Fal­lega inn­rétt­að par­hús á góð­um stað í Kópa­vogi

Fa­steigna­sal­an Mikla­borg hef­ur til sölu tveggja hæða par­hús í Heið­ar­hjalla í Kópa­vogi.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er 214,6 fm með inn­byggð­um bíl­skúr, stór­um palli og fal­legri lóð. Hús­ið er fal­lega inn­rétt­að með vönd­uð­um gól­f­efn­um og góðu skipu­lagi og rúm­góð­um her­bergj­um. Hús­ið stend­ur hátt innst í botn­langa með fal­legu út­sýni.

For­stofa með nátt­úruflís­um á gólfi og góðu skápaplássi, hiti er í gólfi í for­stofu. Inn af henni er gesta­bað og inn­an­gengt í bíl­skúr­inn. Eld­hús­ið er mjög rúm­gott með mahóní-inn­rétt­ingu, gashellu­borði og tækj­um með stálá­ferð. Stofa og borð­stofa liggja sam­an í stóru rými þar sem hátt er til lofts og út­gengt út á flísa­lagð­ar sval­ir með mjög góðu út­sýni, gegn­heilt par­ket er á gólf­um í stof­um og eld­húsi en hluti með nátt­úruflís­um. Sval­ir húss­ins eru mjög stór­ar og liggja með­fram tveim­ur hlið­um húss­ins, í suð­ur og aust­ur.

Stig­inn á neðri hæð­ina er flísa­lagð­ur. Á neðri hæð­inni eru þrjú rúm­góð svefn­her­bergi, stórt sjón­varps­hol með par­keti, rúm­gott þvotta­hús með inn­rétt­ing­um og flís­um á gólfi, stórt flísa­lagt bað­her­bergi með baðkari, sturtu­klefa og fal­legri við­ar­inn­rétt­ingu. Af gangi neðri hæð­ar og úr hjóna­her­bergi er út­gengt út á stóra timb­ur­ver­önd með skjól­veggj­um með heit­um potti.

Inn­keyrsl­an er hellu­lögð með hita­lögn. Bíl­skúr­inn er flísa­lagð­ur með raf­magni og hita.

Hús­ið stend­ur hátt innst í botn­langa með fal­legu út­sýni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.