Ein­býli með auka­í­búð

Fa­steigna­sal­an Mark­aðs­torg er með á skrá tveggja hæð ein­býli ásamt auka­í­búð í Akra­seli, Breið­holti.

Fréttablaðið - Fasteignir.is - - Forsíða -

Við Akra­sel 22 í Breið­holti stend­ur fal­legt og vel skipu­lagt tveggja hæða ein­býl­is­hús til sölu, en bæði bíl­skúr og auka­í­búð fylgja. Gengið er í for­stofu og það­an í miðju­hol. Borð­stofa, stofa og eld­hús eru á vinstri hönd, en á þá hægri svefn­her­bergi, bað­her­bergi og stigi nið­ur á neðri hæð­ina. Stofa er rúm­góð og það­an út­gengt á yf­ir­byggð­ar sval­ir (sól­stofu). Op­ið er á milli stórr­ar borð­stofu og eld­húss. Tvö svefn­her­bergi eru á hæð­inni, bæði rúm­góð en ann­að sýnu stærra. Bað­her­bergi er bú­ið helstu nauð­synj­um og bæði baðkari og sturtu. Á neðri hæð­inni eru tvö her­bergi, sjón­varps­hol, þvotta­hús og snyrt­ing með sturtu. Þess má geta að flís­ar eru í eld­húsi, holi og á baði. Allt ann­að í að­al­íbúð­inni er par­kett­lagt.

Auka­í­búð er á neðri hæð­inni, tveggja her­bergja með sér­inn­gangi, for­stofu, miðju­gangi, eld­húsi, rúm­góðri stofu og flísa­lögðu bað­her­bergi með sturtu. Par­kett er á öll­um gólf­um nema á bað­her­bergi og eld­húsi eru flís­ar.

Hús­inu fylg­ir fal­leg­ur bíl­skúr og garð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.