Auka­í­búð í kjall­ara

Fa­steigna­mark­að­ur­inn ehf. er með í sölu ein­býl­is­hús á tveim­ur hæð­um auk 50 fer­metra bíl­skúrs að Brúna­stekk. Tveggja her­bergja auka­í­búð er í kjall­ara húss­ins með leigu­tekj­ur.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er mik­ið end­ur­nýj­að og í góðu ástandi.Hús­ið stend­ur innst í botn­langa í Ell­iða­ár­daln­um með óbyggt svæði á tvo vegu. Fal­leg­ar göngu­leið­ir í kring og stutt í alla þjón­ustu. Rækt­uð lóð með hellu­lögð­um ver­önd­um og skjól­veggj­um í kring.

Á efri hæð er gengið inn í flísa­lagða for­stofu. Hol er einnig flísa­lagt og með nýj­um fata­skáp­um og end­ur­nýj­uðu gesta­sal­erni með glugga. Eld­hús­ið er flísa­lagt með hvít­um inn­rétt­ing­um og góðri borð­að­stöðu. Inn af eld­hús­inu er flísa­lögð for­stofa með út­gangi út á lóð­ina og inn af for­stof­unni er búr með glugga. Sjón­varps­hol er flísa­lagt og það­an er út­gang­ur út á ver­önd. Tvö barna­her­bergi með par­keti á gólfi eru á hæð­inni og stórt par­ket­lagt hjóna­her­bergi með fata­skáp­um. Bað­her­bergi er end­ur­nýj­að, flísa­lagt með sturtu­klefa og stóru baðkari. Inn­felld lýs­ing í loft­um og veggj­um.

Í kjall­ara húss­ins er sjón­varps­hol með par­keti á gólfi, tvær stór­ar geymsl­ur og tóm­stunda­her­bergi með gufu­baði inn af. Einnig flísa­lagt bað­her­bergi með sturtu­klefa og flísa­lagt þvotta­her­bergi.

Í kjall­ara er einnig tveggja her­bergja íbúð með sér inn­gangi. Hún skipt­ist í for­stofu, stofu og eld­hús, her­bergi, bað­her­bergi, geymslu og þvotta­her­bergi. Tvö­fald­ur bíl­skúr með raf­magni, hita og renn­andi vatni. Einnig er hiti í stétt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.