Eign fyr­ir vand­láta

Fa­steigna­sal­an Eignamiðl­un hef­ur til sölu glæsi­lega íbúð með fal­legu sjáv­ar­út­sýni við Löngu­línu í Garða­bæ.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Íbúð­in er á efstu hæð í húsi sem stend­ur vest­ast á tang­an­um við Sjáland­ið í Garða­bæ. Hún er sér­stak­lega vönd­uð með mik­illi loft­hæð og stór­um glugg­um. Marmari og par­ket er á gólf­um og vand­að­ar inn­rétt­ing­ar. Stæði fylg­ir í lok­aðri bíla­geymslu.

Íbúð­in er um 150 fm og skipt­ist í for­stofu, tvö svefn­her­bergi, sjón­varps­her­bergi, bað­her­bergi, eld­hús og stofu. Þvotta­her­bergi er inn­an íbúð­ar. Í kjall­ara er sér­geymsla.

Kom­ið er inn í for­stofu með marm­aragólfi. Svefn­her­berg­in eru par­ket­lögð með fata­skáp­um. Bað­her­berg­ið er marm­ara­lagt í hólf og gólf með glæsi­legri sturtu­að­stöðu og vand­aðri inn­rétt­ingu. Góð inn­rétt­ing í þvotta­her­bergi. Eld­hús­ið er op­ið inn í stofu með marm­ara á gólfi og vönd­uð­um inn­rétt­ing­um. Gr­anít er á borð­um. Stof­an er sér­stak­lega glæsi­leg með stór­um út­sýn­is­glugg­um.

Marmari er á gólfi en miðja stof­unn­ar er römm­uð inn með fal­legu par­keti. Suð­ursval­ir eru frá stofu með fal­legu sjáv­ar­út­sýni.

Hús­ið stend­ur við sjó­bað­strönd­ina í Sjá­lands­hverf­inu og er út­sýn­ið með því betra sem ger­ist.

Hátt er til lofts í stof­unni og ægifag­urt út­sýni til sjáv­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.