Ein­býli í Ár­túns­holti

Fa­steigna­sal­an Torg kynn­ir gott ein­býl­is­hús við Sil­unga­kvísl í Ár­túns­holti.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Hús­ið er á tveim­ur hæð­um, með fjór­um svefn­her­bergj­um, tveim­ur sal­ern­um, sjón­varps­holi, stofu og góðu eld­húsi. Einnig geymslu og þvotta­her­bergi ásamt tvö­föld­um bíl­skúr. Hús­ið er 208 fm en bíl­skúr­inn um 50 fm, í allt um 258,5 fm.

Kom­ið er inn í góða for­stofu með góð­um skáp­um, flís­ar eru á gólfi á jarð­hæð. Þrjú góð svefn­her­bergi eru á jarð­hæð­inni, öll með plast­p­ar­keti. Gesta­sal­erni og sjón­varps­hol ásamt sól­stofu eru einnig á jarð­hæð­inni með út­gengi út á hellu­lagða ver­önd og út í garð­inn. Gott geymslu­her­bergi er inn af for­stofu, svo og mjög rúm­gott þvotta­her­bergi með út­gengi.

Far­ið er upp steypt­an flísa­lagð­an stiga Kom­ið er inn í stofu sem er op­in og skemmti­leg með miklu út­sýni. Eld­hús­ið er mjög rúm­gott með góðri eld­hús­inn­rétt­ingu úr kirsu­berja­viði. Út­gengi er úr eld­hús­inu á góð­ar sval­ir sem vísa í suð­ur. Bað­her­berg­ið er flísa­lagt í hólf og gólf en þar er bæði sturtu­klefi og baðkar. Hjóna­her­berg­ið er með góð­um skáp­um. Stof­an er flísa­lögð. Þar er hátt til lofts.

Bíl­skúr­inn er tvö­fald­ur og stend­ur sér fyr­ir fram­an hús­ið. Bíl­skúr­inn er púss­að­ur en ófrá­geng­ið loft. Gert er ráð fyr­ir gryfju í bíl­skúrn­um.

Garð­ur­inn er hann­að­ur af lands­lags­arki­tekt. Hann er með hellu­lagðri ver­önd, heit­um potti og gos­brunni og er í fal­legri rækt.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Sig­urð­ur í síma 898-6106, [email protected]­t­org.is

Ásett verð er 63 millj­ón­ir.

Hús­ið sem stend­ur við Sil­unga­kvísl er 208 fm ásamt 50 fm bíl­skúr.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.