna eign sína í gagn­virku vef­um­hverfi þar sem sýnd­ar eru ljós­mynd­ir af fast­eign­inni ásamt grunn­mynd­um. Inn­lit­in eru til sýn­is fyr­ir kaup­end­ur á vef­slóð­inni www.mikla­borg.is og eru mjög að­gengi­leg þar sem not­end­ur geta flutt sig úr einu rými hús­næð­is­ins í ann­að og skoð­að ein­stök rými út frá ým­um sjón­ar­horn­um. Sam­hliða því sem kaup­end­ur klikka á ljós­mynd­ir birt­ast upp­lýs­ing­ar á grunn­mynd­inni um hvar þeir eru stadd­ir hverju sinni út frá grunn­teikn­ingu eign­ar­inn­ar. Hugs­an­leg­ir kaup­end­ur geta því „geng­ið“ um eign­ina og skoð­að hana nán­ast eins og þeir væru á staðn­um. Helstu kost­ir þess­ar­ar nýj­ung­ar er að auð­veld­ara er fyr­ir kaup­end­ur að átta sig á mögu­leik­um við­kom­andi eign­ar og hvernig hún hent­ar þeim út frá fjöl­skyldu­stærð, skipu­lagi og öðru. Einnig get­ur ver­ið gott að skoða eign­ina með þess­um hætti á net­inu eft­ir að far­ið hef­ur ver­ið á stað­inn í eig­in per­sónu, áð­ur en end­an­leg ákvörð­un er tek­in um kaup.

Inn­lit­in hafa vak­ið mikla at­hygli og standa öll­um til boða.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.