Stáss­legt ein­býli með grón­um garði

Fa­steigna­sal­an Torg kynn­ir mik­ið end­ur­nýj­að ein­býl­is­hús við Efsta­lund í Garða­bæ.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið, sem er 195,5 fer­metr­ar að heild­ar­stærð, er á einni hæð, þar af 45 fer­metra bíl­skúr. Það var mik­ið end­ur­nýj­að ár­ið 2006, en þá var með­al ann­ars skipt um gól­f­efni, fata­skápa og glugga­kist­ur. Einnig var gestasnyrt­ing end­ur­nýj­uð og skipt um all­ar raf­magnsinn­stung­ur í hús­inu. Í sum­ar var hús­ið mál­að, sem og glugg­ar og þak húss­ins.

Í hús­inu að Efsta­lundi eru fjög­ur svefn­her­bergi. Kom­ið er inn í flísa­lagða for­stofu með inn­byggð­um skáp­um, og er end­ur­nýj­að gesta­sal­erni inn af for­stofu. Úr for­stof­unni er ann­ars veg­ar geng­ið inn í stofu og hins veg­ar her­bergi sem í dag er nýtt sem sjón­varps­hol. Inn af því er ann­að her­bergi með sér sturtu­klefa.

Stofa og borð­stofa eru samliggj­andi og ný­legt par­kett á gólfi. Frá stofu og borð­stofu er inn­an­gengt í eld­hús með rúm­góðri inn­rétt­ingu, elda­vél með bæði hell­um og gasi, efri og neðri skáp­um og flísa­lagt á milli. Í eld­hús­inu er einnig góð­ur borð­krók­ur.

Þvotta­hús­ið er með tengi fyr­ir þvotta­vél og þurrk­ara, hill­um og það­an út­gengt út í garð. Bað­her­bergi er flísa­lagt í hólf og gólf, með baðkari, sturtu­að­stöðu og inn­rétt­ingu. Hjóna­her­bergi er með mjög góð­um fata­skáp­um og við hlið­ina á því er barna­her­bergi. Bíl­skúr­inn er mjög rúm­góð­ur, og garð­ur­inn stór og gró­inn.

All­ar upp­lýs­ing­ar um eign­ina veit­ir Þor­steinn Gísla­son í síma 694 4700 eða steini@fast­t­org.is.

Hús­ið við Efsta­lund er mik­ið end­ur­nýj­að og stend­ur á góð­um út­sýn­is­stað.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.